Börn og menning - 01.04.2002, Blaðsíða 27

Börn og menning - 01.04.2002, Blaðsíða 27
BÖRN OG /v\ENN|N6 Kristín Ragna Gunnarsdóttir: Innihaldsríkt útlit Bœkur höfða mismikið til okkar við fyrstu sýn. Höfundarnafn og titill geta vegið þungt en hönnun bókarkápu hefur einnig mikil áhrif Góð bókarkápa sker sig úr fjöldanum og er ein sterkasta auglýsing bókarinnar Hún er andlit verksins og gefur fýrirheit um efnistökþess og stíl. Myndmál, leturmeðferð og litaval eru notuð til að koma vissum skilaboðum á framfœri um bókina og markhóp hennar. Þegar best tekst til myndar útlit kápu og bókar heildstœðan ramma utan um textann og kallast á við hann. Ég skoðaði útgáfu á íslenskum bamabókum síðastliðins árs út frá samspili bókarkápu og texta. NS mínu mati stóðu þrjár bækur upp úr að öðmm ólöstuðum. Verkin sem um ræðir em, Sagan af Pomperipossu með langa nefið, Lísa og galdrakarlinn í Þarnæstugötu og Niko. Bókakápur þeirra eiga það sameiginlegt að vera vel hannaðar, vekja athygli og gefa ýmislegt til kynna um innihald bókanna. Sagan af Pomperipossu með langa nefið er myndabók. Format bókarinnar er á þverveginn og myndbygging kápunnar er athyglisverð því brugðið er út af algengri miðjusetningu. Galdrakerlingin Pomperi- possa stendur dökklædd til hægri á bleikum bakgmnni. Hún lokar kápunni á ógnandi hátt. Skærbleiki liturinn vekur eftirtekt og er skemmtileg andstæða illu nomarinnar. Hið langa nef kerlingar skagar út í opið rými og fær við það aukið vægi. Nefið lengist í hvert sinn er Pomperipossa galdrar og á kápunni hefur það svigrúm til þess. Titill bókarinnar skapar sterka grunnlínu neðst á kápunni. Hann er undir öðmm fæti söguhetjunnar, klunnalegur og svartur eins og hin myrka Pomperipossa. Glettin teikningin er í anda frásagnarraddar bókarinnar. Ef vel er að gáð sjást grimm augu og tennur á skóm Pomperipossu. Þetta gefur skaplyndi eigandans til kynna og vísar í söguþráðinn. Pomperipossa breytir öllum er á vegi hennar verða í hlut eða dýr, ketil eða kött. Á bakhlið kápunnar er vignetta af stundaglasi og plöntu. Myndin skapar spennu og vísar í tímann. Pomperipossa breytist í stein í sögulok en verður samt eins og hún á að sér að vera, einu sinni á ári. Og þá er best að vara sig. Þetta er vel hönnuð bók og kápan dregur lesandann inn í ævintýrið á sama hátt og skógurinn lokkar fómarlömbin til Pomperipossu. Lísa og galdrakarlinn í Þarnæstugötu er saga með bókmenntalegum skirskotunum, eins og titillinn gefur til kynna. Þetta ber hin ævintýralega bókarkápa með sér. Myndskreytingin er stórskemmtileg og á heiðurinn að því að kápan fangar athygli manns. Sérstakt andrúmsloft hennar hæfir sögunni og vekur forvitni á persónum bókarinnar. Aðalsöguhetjan, Lísa, stendur í forgmnni og horfir til okkar óömgg og hálf biðjandi. Hún er nýstrokin að heiman, komin á ókunnar slóðir og fær lesandann með í för. Lísa stendur vinstra megin á 25

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.