Börn og menning - 01.04.2002, Side 10
BÖRN oc /v\ENN|N6
Sigríður Pétursdóttir:
Regína og Pétur syngja
og rappa í sól og sumri
Um dans- og söngvamyndina Regínu
Kvikmyndin Regína var frumsýnd á köldum vetrardegi í janúarbyrjun. En þó úti væri napurt
komu ungir sem aldnir út af myndinni með sól í sinni og hafði hlýnað um hjartarætur.
Regína fjallar um stelpuskottið Regínu og vin hennar
Pétur. Þau eru komin í sumarfrí og framundan tími
ffelsis og uppátækja. Þau eru samt ekki alveg sátt við
lífíð því allir krakkamir sem Pétur og Regína þekkja em
á leið í sumarbúðimar Regnbogaland en þau fá ekki að
fara. Bæði eru þau börn einstæðra foreldra sem hafa
ekki efni á að senda þau í sumarbúðir. Regína og Pétur
reyna að safna peningum svo þau komist í Regnboga-
land en það gengur ekki sem skyldi. Þá fá þau þá
snilldarhugmynd að reyna að kveikja ást milli mömmu
Regínu og pabba Péturs. Uppátækin em hvert öðm
fyndnara án þess að farið verði nánar út í það hér. Ekki er
rétt að ljóstra of miklu upp því enn eiga kannski einhver
börn eftir að sjá myndina. Til að gera langa sögu stutta
þá bankar hvert ævintýrið af öðru uppá hjá þeim
vinunum. Dullarfullur hárkollusölumaður heimsækir
elliheimilið sem mamma Regínu vinnur á, dálítið
kjánalegir lögregluþjónar reyna að upplýsa skartgripa-
rán og allt gengur á afturfótunum hjá bömunum við
tilraunir þeirra til að koma foreldrum sínum saman.
Regína hefúr þann einstaka hæfileika að geta fengið fólk
til að gera flest sem henni dettur í hug með því að
syngja, hún hreinlega dáleiðir fólkið með söng. Regína
er þó ekki sérlega klár að semja texta en svo heppilega
vill til að Pétur vinur hennar er mikill rappari og setur
saman fína texta með lítilli fýrirhöfn.
María Sigurðardóttir leikstýrir kvikmyndinni en
handritið er eftir þau Margréti Örnólfsdóttur og Sjón.
Heiðurinn af bráðskemmtilegri tónlist myndarinnar á
Margrét en Olga Guðrún Ámadóttir samdi söngtextana.
Regínu og Pétur leika þau Sigurbjörg Alma
Ingólfsdóttir og Benedikt Clausen. Leikurinn hjá
krökkunum er frábær og þau syngja líka stórvel. Hinir
leikaramir em líka góðir, sérstaklega Rúrik Haraldsson
sem leikur aldraðan vin Regínu á elliheimilinu og
Baltasar Kormákur sem skúrkur sem kann vel að dansa
og steppa.
Glaðir sumarlitir eins og appelsínugult, blágrænt,
bleikt, gult, grænt og rautt em notaðir í Regínu. Öll föt
og umhverfi, bæði úti og inni, eru í þessum litum og
verður litagleðin enn meiri vegna þess að myndin er
tekin upp á svokallað háskerpumyndband sem gerir það
að verkum að allir litir verða skærari. Auk þess vom
utanhússsenumar teknar upp á sólríkum sumardögum í
Vesturbænum.
Kvikmyndatakan er falleg og hljóðið gott og allra
skemmtilegust er myndin í fjölmennum og litríkum
söng- og dansatriðum eins og í upphafsatriðinu og
atriðinu á hafnarbakkanum.
Þó að kvikmyndin Regína sé ævintýraleg á köflum
sýnir hún vel raunveruleika margra íslenskra bama.
Þegar skólinn er búinn á vorin tekur við langt sumarfrí.
Foreldramir geta ekki tekið sér jafn langt frí frá vinnu
svo bömin em oft ein heima eitthvað að bralla. Þó að
íslensk böm hafi að sumu leyti meira sjálfstæði en
jafnaldrar þeirra víða um heim þá er þessi einvera ekki
alltaf dans á rósum. Leiði og eirðarleysi geta látið á sér
kræla og svo getur líka verið snúið að þurfa að hugsa um
sjálf sig. Fá sér eitthvað hollt og fjölbreytt að borða og
svo framvegis. Boðið er upp á alls konar námskeið fyrir
böm yfir sumartímann en rétt eins og í Regínu hafa
ekki allir foreldrar efni á að leyfa bömum sínum að fara
8