Börn og menning - 01.04.2002, Qupperneq 24
BÖRN 06 /aENN|N6
amma, hippar, uppar og hommar. Allir eru samt
eðlilegur hluti mannlífsins og Kristín Helga passar sig á
því að ofskýra ekki, enginn er rifínn út úr hópnum og
bent á hann sem öðruvísi. Sagan fer mjög leynt með það
hvað hún er „politically correct“.
Vitleysan er alveg íjarskalega viturleg.
Enn meiri vitleysa
Þetta er, held ég, í fyrsta sinn sem ég sé
hárgreiðsluhomma í íslenskri bamabók. í bók Auðar
Jónsdóttur Algjört frelsi kemur fyrir tískulögga sem er
af sama sauðahúsi og reyndar hárgreiðsludvergur líka
með Presley hár. I bókinni er auk þess talandi hundur og
afí sem hegðar sér eins og erfíðasti unglingur.
Hundurinn er gáfaðasta persóna bókarinnar og í raun
fulltrúi hinna fúllorðnu, þeirra sem alltaf em tilbúnir að
siða til og leiðrétta og láta stjómast af tómri skynsemi og
rökhyggju - sem reyndar kemur sér stundum vel þegar
trippi eins og Tinna trassi og afi unglingur eiga í hlut.
Eins og Kristín Helga skrifar Auður gegn þeim sem
vilja steypa alla í sama mót og þótt vitleysan sé kannski
ennþá meiri en hjá Kristínu Helgu, kannski af því hún
stígur lengra út fyrir raunheiminn, er boðskapur
umburðarlyndisins þó settur fram með mun skýrari
hætti, eða eins og segir í bókinni: „Litlar stelpur mega
hafa sæta bamabumbu, gömlu fólki er eðlilegt að hafa
hmkkur og hundar eiga að hafa skott; náttúran gaf þeim
rófu, rétt eins og trýni. Öllum er frjálst að vera eins og
þeir vilja. Og fólk á ekki að þola stríðni, einelti, áreiti,
kúgun eða hæðnislegar augngotur fyrir útlit og
klæðaburð."
Og svo ég minni aftur á þessa stórkostlegu
hugarfarsbreytingu frá minni æsku þá er Tinna trassi
búsett hjá einstæðri móður sem alltaf er í vinnunni. Hún
hefur litla hugmynd um pabba sinn, veit hvorki hvað
hann gerir né býr, en lætur það nú ekki mikið á sig fá.
Aðalatriðið er að nýta aðstæðumar á jákvæðan hátt. Þetta
er sama lífsviðhorf og hjá Línu langsokk sem segir:
„Mamma mín er engill og pabbi minn er negrakóngur,
það em svei mér ekki öll böm sem eiga svo fína
foreldra."
Yrsa Sigurðardóttir er aftur á móti nær farsanum með
hefðbundnum ærslum og misskilningi í bók sinni B 10,
sem fjallar um fermingarstúlku sem reynir að skara
fram úr í kristilegri hegðun. Stúlkan ætlar sér það
einfalda markmið að halda öll boðorðin tíu til að vinna
sér inn ferð til Parísar. Það skyldi maður ætla að væri
einfalt mál fyrir 13 ára barn en að sjálfsögðu mistekst
henni hrapallega. Höfundur finnur meira að segja leið til
að láta hana brjóta boðorð nr. 5 og 6, sem þið vitið
náttúrulega að em „þú skalt ekki morð fremja“ og „þú
skalt ekki drýgja hór“, án þess þó að ungum lesendum
sé misboðið.
Samkvæmt skilgreiningu bókmenntaffæðinnar sýnir
farsinn mannlega breyskleika, afleiðingar þeirra og
leiðréttingu. Kannski má segja að saga Yrsu sýni að það
er sama hversu göfug markmið við höfum, manneskjan
hefur alveg ótmlega sterka tilhneigingu til að klúðra
hlutunum. Auðvitað greiðist síðan úr flækjunum sem er
ekki bara einkenni farsans, heldur fullkomlega í takt við
íslenska mottóið: „Æ, það reddasf‘. Allt leysist á besta
veg í lokin þegar gáfaða litla systirin, sem gegnir
svipuðu hlutverki í sögunni og talandi hundurinn hjá
Auði Jóns, kemur hugmynd Hallgerðar um friðar-
samloku fyrir leiðtoga heimsins á framfæri og
Parísarferðin er í höfn.
Það er einmitt skemmtilegt að líkja sögu Yrsu við
hefðbundinn farsa því upphaf þeirra var í helgileikjum
þar sem dregnar voru fram skoplegar hliðar Biblíunnar,
rétt eins og segja má að Yrsa geri með boðorðin.
Vandamálin á leið til lausnarinnar em hins vegar
alveg á mörkunum að vera of mikið útí hött. Klúðrið
verður að minnsta kosti svolítið þreytandi til lengdar og
þó tel ég mig hafa mjög háan óþægindaþröskuld í
þessum efnum.
Systkinin Þórarinn og Sigrún Eldjám hafa náð
mikilli leikni í fyndnu bókunum. Sigrún hefur verið að
senda frá sér bráðfyndnar vísindaskáldsögur fyrir böm,
sögumar um Teit tímaflakkara. Sú nýjasta hefur að
bjóða geimeðluegg og sundurlaus geimskrímsli með
fljúgandi hendur og fætur. Þetta er ekta fantasía -
ævintýraheimur þar sem ótrúlegustu hlutir gerast.
Myndskreytingar Sigrúnar skapa hálfa söguna, rétt eins
og í bókum bróður hennar. Ljóðabækur Þórarins
Eldjáms eru reyndar alveg sérkapítuli innan fyndnu
bamabókanna. Þeim mun meira bull sem ljóðin em því
22