Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Side 54
54
FJARÐARFRÉTTIR
Jón fjósi og hjólbörurnar
Smásaga eftir Sigurð Helga Guðmundsson:
Hann var kallaður Jón fjósi. Fáir
vissu af hverju. Nafnið hafði ein-
hvern veginn fest við hann og varð
ekki afmáð þó svo hann væri
opinber embættismaður. Eða ef til
vill einmitt vegna þess embættis
sem hann hafði með höndum.
Jón fjósi var enginn hvítflibba-
maður og taldist ekki til þess hóps
sem boðið er í fínar veislur eða
opinber samkvæmi þó hann hefði
embætti með höndum. Föt hans
voru alla jafna þvæld þó þau væru
ekki beinlínis óhrein og hendur og
andlit grómtekin eins og gjarnan
vill verða um líkamshluta sem sjald-
an komast í snertingu við vatn og
sápu.
Jón fjósi var opinber kamar-
hreinsari. Starfsvettvangur hans var
plássið, þorp innst við fjarðarbotn
þar sem einnig mátti finna aðra
opinbera embættismenn sem Jón
taldi sig í flokki með þó lítill væri
samgangurinn. Það voru sýslumað-
ur, læknir, skólastjóri, kennari og
prestur. Þar var einnig að finna
apótek, úrsmið, tvær kaupmanna-
verslanir og kaupfélög. Jón taldi sig
eiginlega standa ofan við starfs-
menn þess flokks, enda töldust þeir
ekki til opinberra starfsmanna, að
nú ekki væri talað um iðnaðar-
menn, sjómenn og tómthúsmenn
sem annars voru all fjölmennir í
plássinu.
Tæknin hafði haldið innreið sína
í plássið með tilkomu ökutækja.
Lengi vel var Jón fjósi einn um að
hafa afnot slíks ökutækis sem
fylgdi embætti hans. Ef þú heldur
að hér hafi verið um að ræða ein-
hverja stássbifreið, þá skjátlast þér.
Slíkt verkfæri var ekki til í plássinu.
Þar fannst ekki einu sinni hest-
kerra.
Ökutækið sem hér er um að ræða
var hjólbörur.
Á hverjum morgni fyrir rismál ók
Jón fjósi þessu frábæra ökutæki
frá einu náðhúsi til annars og
tæmdi föturnar í hjólbörunar. Inni-
haldinu var síðan ekið í þró fyrir
utan þorpið. Jón tók líka að sér
gegn hæfilegu gjaldi að aka úr
þrónni á tún manna eða flög sem
voru í vinnslu og áttu síðar að verða
að iðjagrænum sléttum.
Stundum bar það við að náðhús-
in voru læst til þess að óviðkomandi
legðu þangað ekki leið sína. Ef svo
bar við kom Jón í heimsókn eftir
fótaferðatíma og gerði vart við sig,
eldhúsmegin.
Þegar komið var til dyra fóru við-
brögð Jóns nokkuð eftir því hvar sá
stóð í virðingarstiganum sem opn-
aði dyrnar. Ef það var einhver úr
hópi fyrirmanna staðarins, var
hann auðmýktin sjálf. En það voru
einkum kamrar slíkra manna sem
voru þannig útbúnir að þeim mætti
læsa. Jón hneigði sig þá auðmjúk-
lega og sagði: „Það er vandræða
ástand, vandræða ástand". Ef þessi
ræða skildist ekki krunkaði í hon-
um um leið og hann sagði: „Það er
náðin, það er náðin. Það er ólag á
náðinni". Lengra fékkst hann ekki
til að fara í lýsingu sinni á erindinu.
Ef það var vinnukona eða krakki
sem til dyra kom, krunkaði stutt-
aralega í honum: „Það er loka á
náðinni".
Embættisfarartæki Jóns fjósa
var í notkun hvern einasta dag. Það
var því ekkert undarlegt þó það léti
á sjá. Enda lagðist þar allt á eitt,
mikil og stöðug notkun, harkaleg
meðferð og óvönduð smíði í upp-
hafi.
Jón veitti þessu að vísu athygli og
hafði áhyggjur af. En ráð kunni
hann engin. Það var ekki auðvelt að
leggja í slíka fjárfestingu, jafnvel
fyrir opinbera embættismenn. Það
var annar kaupmaðurinn sem hafði
orð á því við Jón að ökutæki hans,
og í raun hjartans vinur, væri orðið
lasburða. Jón fjósi hryggðist við
þessa ræðu og taldi illa komið sín-
um málum, en úrbætur ekki auð-
fundnar.
Kaupmaður hafði orð á því að nú
væri komið annað ökutæki í byggð-
arlagið því kaupfélagið hefði orðið
sér úti um hjólbörur til að flytja í
vörur til viðskiptamanna.
„Minnstu ekki á þá dýrðþ mælti
Jón fjósi. „Þær eru hreinasta þing.
Grænmálaðar og fernisbornar og
kostuðu fimmtíu krónur hjá Guð-
mundi snikkaraí*
Kaupmaður taldi að vísu að það
væri mikið fé en hugsa mætti til
annarra ráða. „Hefur þér aldrei,
Jón minn, flogið í hug að halda þín-
um börum undir kaupfélagsbör-
urnar. Þér er án efa kunnugt um
hversu vel tókst til hjá lækninum
þegar hann lét halda Skjöldu undir
kaupfélagsbola. Útkoman var
kostagripur eins og þú veist. Ég skal
meira að segja borga fyrir þig toll-
inn ef vel tekst til“
Andlitið á Jóni fjósa varð ein
augu við þessa ræðu kaupmanns,
en hann sagði ekkert. Gekk aðeins
hugsandi leiðar sinnar.
Síðar um daginn kom Jón fjósi
að pakkhúsi kaupfélagsins þar sem
hjólbörur þess voru geymdar. Jón
nam staðar við gaflinn undir pakk-
húsveggnum og hvolfdi þar hjól-
börum sínum á grúfu. Hann leit
laumulega í kringum sig og tók því
næst hjólbörur kaupfélagsins og
fór að hnika þeim utan í sínar. Ekki
reyndist honum þó auðvelt að finna
réttu aðferðina og góða stund var
hann að bauka við hjólbörurnar.
Svo hagaði til að skrifstofur
kaupfélagsins voru í húsi beint á
móti pakkhúsinu. Stefáni kaupfé-
lagsstjóra hafði orðið litið út um
gluggann á skrifstofu sinni og séð
til ferða Jóns.
Þegar hann var enn að bauka við
hjólbörurnar hálftíma síðar gat
hann ekki stillt sig um að taka Jón
tali til að svala forvitni sinni.
Jón fjósi greindi kaupfélags-
stjóra greiðlega frá erindi sínu og
gat um loforð kaupmanns að greiða
tollinn.
Stefán sagði Jóni að slíkar kosta-
börur sem kaupfélagsbörurnar
væru hlytu að vera búnar að fylja
börur hans eftir svo marga hnykki.
Skyldi hann því fara rólegur heim til
sín og fara vel með börur sínar
næstu sex vikurnar sem væru
venjulegur meðgöngutími. Þegar
að því kæmi að þær köstuðu skyldi
hann svo ræða við sig á nýjan leik.
Um það bil sex vikum síðar gerð-
ist það þegar Jón kom á fætur til að
hefja sín venjulegu morgunstörf að
hjólbörurnar voru kastaðar. Við
hlið þeirra voru nú spánýjar börur,
blámálaðar og hin besta smíð.
Strax og þess mátti vænta að
kaupfélagsstjóri væri kominn á
fætur flýtti Jón fjósi sér á fund
hans og greindi honum frá viðburð-
um næturinnar, að börur sínar
hefðu kastað um nóttina fullvöxn-
um hjólbörum. Stefán kaupfélags-
stjóri óskaði honum til hamingju
með nýju börurnar og bað hann
jafnframt að taka fyrir sig reikning
til kaupmanns fyrir tollinn.
Jón var fús til þess og flutti kaup-
manni reikninginn um leið og hann
sýndi honum nýju börurnar.
Kaupmaður opnaði umslagið
með reikningnum sem ritaður var á
prentað reikningseyðublað sem
ætlað var fyrir þá sem annars nutu
þjónustu kaupfélagbola. Strikað
hafði verið yfir orði nautstollur og
sett í staðinn hjólbörutollur
kr. 50.00. Greiðsla óskast send
Guðmundi snikkara við fyrsta
tækifæri.
Kaupmaður taldi sér skylt að
greiða reikninginn og afkvæmið
undan hjólbörum Jóns fjósa og
kaupfélagsins þjónaði vel hlutverki
sínu við hreinsun á náðhúsum
bæjarbúa þau tvö ár sem Jón fjósi
átti eftir ólifuð.