Börn og menning - 01.04.2002, Blaðsíða 26

Börn og menning - 01.04.2002, Blaðsíða 26
BÖRN 06 /v\ENN|NG les fyndna og skemmtilega bók les örugglega fleiri bækur. Það hlýtur í og með að vera tilgangur okkar, sem viljum halda bókum að bömum, að kveikja lestrar- fíknina! - Auk þess getur leynst heilmikið vit í vitleysunni, eins og ég hef vonandi náð að rökstyðja. Vertu þú sjálfur Ég held að mikilvægt sé að hafa í huga, þótt það pirri kannski foreldra sem fyrir löngu hafa týnt niður vitleysuþörfínni, að öllum bömum er hollt að ganga í sitthvomm sokknum og alltof stórum skóm í smátíma og tileinka sér svolitla Línu langsokks heimspeki. Storka skipulaginu og norminu. Og nú ætla ég ekki að vitna í Nietzsche heldur poppgrúppuna Síðan skein sól sem syngur um nákvæmlega það sama og fyndnu bækumar: Vertu þú sjálfur, gerðu það sem þú vilt. Vertu þú sjálfur, eins og þú ert. Láttu það flakka, dansaðu í vindinum. Faðmaðu heiminn, elskaðu. Vertu þú sjálfur, er akkúrat það sem Kristín Helga, Auður, Guðbergur - og Astrid heitin, skrifa um. Ef maður vill liggja uppi á borði meðan maður borðar og hafa diskinn á stólnum, eins og Lína, þá er það ágætt, maður verður alveg jafn saddur en að auki áttar maður sig á því hvers vegna hitt er normið, það er hreinlega þægilegra. (Einhverjum kann að finnast þetta borðhald vitlaust en ég veit hins vegar af eigin reynslu að þegar maður er 5 ára bragðast maturinn miklu betur ef maður situr ekki við borðið heldur undir því eða uppi á eldhússinnréttingu). - Ég er ekki að boða eitthvert allsherjar agaleysi heldur uppátektarsemi og tilrauna- þrá í anda viturlegu vitleysu bókanna. Ég hef það nefnilega á tilfinningunni að það verði sífellt mikilvægara að bamabækur séu fyndnar og vitlausar, bjóði upp á ævintýraheim, fantasíur, farsa, absúrdisma, vitleysu og bull, svona hluti sem reyna á ímyndunaraflið og sköpunargáfuna og teygja heiminn og toga í allar áttir. Skoði maður daglegt líf bama í dag verður það skipulagðara með hverjum deginum, skóladagurinn er að lengjast (sem út af fyrir sig er ágætt), en eftir skóla taka við skipulagðar tómstundir - skipulagðar af fullorðnu fólki, og vilji börnin leika sér úti geta þau gert það á skipulögðum leiksvæðum. Raunvemleg böm glíma við nákvæmlega sama vanda og Silfurbergsþríburamir hennar Kristínar Helgu. Þau þurfa að læra að slaka á, ganga um berfætt og símalaus og skapa sín eigin ævintýri. Skipulagið er að drepa ímyndunaraflið enda kannast líklega allir foreldrar og kennarar við þessa setningu í dag: „Hvað á ég að gera?“ Böm sem lifa eftir skipulagi reglustikna og stundataflna þurfa alvarlega á bulli og vitleysu að halda til að halda sönsum. Svona að lokum: Ég held sem sagt að þær bækur sem hér geta flokkast sem fyndnu bækumar séu mjög mikilvægar og oft vanmetnar. Þótt einhverjum fínnist íslenskar bamabókmenntir fíflaskapur má ekki gleymast að vitleysan er viturleg. Næst þegar maður heyrir einhvem slengja þessu fram og agnúast út í bullið þá ætti maður að vorkenna honum í stað þess að samsinna, því viðkomandi þjáist augljóslega af hörgulsjúkdómum vegna skorts á æ-vítamíni, ævintýravítamíninu sem er svo mikilvægt en við gleymum gjaman að taka eftir að samfélagið skilgreinir okkur fullorðin. Ég ætla að enda þetta á ljóðinu hans Þórarins Eldjáms úr ljóðabókinni Grannmeti og átvextir: EKKI ER ÖLL VITLEYSAN EINS Vitleysan er voðaleg ef verður hún of litlaus alvarleg og örg og treg og ekki bara vit-laus. Vitleysan er viturleg og vel tekst henni að ríma ef hún rambar réttan veg á réttum stað og tíma. Vitleysan er víst til meins en verður líka að gagni. Hún er sem sagt ekki öll eins að efni, stíl og magni. Höfundur er ritstjóri tmm. 24

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.