Börn og menning - 01.04.2002, Side 29
BÖRN OC mENN|N6
Tíðindi
Doktor í barnabókmenntum
Nýverið varði Anna Heiða Pálsdóttir doktorsritgerð
sína í bamabókmenntum við enskudeild University
College Worcester á Englandi í samvinnu við Coventry
University. Leiðbeinendur voru dr. Sigrún Klara
Hannesdóttir, sem tók við stöðu landsbókavarðar 1. apríl
sl. og dr. Jean Webb, dósent við University College
Worcester og forstöðumaður rannsóknarnámsdeildar
háskólans. Tilkvaddir sérfræðingar voru Silja
Aðalsteinsdóttir, bókmenntafræðingur og Tony Watkins
firá The University of Reading. Andmælendur vom dr.
Peter Hunt, prófessor við Cardiff University í Wales og
dr. David Roberts frá enskudeild UCW, sem nú er
yfirmaður enskudeildar The University of Central
England í Birmingham.
Ritgerðin ber yfirskriftina „History, Landscape and
National Identity: A Comparative Study of
Contemporary English and Icelandic Literature for
Children.“ Teknar voru fyrir 43 enskar og 43 íslenskar
bamabækur, aðallega frá árunum 1970-1999, og skoðað
hvemig þjóðerniskennd endurspeglast í þeim,
sérstaklega í landslagslýsingum og afstöðu sögupersóna
til umhverfisins. Þá var einnig litið á hvemig saga
hvors lands fyrir sig, Englands sem fv. nýlendusinna og
íslands sem áður laut stjóm Danaveldis, hefur áhrif á
þjóðemiskennd landsmanna og viðhorf til annarra þjóða
eins og það kemur fram í bamabókum. Fyrri rannsóknir
á þjóðemiskennd í bamabókum hafa einkum beinst að
beinni tilvísun til þjóðemis en þessi rannsókn leitast
eftir að draga fram hið ósýnilega. Rannsóknin naut
styrks frá rannsóknarnámssjóði RANNÍS og ORS
(Overseas Students Research Fund) í Bretlandi. Þetta er
fýrsta doktorsritgerð um íslenskar bamabókmenntir svo
vitað sé.
Anna Heiða lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum
í Reykjavík 1976. Hún rak tískuverslunina Partý í
Reykjavík í meira en áratug en sneri aftur til náms, lauk
BA-prófi í ensku frá Háskóla íslands 1996 og MA-prófi
í enskum bókmenntum frá Háskóla íslands 1999, en
hluta af því nárni tók hún við The University of
Liverpool á Englandi. í millitíðinni starfaði hún sem
ritari í Mjólkursamsölunni í Reykjavík. Hún skrifaði
bamabókina Galdrastafir oggræn augu (1997) og þýddi
Gyllta áttavitann (2000) og Lúmska hnífinn (2001) eftir
Philip Pullman. Þá hefur Anna Heiða m.a. skrifað
fræðigreinar og flutt fyrirlestra um bamabókmenntir og
kennt skapandi skrif við Endurmenntunarstofnun H.I.,
auk þess sem hún heldur úti vefsíðu um Harry Potter
(www.mmedia.is/ah/harry.htm). Hún er formaður Bama
og bóka, íslandsdeildar IBBY-samtakanna.
Foreldrar Önnu Heiðu em Páll S. Pálsson, hrl. f. 29.
janúar 1916, d. 11. júlí 1983 og Guðrún Stephensen,
kennari, f. 11. maí 1919. Anna Heiða er gift Hilmari
Ævari Hilmarssyni, f. 12. febrúar 1958, tölvusérfræðingi
hjá Streng, og eiga þau tvö böm, Sigríði Astu, f. 1983 og
Hilmar Ævar, f. 1988.
Anna C. Leplar myndskreytir Biblíu fyrir börn
hjá bókaforlaginu Dorling Kindersley
Breska bókaforlagið Dorling Kindersley gefur út á
þessu ári myndskreytta Biblíu fyrir börn sem Anna
Cynthia Leplar myndskreytir. Anna Cynthia er
íslenskum bamabókalesendum að góðu kunn enda hefur
hún myndskreytt fjölda bamabóka sem út hafa komið
hérlendis. í þessari útgáfu er textinn endursagður á
líflegan hátt og hafður á einföldu máli. Réttri tímaröð
atburða í Biblíunni er fylgt og er ein saga fyrir hvem dag
ársins. Þannig hefst Biblían 1. janúar á sköpunarsögunni
og síðan fylgir ný saga fyrir hvem dag ársins.
Anna Cynthia segist hafa haft mjög gaman af þessari
vinnu en hún hafi einnig verið krefjandi, vinnan tók alls
urn tvö ár og em myndir á hverri síðu. Hún hafði ávallt
aðgang að sérfræðingum í Biblíunni og kom margt
forvitnilegt í ljós. Þannig gat hún t.d. ekki haft Jesúbamið
liggjandi í jötu þegar vitringamir þrír komu. Hún varð að
ganga út frá nýjustu rannsóknum sem sanna það að Jesú
var á öðm ári þegar vitringamir loks mættu!
Samið hefur verið um útgáfú Biblíunnar á Bretlandi, í
Bandaríkjunum og Þýskalandi og hefur bókaforlag
hérlendis einnig sýnt Biblíunni áhuga. Vonandi geta því
íslensk böm notið þess að fletta þessari viðamiklu útgáfu
áður en langt um líður.
27