Börn og menning - 01.04.2002, Qupperneq 5

Börn og menning - 01.04.2002, Qupperneq 5
BÖRN OG /v\ENN|N6 Úr kyrrstöðu orðanna í hreyfíngu á hvíta tjaldinu Sólargeislarnir endurköstuðust frá snjónum þegar tekið var hús á Guðmundi Olafssyni rithöfundi og leikara. Guðmundur tók brosandi á móti Brynju Baldursdóttur, bauð til stofu og hellti tei í bolla. Hann var meira en fús að svara nokkrum spurningum um bœkur sínar, þó sérstaklega bókina Emil og Skunda og kvikmyndina Skýjahöllina sem gerð var eftir sögunni. Heimabyggðin heillar Bemskubrek og barnaleikir á Ólafsfirði urðu Guðmundi Ólafssyni rithöfundi og leikara ótæmandi uppspretta efnis í barna- og unglingabækur síðar á ævinni. Ólafsfjarðar gætir víða í sögum hans, Klukkuþjófurinn klóki sem kom út 1987 á að gerast þar enda byggð á æsku Guðmundar og afi Emils í bókunum um Emil og Skunda á heima á Ólafsfirði (Emil og Skundi, Emil, Skundi og Gústi og Emil og Skundi - ævintýri með afd). Eitt sinn sagði merkur gagnrýnandi við Guðmund að nú þyrfti hann að fara að losa sig við Ólafsijörð úr sögum sínum! Aðspurður sagðist Guðmundur alltaf hafa haft þörf fyrir að skrifa, sagðist oft hafa krotað eitthvað hjá sér en ekkert af því hefur verið gefið út. Jú, ein smásaga, Faðir vor, birtist í smásagnasafni móðurmálskennara, Vertu ekki með svona blá augu. Svo kviknaði hugmyndin að sögunni um Emil og Skunda. Fyrst átti hún bara að vera smásaga en óx í meðfömm og teygðist. Ekki var sjálfstraustið mikið hjá Guðmundi varðandi söguna. Hann langaði að fá álit bama sinna á henni svo hann spurði hvort hann mætti ekki lesa fyrir þau sögubrot eftir vin sinn sem ekki vildi láta nafns síns getið. Þau voru til í að hlusta, leist vel á skrifin og hvöttu „vininn“ eindregið til að ljúka sögunni. „Ég gerði það og ákvað að senda handritið inn í samkeppni Verðlaunasjóðs íslenskra bamabóka sem bókaútgáfan Vaka og fjölskylda Ármanns Kr. Einarssonar höfðu stofnað til árinu áður. Ég var afskaplega stoltur, Emil og Skundi er fyrsta sagan sem hlýtur íslensku bamabókaverðlaunin.“ Nafnið á bókinni þvældist nokkuð fyrir höfundi. Hann langaði að vera ffumlegur, finna eitthvert frumlegt og sniðugt heiti en komst svo að því að nöfnin gera ekki útslagið. „Hvað er til dæmis frumlegt við bókamöfnin Emil í Kattholti eða Kári litli og LappiT' Meðan sagan lá í handriti hjá yfirlesurum samkeppninnar var Guðmundur ekki bjartsýnn á árangur. Hann mannaði sig upp í að tala við annan útgefanda og vita hvort hann vildi ekki gefa söguna út. Útgefandanum þeim þótti ekki mikið varið í sögu um strák sem vildi eiga hund og hafnaði henni. Guðmundur fékk verð- launin og sagan varð mjög vinsæl, var prentuð aftur og aftur. „Ég hugsaði oft til hins útgefandans og vorkenndi honum, aumingja hann!“ Boðskapur í sögunum Guðmundur segist vanda sig við undirbúning sögu þegar hann hefur ákveðið tilurð hennar. Ákveður um hvað sagan á að vera og setur síðan nákvæmlega niður hvemig hún á að ganga fyrir sig. Síðan byrjar hann að skrifa: „Svo koma einhverjir útúrdúrar, köflum kippt út þar sem þeir eru óþarfir og fleira í þeim dúr. Maður skrifar bók, sögu, en eitthvað þarf að vera í henni, kannski bara það að maður hafi gaman af lífinu. Emil og Skundi er lituð af þeim tíðaranda sem ríkti á ritunartíma. Þá var mikil verðbólga, laun ekki verð- tryggð, bara lán, allir að vinna og böm með lykil um 3

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.