Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Side 33
FJARÐARFRÉTTIR
33
draumi af mannlausum bíl og
merki um bílslys. Þessi mynd sat í
mér og mér fannst ég geta afstýrt
þessu slysi. M.a. gerði ég mér far um
að stöðva Ijóslausa bíla og vara
ökumenn við. Skömmu síðar þurfti
sonur minn að fara á íþróttaæfingu
inn í Reykjavík, og enn skaut mynd-
inni af bílslysinu upp í hugann. Ég
bað hann að aka sérstaklega varlega
og taka ekki á sig neina króka.
Seinna um kvöldið er hringt í mig
og tilkynnt að sonur minn hafi lent
í árekstri. Ég flýti mér inn eftir og
þegar ég kem á staðinn birtist mér
nákvæmlega sama sýnin og í
draumnum. Sonur minn var
ómeiddur inni í lögreglubíl að gefa
skýrslu. Þess vegna var bíllinn
mannlaus.
Öðru sinni kom fyrirboði mér
sjálfum að gagni. Þá fannst mér að
eitthvað myndi henda mig á leiðinni
í vinnuna, en ég vann inni í Breið-
holti þá. Ég ákvað að fara samt, en
bað son minn um að aka mér. Hann
var hálftregur féllst þó á þetta með
semingi. Þegar við vorum á leið upp
í gegnum Kópavoginn komum við
þar að sem viðgerðarmenn eru að
lagfæra raflínur og laskaðan ljósa-
staur eftir slys þá um nóttina. í
sömu mund og við ökum framhjá,
skiptir engum togum að staurinn
fellur á götuna, beint fyrir framan
bílinn. Sonur minn snarhemlaði og
við stöðvuðumst rétt við staurinn.
Ég sá strax að sjálfur hefði ég ekki
haft þann viðbragsflýti sem þurfti
til að afstýra slysi, og að þetta hefði
verið atvikið sem ég fann á mér að
myndi henda mig. Ég sagði því við
son minn: „Snúðu nú við heim. Ég
fer sjálfur á bílnum í vinnuna"
Gerirðu þér grein fyrir hvert þú
sækir þennan kraft? Er það á ein-
hvern hátt skylt trúarbrögðum eða
œðri máttarvöldum?
Ég geri mér grein fyrir því að hér
eru á ferðinni utanaðkomandi öfl,
en ég tengi þau ekki ákveðnum
trúarbrögðum. En þessi kraftur er
af hinu góða og mér finnst aðal-
atriðið vera að hjálpa manninum að
finna það góða í sjálfum sér. Maður
sem ekki er sáttur við sína tilveru er
gjarn á að draga aðra niður með sér.
Sjálfur hef ég tamið mér víðsýni
í trúarbrögðum og tel þá menn
trúaða sem láta stjórnast af hinu
góða í hugsun og verki. Ég tel engin
trúarbrögð rétthærri en önnur og
með því að líta niður á trú annarra
skemmir maður sína eigin. Það
besta í öllum trúarbrögðum er jafn-
gott, og það versta jafnslæmt, t.d.
hvers kyns djöfladýrkun.
í æsku ólst ég upp á heimilum,
þar sem annars vegar var strang-
trúað hvítasunnufólk en hins vegar
spíritistar. Þá lærði ég að fara bil
beggja. Fyrir 30 árum fór ég svo að
stunda jóga, sem sprottið er úr
austurlenskum trúarbrögðum, og
þangað höfum við margt að sækja.
Jóga kennir manni að hreinsa og
styrkja hugann og hjálpar til við að
losna við hatur og reiði. Með hug-
leiðslu er á stuttum tíma hægt að ná
meiri þroska en á 30 árum án
hennar.
Hvernig hefur fjölskylda þín
tekið þessu lœkningastarfi?
Ég myndi aldrei gera þetta ef
fjölskyldan væri því mótfallin og
tæki ekki á einhvern hátt þátt í því.
En ég er flókinn persónuleiki og
það er oft erfitt að skilja mig, líkt
og það er erfiðara að skilja flókna
tónlist en einfalt lag.
Margt fleira ber á góma í spjalli
okkar við Harald. M.a. sýnir hann
okkur bunka af smásögum sem
hann hefur skrifað. Þær verða
oftast til á svipaðan hátt og lækn-
ingarnar. Einhverjar hugsanir
verða svo áleitnar að hann verður
að koma þeim frá sér á einhvern
hátt. Þá er best að setjast niður og
skrifa sögu, oftast einhverja dæmi-
sögu, þar sem hugsanirnar fá á sig
form. Mjög fáar af sögum Haralds
hafa birst opinberlega, en hann
hefur hug á að gera á því bragarbót
ef tækifæri gefst.
Viðtal við Harald Magnússon
getur samt ekki endað án þess að
minnst sé á íþróttirnar. Svo sterkur
þáttur hafa þær verið í lífi hans.
í íþróttunum hefur mér persónu-
lega tekist að upphefja kynslóða-
bilið. Starfið með unga fólkinu
hefur séð til þess. Þetta landlæga
bil milli kynslóðanna í nútímaþjóð-
féiagi er í meira lagi óæskilegt, því
alíir aldurshópar þurfa að þroskast
hver af öðrum. í íþróttunum bland-
ast hópurinn á annan hátt en víða í
þjóðfélaginu, þar sitja t.d. allir við
sama borð hvort sem þeir koma úr
fjölskyldum sem eru af háum eða
lágum stigum, ríkum eða fátækum.
Þarna hef ég eignast marga góða
vini, ef til vill þá einu sönnu, því
unga fólkið er oft hreinna og
beinna en þeir fullorðnu. Það er
mér alltaf mikil gleði þegar fulltíða
fólk segist aldrei hafa lifað ánægju-
legri ár en í hópi frjálsíþróttafólks-
ins okkar. Þá finn ég best hve mikils
virði þetta starf er og það eru mín
laun. En þetta er kostnaðarsamt
starf og án utanaðkomandi hjálpar
á því sviði hefði það aldrei gengið
svona vel. Ég vil því koma á fram-
færi þökkum til allra þeirra fyrir-
tækja sem hafa lagt okkur lið, og
get ekki stillt mig um að nefna sér-
staklega ÍSAL, Sparisjóð Hafnar-
fjarðar og Kaupfélagið.
Um leið og þessum þökkum er
komið á framfæri, þökkum við
Haraldi Magnússyni fyrir að leyfa
okkur að fá innsýn í þann þátt
starfa hans og lífsskoðunar, sem
fæstir vissu um.
VinningaríH.H.Í. 1986:
9 ákr. 2.000.000; 108 ákr. 1.000.000; 216 á kr. 100.000; 2.160 ákr. 20.000;
10.071 á kr. 10.000; 122.202 á kr. 5.000; 234 aukavinningarákr. 20.000.
Samtalsl 35.000 vinningar á kr. 907.200.000.
HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS
vænlegast til vinnings