Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Blaðsíða 34

Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Blaðsíða 34
34 FJAROARFRÉTTIR Tónlistin í hávegum höfð Þegar við heyrum Jónatan Garðarsson nefndan á nafn, koma eflaust fyrst upp í hugann ófáir útvarpsþættir um tónlist, sem hann hefur stjórnað. En hvað vitum við fleira? Vitum við að hans aðalstarf er hjá einu stærsta hljómplötufyrirtæki landsins, — að hann er einn virkasti jassáhugamaður landsins og að hann á eitt stærsta hljómplötusafn í einkaeign sem fyrir- finnst á skerinu? — Með nasasjón af öllu þessu í malnum, héldum við á fund Jónatans og leituðum nánari frétta. Fyrst forvitnuðumst við um aðal- starfið. Fjölbreytt og lifandi starf — en mjög „stressandiu Ég starfa hjá hljómplötuútgáfu- fyrirtækinu Steinum, og er reyndar meðeigandi í fyrirtækinu. Ég hef engan sérstakan starfstitil, en vinn fyrst og fremst að markaðssetningu á okkar vörum og sinni viðskipta- samböndum við erlenda aðila. — Eru mikil umsvif íplötuútgáf- untxi hjá ykkur? Fyrirtækinu hefur sífellt vaxið fiskur um hrygg og það hefur aukið umsvif sín ár frá ári, þótt sala á hljómplötum hafi verið sveiflu- kennd. Við gefum út plötur með íslenskum flytjendum, flytjum inn erlendar plötur sem við höfum um- boð fyrir og þar að auki gefum við út okkar eigin safnplötur með blönduðu efni, aðallega erlendu, sem okkur finnst höfða til markað- arins hér á landi. Þessar safnplötur hafa verið geysilega vinsælar og komið í staðinn fyrir litlar plötur, sem seljast nánast ekkert á Islandi. Það má segja að safnplöturnar hafi haldið uppi okkar útgáfu, því það er sjaldgæft að alíslensk plata skili hagnaði. Samtals hafa Steinar gefið út 143 plötur, þar af rúmlega 100 með inn- Iendum flytjendum. Núna fyrir jól- in verða plöturnar okkar heldur færri en oft áður. Okkur fannst heillavænlegra að hafa þær ekki margar, en standa þeim mun betur að útgáfu þeirra. — Hljómsveitin Mez.z.oforte er á ykkar snœrum. Er ekki stór liður í starfi ykkar tengdur henni? Það stendur heil deild fyrirtækis- ins á bak við Mezzoforte. Hún er staðsett í London og er stjórnað af Steinari Berg, stofnanda og stjórn- anda Steina. Hann annast umboð fyrir hljómsveitina, og alla samn- inga varðandi hljómleika og hljóm- plötuútgáfu hennar erlendis. Jafn- framt vinnur hann að því að koma þeim og tónlist þeirra sem víðast á framfæri. — Þarftu oftað taka áhœttusam- ar ákvarðanir í starfinu? í þessu starfi er lykilatriði að vera ávallt vel vakandi og geta tekið rétt- ar ákvarðanir á réttum tíma. Það gagnar lítið að sitja í rólegheitum og láta hlutina gerast af sjálfu sér. Maður verður alltaf að vera tilbú- inn til að skipta um skoðun og breyta fyrirfram gerðum áætlunum fyrirvaralaust, eftir því hvernig vindarnir blása á markaðnum. Þessu má einnig líkja við fjár- hættuspil, þar sem miklir fjármunir eru í húfi og stundum geysiháar fjárupphæðir Iagðar undir. Það er því augljóst að starfi í þessum „bransa“ fylgir meiriháttar „stress“. Á Rás 2 vinnur samstilltur hópur — Nú ert þú sennilega þekktastur fyrir störf þín að útvarpsþáttum. Hvernig atvikaðist það að þú fórst að koma fram á þeim vettvangi? Ætli það hafi ekki verið árið 1978, sem Guðmundur Árni Stef- ánsson hafði samband við mig og bað mig að fjalla um sögu jassins í þætti sem hann var með í útvarpinu um þetta leyti. Þetta áttu að vera 5 mínútna innskot í þættina og raun- ar fannst mér þetta fáránleg hug- mynd, en ég lét samt tilleiðast. Ég festist í þessum tónlistarinnskotum og tók þá einnig fyrir rokktónlist, diskó og kántry. í framhaldi af þessu bað tónlist- arstjóri útvarpsins, Þorsteinn Hannesson, mig að annast sjálf- stæða þætti um Country- og West- ern tónlist á laugardagskvöldum. Ég var til í að prófa þetta, og þannig varð þátturinn „Hlöðuball“ til. Mér er minnisstætt að þegar taka átti upp fyrsta þáttinn var ég næstum mállaus eftir aðgerð á nefi, en ég lét það ekkert á mig fá og allt gekk stórslysalaust. Upphaflega átti „Hlöðuball" aðeins að vera á dagskránni eitt sumar, en þetta sumar varð að 2-3 árum. Á þéssum árum var ég fenginn til að vinna hina og þessa aukaþætti, og um þetta leyti fór ég að skrifa um popptónlist í dagblöð, fyrst í Þjóð- viljann og síðan Vísi. Þetta voru bæði plötudómar, greinar og viðtöl við jass- og popptónlistarmenn. — Hvað er þér minnisstœðast úr hlaðamennskunni? Eitt minnisstæðasta viðtalið var við Bubba Morthens. Það var tekið skömmu áður en fyrsta platan hans kom út og hann því óþekktur. Samt vakti þetta viðtal þó nokkra athygli. Ég man líka eftir tveimur viðtöl- um við útlendinga sem ég þurftiað hafa mikið fyrir. Fyrra viðtalið var við hljómsveitina Clash, sem var hér með hljómleika. Það tók mig 5 tíma að fá þá í viðtal og þegat það Ioks tókst var klukkan 3 að nóttu. Eftir að viðtalinu var lokið notaði ég það sem eftir lifði nætur til að vinna það og síðan birtist það í blaðinu sama dag. Hitt viðtalið var við jassistann fræga, Stan Getz. Hann var óhemju erfiður og nánast vonlaust að tjónka við hann. En ég gaf mig ekki og þegar ég sá hann skreppa út í hléi á tónleikum sem hann hélt hér, til að fá sér frískt loft, laumaðist ég á eftir honum. Hann virti mig ekki viðlits í fyrstu, en þegar ég sagðist hafa verið á tón- leikum sem hann hélt í Frakklandi, fór örlítið að lifna yfir honum. Ég fór þá að vitna í tónlist hans og tón- listarmenn sem Ieikið höfðu með honum þar. Þá lokst gaf karlinn sig og viðtalið varð til. — Þú hefur verið viðloðandi Rás 2 frá upphafi. Segðu okkur frú því. Þegar Rás 2 tók til starfa, hafði ég fyrir skömmu verið með fastan þátt í útvarpinu og var ákveðinn í að taka mér langt frí frá útvarps- þáttagerð og blaðaskrifum. Ég var kominn með fjölskyldu og langaði til að geta eytt meiri tíma með henni. En þá hringdi Þorgeir Ást- valdsson og bað mig að sjá um vikulegan þátt um reggietónlist í svo sem eins og einn mánuð. Ég féllst á þetta og hófst handa við gerð þáttanna. En þetta varð langur mánuður. Eftir 15-16 þætti um reggie-tónlist, tóku við aðrir um blús, rythma-blús og jassrokk, og áður en varði var liðið heilt ár. Síð- an var ég tæpt ár í viðbót með fleiri þætti um reggie-tónlistina. Síðastliðið vor settumst við svo niður, ég og Gunnlaugur Sigfússon, og lögðum drögin að „Poppgát- unni“, sem síðan hóf göngu sína fyrir nokkrum vikum og á að standa fram á næsta ár. — Finnurðu mun á að starfa við Rás 2 og Rás 1? Það er heilmikill munur, og hann er Rás 2 í hag. Þar er skemmtilegur og samstilltur hópur starfsfólks sem gaman er að vinna með, og oft hittumst við þáttagerðarmenn þar og röbbum um sameiginleg áhuga- mál yfir kaffibolla. Það er oftast nær létt yfir mönnum, þótt sam- keppni sé óneitanlega fyrir hendi. Á Skúlagötunni komst ég tæp- lega í kynni við fast starfsfólk og útvarpsstjórann sá ég aldrei. Á Rás 2 hitti ég Þorgeir í hvert sinn sem ég kem þangað. Rás 1 er meiri stofnun, í neikvæðri merkingu þess orðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.