Börn og menning - 01.04.2002, Side 4

Börn og menning - 01.04.2002, Side 4
BÖRN OG mENN|N6 r 1 Margrét Örnólfsdóttir: Mér fínnst... ... ég búa að svo mörgu sem ég upplifði sem bam og unglingur. Auðvitað var maður hrifnæmari og áhrifm urðu kannski varanlegri en af ýmsu sem síðar rak á fjörur manns. Þannig þekkti ég Alfinn álfakóng og Dísu Ijósálf jafn vel, ef ekki betur, en marga nákomna ættingja mína og get enn séð fyrir mér í smáatriðum myndimar úr bókunum og munað þær tilfinningar sem sögurnar vöktu hjá mér. Chaplin var ástkær íjölskylduvinur sem við heimsóttum í Hafnarbíó af og til þar sem við tókum þátt í gleði hans og sorgum. Ég gleymi heldur aldrei þegar ég sá Öskubusku Walt Disneys í Gamla bíói. Þetta var ævintýraveröld fullkominna lita, þokkafullra hreyfmga og töfratóna og ég fékk að njóta dásemdarinnar í rúman klukkutíma og síðan áfram lengi vel í dagdraumum mínum. Ég man líka eftir því þegar ég heyrði einhverja tónlist í fyrsta skipti, eitthvað gómsætara en karamellur, áhrifameira en Dettifoss eða jafn dularfullt og Grimms ævintýri. Þetta eru auðvitað forréttindi bemskunnar að fá sífellt að kynnast einhverju splunkunýju og íramandi sem vekur hjá manni nýjar og áður óþekktar tilfmningar. En mér var líka mikilvægt að mínir nánustu væru á einhvem hátt samferða og þátttakendur í uppgötvunum mínum. Ég fékk helmingi meira út úr því að fara með foreldrum mínum að sjá Sjö Samúræja eftir Kurosawa en ef ég var keyrð í þrjúbíó með pening í vasanum til að kaupa lakkrískonfekt. Ég hafði þörf fyrir að fá samþykki þeirra eða jafnvel rökræða ef við vomm ósammála um ágæti hlutanna. Þegar ég leyfði pabba að heyra nýja plötu með Electric Light Orchestra móðgaði hann mig herfilega með því að kalla þá eftirlíkingu af Bítlunum. Hins vegar urðu orð hans til þess að ég hlustaði, þó fúl væri, eftir þessu og skildi hvers vegna honum fannst það, þótt það breytti ekki hrifningu minni á ELO. Þannig tók ég persónulega afstöðu, stóð með mínum mönnum, og pabbi gat haldið áfram að taka Bítlana fram yfir þá fyrir mér. Þetta held ég að sé mjög mikilvægur þáttur að foreldrar séu áhugasamir bæði um það sem bömin em að upplifa og ekki síður að þeir beini sjónum og öðrum skilningarvitum bamanna að ýmsu sem ekki er endilega víst að þau hafí forsendur til að sækjast eftir sjálf. Þá er ég alls ekki að gera lítið úr mikilvægi þess að böm fái að eiga sitt í friði, en það er hins vegar ekki meðfætt neinni manneskju að vita nákvæmlega að hveiju hún er að leita. Þetta er eitthvað sem fólk er smátt og smátt að komast að meira og minna ævina á enda, hvar smekkur og áhugamál þess liggur, eitthvað sem tekur sífelldum og oft óvæntum breytingum. Hinsvegar er ekkert verra að hjálpa til og leiðbeina án þess að taka stjómina og án fordæmingar á því sem eðlilega rekur á fjörur bamsins. Nú langar mig alls ekki til að gerast algjör dómari og böðull yfír þeirri fjöldamenningu sem óhjákvæmilega dynur á bömunum okkar og það af mun meiri krafti og í meira magni en nokkm sinni. En það er ekkert sjálfgefíð að litlar stúlkur séu hrifnar af bikiníklæddum gyðjum sem dilla sér eggjandi með gloss á vör og syngja um sínar innstu kenndir. Coca-Cola er mest seldi drykkur í heimi en það þýðir ekki að hann sé bestur. Böm og unglingar em orðinn markaðshópur sem ffamleiðendur reiða afkomu sína að stómm hluta á. Stúlkan á bikiníinu er ekki bara mikilvæg fyrir hljómplötuútgefendur heldur fylgir henni fatatíska, gosdrykkur og ákveðið lífsviðhorf sem reynt er að koma fjöldanum upp á. Að baki liggur sterk og þrælútpæld markaðssetning og markhópurinn er bömin okkar. Það er allt í lagi að drekka Coca-Cola stundum en það hljóta allir að vera sammála um að það getur ekki verið gott í öll mál. Ég mæli því með að við gefúm börnunum okkar berjadjús og klakavatn með sítrónu í bland, jafnvel kamillute með hunangi. Höfundur er tónlistarmaður. 2

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.