Börn og menning - 01.04.2002, Blaðsíða 34
BÖRN 06 /v\ENN|N6
einnig notið vinsælda hjá fiillorðnum. Margar vísanir má
þar fínna í íslenskt samfélag fyrr og síðar. Myndir
Sigrúnar Eldjárn eiga stóran þátt í fyndni og
skemmtigildi bókarinnar.
Einnig var mjög gaman að sjá hina þýddu bók /
búðinni hjá Mústafa eftir Jakob Martin Strid sem nær
fram réttu Kobenhavn-stemmningunni með nýbúum og
smorrebrodi. Ljóðin eru mörg afar galsafengin. Þó að
formið sé ekki eins vandað og í Grannmeti og átvöxtum
höfðar inntakið svo sannarlega til bama. Mústafa er
uppreisnarbókmenntir af bestu sort þar sem höfundur
gerir samsæri með lesendum sínum, bömunum, gegn
regluveldi fúllorðinna og yrkir um það sem börnum
finnst skemmtilegt: skíðabraut úr grænu hori, sokka sem
vinna óhæfuverk og þann dag þegar skólinn er fylltur
af svartri drullu. Nefna má kvæðið um froskinn sem
framdi bankarán og flúði af vettvangi eftir óvenjulegri
leið:
Froskur einn banka framdi rán
með fægðum hnífi og lærissneið
en villtist að sönnu á salemið
er sína vildi hann fara leið.
Og lögreglan barði á luktar dyr
í laganna nafni, en því miður:
Að froskinum sótti sturlan stór
og hann sturtaði sér bara niður. (6)
Fantasíu- og þjóðsagnabœkur
Eins og bent hefur verið á hefur endurvinnsla á
þjóðsagnaarfi verið algeng í íslenskum barnabókum
undanfarin fimm ár eða svo. í grein í greinasafninu
Raddir barnabókanna hefur Þuríður Jóhannsdóttir tengt
þetta við almennt póstmódemískt ástand þar sem borgin
og nútíminn eru kosmos en náttúran og fortíðin kaos
sem böm/unglingar þurfa að kynnast til að ná þroska.
Sjáumst aftur eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur er góður
fulltrúi þessara sagna í ár; dulræn saga með
þjóðsagnaívafi. Um leið er hún „sögulega skáldsagan“ í
hópi bamabóka í ár. Þroskasaga ungrar stúlku, Kötlu, er
fléttuð saman við athyglisverðan fróðleik um sögu
Vestmannaeyja, dulræna reynslu í fortíðinni og
dularfullt mál í núinu. Hún kemst þannig einnig nálægt
því að vera glæpasaga fyrir börn þó að glæponinn sé nú
hvorki með ör né ilsig. Lesendur fræðast heilmikið um
Vestmannaeyjar og sögu þeirra, allt frá Tyrkjaráninu á
17. öld til gossins í Heimaey 1973. Sýnir Kötlu em
einkum frá 19. öld og þar af leiðandi kemur mestur
fróðleikur fram um lífíð í Vestmannaeyjum á þeim tíma
sem er áhugaverður fyrir unga og gamla lesendur.
Raunsæi
40 vikur eftir Ragnheiði Gestsdóttur er næm og vel
gerð lýsing á meðgöngu Sunnu sem er að ljúka 10. bekk
og verður ófrísk eftir partýstand eftir samræmdu prófin.
Þessi saga nær að vera mjög spennandi þó að í sjálfu sér
gerist ekki annað en Sunnu er fylgt eftir í gegnum
meðgönguna. Sunna stendur uppi sem hetja í bókarlok;
búin að eignast bamið en lætur það ekki hindra sig í að
fara í framhaldsskóla. Hins vegar er þetta engin
harmsaga; þó að pabbinn láti sig óléttuna litlu varða
fyrst í stað nýtur Sunna hjálpar ijölskyldu sinnar. Hér er
gerð tilraun til að sætta tvenns konar hugmyndir, annars
vegar að ólétta unglingsstúlkna sé eitthvert ægilegt
samfélagsmein og hins vegar þegar barneignir og
hjónabönd unglinga em vafín inn í þykkt sykurfrauð og
allt bjargast með bæninni. Þessi ólétta er vissulega erfið
en samt blessun eins og öll böm em og hvorki slegið í
né úr.
Niko eftir Önnu Gunnhildi Ólafsdóttur er
athyglisverð saga um dreng sem á heima í Sarajevo
þegar borgarastyrjöld brýst þar út. Niko kemur að
lokum til íslands sem flóttamaður. Þetta er saga með
ákveðinn tilgang, tekist er á við þá staðreynd að fjöldi
íslenskra bama er af erlendum uppruna og á sér aðrar
minningar og aðra reynslu en íslensk böm. Tilgangurinn
er að auka skilning íslenskra barna á hlutskipti
aðkomumanna hér á landi (eins og tekið er fram í
eftirmála sem stílaður er á lesendur) og sem slík er hún
merkileg og áhugaverð.
í Mánaljósi eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur er
ansi skemmtileg saga. Þríburamir ísabella, Iris ína og
Júlíus eru send í sumarfrí til ömmusystur sinnar sem er
gamall hippi og býr í kommúnunni Mánaljósi í
Kaupmannahöfn. Þríburamir eiga allar þær veraldlegu
32