Börn og menning - 01.04.2002, Blaðsíða 6
BÖRN OC MENN|N6
hálsinn, þá var svo sterk og áköf pólitísk umræða,
meiri andstæður. Núna eru allir að kaupa sér verðbréf.
“í seinni bókunum um Emil eru strákamir á bólakafi í
atburðarásinni. Þar má sterklega finna þann boðskap að
maður eigi að láta sér þykja vænt um hver annan.
Mikilvægi þess að eiga vini er rauði þráðurinn í gegnum
bækumar.
Ein unglingabók er nóg!
Guðmundur skrifaði unglingabók fyrir nokkmm
ámm, hún heitir Heljarstökk afturábak og kom út árið
1998. Það finnst honurn nóg að gert í bili, kannski vegna
þess að hann náði ekki almennilega sambandi við þá
sögu. Honum finnst ekki rétt að merkja bækumar eins
og gert er, unglingar lesa allt mögulegt. Þegar bókin
kom út fór Guðmundur meðal annars til Keflavíkur til að
lesa upp úr henni fyrir unglinga. Þar sagðist hann hafa
fengið svolítið „gúmoren á latínu“. „Þar vom fyrir
ungir strákar sem höfðu samið nokkuð djarfa
unglingabók. Þeir sögðu mér blátt áfram að menn sem
komnir væm yfir tvítugt ættu ekki að vera að semja
bækur fyrir unglinga af því þeir væru ekki unglingar.
Ég reyndi að malda í móinn og sagðist hafa verið
unglingur einu sinni en þeir vom alveg harðir á sínu.
Samkvæmt þeirra kenningum ættu böm að skrifa fyrir
böm! Strákamir höfðu náttúmlega rétt fyrir sér í einu að
þó maður hafi verið unglingur einu sinni er sú upplifún
allt öðruvísi en hjá unglingum nú á dögum.“ Ekki má
gleyma því að Guðmundur sendi þessa unglingabók í
samkeppni Verðlaunasjóðs íslenskra bamabóka og hlaut
hún verðlaunin.
Af hverju kvikmynd?
Það er í raun ekkert sem mælir á móti því að
barnasögur séu kvikmyndaðar. Sögupersónumar lifna
við og sögusviðið öðlast dýpt. Svo náttúmlega kemur
Ijárhagurinn þar við sögu. Annars eru tvær skýringar til
á kvikmyndun sögunnar um Emil og Skunda. I fyrsta
lagi em greinileg myndskeið í sögunni, klippt er á milli
sviða, strákurinn er á ferð norður í land, áhyggjufullir
foreldramir heima í stofli. Þetta var ekki meðvitað,
gerðist bara. Guðmundur vann einu sinni hjá Stöð tvö
og þá vann hann sjónvarpsmynd í tveimur hlutum út
frá sögunni. „Mynd þessi er gerð af miklum vanefnum,
peningalega og tæknilega séð, en mér þykir vænt um
hana, finnst hún að mörgu leyti betri en bíómyndin.“
Síðan var það nokkmm ámm seinna að Þorsteinn
Jónsson kom að máli við hann og spurði hvort hann
mætti gera breiðtjaldsmynd eftir sögunni. Hug-
myndinni tók Guðmundur fagnandi. Þorsteinn vildi
hafa frjálsar hendur um gerð myndarinnar og kom
Guðmundur ekki nálægt handritsgerð eða neinu öðm
varðandi hana. Hann las þó handritið yfir. Á örfáum
stöðum hefur Þorsteinn breytt og bætt, hann víkkar
söguna og setur upp aðeins aðrar aðstæður en fylgir
4