Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Qupperneq 27
FJARÐARFRÉTTIR
27
Ef til vill á dálæti mitt á vatnslit-
um einhverjar rætur að rekja til
sýningar sem ég hélt á Kjarvalsstöð-
um 1976. Þá sýndi ég 40-50 vatns-
litamyndir, sem allar seldust, en
olíumálverkin á sýningunni hreyfð-
ust varla. Um þetta leyti, og allt frá
dauða Ásgríms Jónssonar, var
vatnslitamyndum litill gaumur gef-
inn, en eftir þessa sýningu mína
fóru þau að komast til vegs á ný.
Mér finnst ég hafa átt stóran þátt i
því með þessari sýningu.
Það er með ólíkindum hve
margar gerðir eru til af vatnslita-
pappír og á þeim sviðum hef ég
prófað margt. í seinni tíð, þegar
efnin fóru að leyfa það, hef ég gert
mér far um að nota dýrasta og
vandaðasta pappír sem fáanlegur
er, helst handunninn, franskan eða
ítalskan. En hver gerð pappírs
krefst sinnar sérstöku tækni. Ný-
lega hreifst ég af alveg einstaklega
fínum pappír og lét panta fyrir mig
heil ósköp. En hvernig sem ég
reyndi náði ég engum tökum á
honum. Þrautaráðið var að leita
eftir upplýsingum hjá framleiðend-
unum í Frakklandi. Svarið sem ég
fékk var einfalt: „Listamaðurinn
verður sjálfur að finna út hvernig
hann nær tökum á efninu!“ Nú var
illt í efni. Þetta var rándýrt helvíti
og ég varð að finna eitthvað út úr
þessu sjálfur. Ég hélt því áfram að
þreifa mig áfram með ærinni fyrir-
höfn og loks tókst mér að ná taki á
pappírnum. Til þess þurfti ég meðal
annars að baða hann í framan,
helvískaní'
Þú hefur ekki sýnt í
Hafnarfirði síðan 1948.
Mannstu vel eftir þeirri
sýningu?
„Já, já. Ég hélt hana í Sjálfstæð-
ishúsinu skömmu áður en ég hélt til
framhaldsnáms í Kaupmannahöfn.
Þessi sýning fékk ágæta aðsókn,
bæði Hafnfirðingar og fólk úr
Reykjavík sótti hana. Og ég seldi
talsvert af myndum, ótrúlegasta
fólki, að mér fannst. Árangurinn
varð sá að ágóðinn af sýningunni
fór langt með að halda mér uppi í
Kaupmannahöfn í 2 ár. Til þess
þurfti ég auðvitað að vera forsjáll
og góður búmaður. Það var svo sem
ekki erfitt, því ég hef alltaf tamið
mér að fara vel með fé og eyða ekki
um efni fram“
Minnistu einhverra
Hafnfirðinga sem hvöttu
þig á þessum tíma?
„Já, þeir voru sem betur fer
margir. Ég ætti kannski ekki að
nefna nein nöfn, en ég get ekki stillt
mig um að nefna Helga heitinn
Hér er Eiríkur að vinna að stóru málverki. Það er hrikaleg náttúra
Norður-Stranda sem þarna hefur gefið honum „tnspírasjónina**.
Jónsson, bíóstjóra, og þeir voru
betri en engir Ásgeir heitinn
Stefánsson og Eiríkur Björnsson,
læknir. Ég læt þessi 3 nöfn nægja,
en þeir voru fleiri sem sýndu mér
velvilja og hvöttu mig til dáða á
þessum árum“
Megum við eiga von á
því að Eiríkur Smith haldi
sýningu hér í Hafnarfirði á
næstunni?
„Það er aldrei að vita. Ef ég fæ
nógu myndarlegan sal til að sýna í
þá væri það tilvalið"
Er einhver mynd sem þú
hefur málað þér minnis-
stæðari en önnur?
„Nei, ég lít á þetta allt í sam-
hengi. Mín verk eru mér sem
ákveðin heild eða keðja, þar sem
enginn hlekkur er öðrum fremri. Ég
hef aldrei látið mynd frá mér með
eftirsjá. Það væri nú ljóta uppá-
koman ef ég þyrfti að grenja á eftir
hverri mynd“
Hér látum við staðar numið.
Eiríki Smith þökkum við fyrir
spjallið og ekki síður þann höfðing-
skap að leyfa okkur að prýða for-
síðu Fjarðarfrétta með listaverki
eftir sig.
HlaÐBORÐ
Laugardaginn 21. des. og á Þorláksmessu,
kl. 18 - 22, bjóðum við upp á hið árlega
jólahlaðborð.
Verð fyrir fullorðna aðeins kr. 500. -
Verð fyrir 6-11 ára börn aðeins kr. 250. -
Frítt fyrir börn yngri en 6 ára.
Veitingahúsið GAFL-INN og GAFL NESTI
þakka fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða og
óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýja
árinu.
GAFL-INN; opnunartími um hátíðarnar:_
Laugardagur 21. des. kl. 08 - 23.30
Mánudagur 23. des. kl. 08 - 23.30
Aðfangadagur lokað
| Jóladagur lokað
| 2. jóladagur lokað
Gamlársdagur kl. 08 - 13.00
Nýársdagur lokað
Alla aðra daga er opið kl. 08 - 22.00
GAFt-mn
V/RE YKJANESBRA UT, HAFNARFIROl
SÍMAR 54477, 54424