Börn og menning - 01.04.2002, Page 16
BÖRN oc /v\ENN|N6
og harövítugar viðureignir halda áhorfendum föngnum
allan tímann. Sjá má mikilúðlega fjallgarða, víðfeðmar
sléttur og töfrandi skóga þar sem baráttan milli góðs og
ills virðist stöðug og endalaus. Það gerist allt hratt í
myndinni og áhorfendum gefst varla færi á að draga
andann inn á milli, en þrátt fyrir það gefst tími fyrir lítil
ástarævintýri, vináttu, sorgir og gleði.
Þrátt íyrir að Jackson hafi haldið tryggð við bækumar
hefúr hann bætt inn nokkrum atriðum sem ekki em í
bókinni. Snemma í myndinni sést Fróði sitja í tré með
bók í hendi en þessi sena fyrirfinnst hvergi í Föruneyti
hringsins. Svörtu riddaramir em á svörtum hestum í
bókunum en brúnum í myndinni - en eflaust myndast
brúnir hestar betur en svartir. í bókinni er hringnum
eftirsótta lýst sem einföldum og yfirlætislausum
gullbaugi. í kvikmyndinni er hann næstum sjálflýsandi
og verður eins konar spegilmynd þeirra atvika sem em
að gerast í kringum hann. Þessi brella gefur myndinni
meira galdrayfirbragð en sést í bókunum og má þar
kenna nokkum keim af Hollywood.
Hetjurnar og goðsagnirnar
Óneitanlega er margt í Harry Potter og
viskusteininum sem minnir á Hringadróttinssögu enda
byggja báðar á aldagömlum hefðum ævintýra- og
goðsagna. Dumbledore, sem og Obi-Wan Kenobi í
Stjömustríði, svipar til Gandalfs í sögu Tolkiens -
erkitýpu gamla, fróða mannsins sem vísar ungum manni
veginn. Tolkien þekkti slíkar erkitýpur úr goðsögnum:
hann þekkti Bjólfskviðu og Eddukvæðin út og inn og
byggir söguna um Hringadróttin ennfremur á
sköpunarsögu kristinna manna.
Hetjuferð Hobbitans Fróða og hins unga Harry Potter
er annar þáttur sem kemur fyrir í mjög mörgum
goðsögnum. Jesús var ungur maður sem hafði ekki
hugmynd um hið stóra hlutverk sem á herðum hans
hvíldi: að bjarga mannkyninu og gervallri
heimsbyggðinni frá glötun. Harry Potter uppgötvar í
fyrstu bókinni að hann er sérstakur og undmn hans yfir
hlutverki sínu er mikil. Hún hverfur hins vegar í
kvikmyndinni og er afgreidd allt of fljótt. Hobbitinn
Fróði fær aðeins meiri tíma til að átta sig á hlutverki sínu
sem hringbera: honum ber að tortíma baugnum í
eldinum sem skapaði hann. Báðir em lítilmagnar sem
verða að hetjum. Hvomgur getur valdið hlutverkinu
einn, ekki fremur en Jesús - sem fékk tólf lærisveina
sér til aðstoðar. Fróði hefúr eldri mann sér til hjálpar,
Gandalf (sem leikinn er af Ian McKellen), og góða vini,
Sám (Sean Astin), Kát (Dominic Monaghan) og Pippín
(Billy Boyd), ásamt öðmm í föruneyti hringsins. Harry
hefúr líka læriföður, Dumbledore, og góða vini, Ron og
Hermione, sem treysta honum í einu og öllu.
í Biblíunni er Satan illa aflið sem sækist eftir
heimsyfírráðum. Miðgarði Tolkiens stendur ógn af
Sauron en það eina sem hindrar heimsyfírráð hans er
hringurinn sem Fróði á að bjarga. Hlutverk Satans eða
Saurons er í höndum Voldemorts í Harry Potter og
viskusteininum. Hann drap foreldra Harrys og merkti
drenginn því öri sem gerir hann sérstakan. Harry verður
að berjast gegn yfirráðum Voldemorts.
Ef báðar kvikmyndirnar minna þannig á goðsögn
kristinna manna, hvers vegna mæla „sannkristnir
menn“ með Hringadróttinssögu en ekki Harry Potter
og viskusteininum?
I Hringadróttinssögu beinist athyglin að Fróða. Hann
hefur enga galdraeiginleika, hann er lítill og ber sig
ekki hetjulega. En hann reynist hugrakkur, staðfastur og
ákveðinn í að höndla þá byrði sem lögð er á herðar hans.
Fólk af ýmsum kynstofnum tekur höndum saman í
baráttunni gegn illum öflum. Báðar kvikmyndimar sýna
galdramenn en hjá Tolkien eru þeir sérstakur
ættflokkur. Þeir fljúga ekki, dveljast í klaustri og lesa
fullt af lærdómsbókum eins og miðaldamunkar.
Harry Potter er þungamiðjan í samnefndri kvikmynd
en hann býr yfir galdraeiginleikum sem hann notar
óspart til að sigrast á Voldemort og öðmm óvinum. I
þessari kvikmynd kemur galdur inn í raunveruleikann
sem við þekkjum. Þegar Harry segir ósatt eða gerir
eitthvað sem er bannað, kemur eitthvað gott fýrir hann
sem bein afleiðing af óhlýðni hans. Slíkt gerist ekki í
fantasíum Tolkiens eða Namíu-bókum C.S. Lewis.
Þegar Bilbó stelur hringnum frá Gollum gerast slæmir
hlutir, ógnaröflin fara af stað. Hringurinn var gerður í
illum tilgangi og hann er ekki hægt að nota til góðs. Því
veikari sem menn verða fyrir mætti hringsins, þeim
mun meira stjómar hann þeim. Fróði notar ekki galdur
14