Börn og menning - 01.04.2002, Blaðsíða 32

Börn og menning - 01.04.2002, Blaðsíða 32
BÖRN 06 MENN|N6 Katrín Jakobsdóttir: Barnabökaárið 2001: Gleði og glaumur en hvar eru öróttu illmennin? Erindið sem hér fer á eftir flutti Katrín upphaflega á bókakaffi í Súfistanum ífebrúar 2002. Þegar ég var lítil taldi ég Enid Blyton fremsta allra rithöfunda þessa heims, kannski að undanskilinni Carolyn Keene, höfundi Nancy-bókanna. Ég átti erfitt með að gera upp á milli Blyton-bókanna en líklega var mér mest skemmt yfir Dularfullu bókunum. Þær gerðust í ensku smáþorpi og söguhetjur vom fimm böm sem leystu dularfull mál með leynilögregluhæfileikum sínum. Reyndar var það alltaf sá sami sem leysti málin: Finnur Trotteville, feitlaginn strákur, tólf til þrettán ára, sem gat blekkt alla og hermt eftir flestum með því að troða upp í sig tanngarði, setja á sig gerviskegg og fara í karlmannafrakka. Og alltaf tókst honum að skjóta Gunnari lögregluþjóni ref fyrir rass. Hin hetjan mín, Nancy Drew, átján ára dóttir málafærslumannsins Carsons Drew, brá sér sjaldnast í dulargervi en leysti ýmis dularfull mál sem hófust jafnvel með því að pappírsmiði kom flögrandi þar sem hún var á gangi og á miðanum stóð eitthvað dularfullt eins og: „Demantarán klukkan 19 ...“ en svo var staðsetningin kannski rifin af. Nancy var iðulega - eins og bandarískir harðsoðnir spæjarar á borð við Philip Marlowe eru - oft lamin og svæfð en alltaf hafði hún þó sigur að lokum og illmennin reyndust iðulega illúðlegir menn með ör eða önnur líkamslýti. Líkamslýti voru reyndar afar nauðsynleg til að merkja glæpamenn í glæpasögum fyrir böm og unglinga. Má þar nefna dönsku bókina Kim og ilsigni maðurinn. Nú, seinna komst ég að því að börn leysa sjaldnast glæpamál og mikill var harmur minn þegar ég uppgötvaði að Carolyn Keene var ekki til heldur vom Nancy-bækumar skrifaðar af hópi manna en skapari Nancyar hét Edward Stratemeyer og skóp einnig Frank og Jóa og rak heila bókaverksmiðju þar sem höfundar störfúðu við „bókaframleiðslu“. Merkilegt nokk hafa íslenskar glæpasögur fyrir böm og unglinga ekki verið áberandi og engin slík var meðal jólabókanna nú fyrir jól. Reyndar hafa komið út ýmsar slíkar sögur, t.d. leynilögreglusögur Guðjóns Sveinssonar sem sóm sig í ætt við bækur Blyton, en ekki margar. Velta má fyrir sér hvort þetta stafi af því að íslenskar glæpasögur fyrir fúllorðna hafa verið fáar og stopular til skamms tíma. En þar sem þeim hefur Ijölgað mjög undanfarin ár má vera að glæpasögur fyrir böm um örótta menn með ilsig sem falsa peninga eða ræna gimsteinum líti dagsins ljós hérlendis bráðlega og þar verði hetjumar hugrökk böm í Rimahverfí sem dulbúast og leysa málin. Spaug og spé í fyrra á þessu sama bókakaffi stóð ég og ræddi um fantasíubókmenntir en þá virtist sem allir hefðu stokkið á Harry Potter-vagninn, oft með ágætis árangri. Þessi fantasíuþróun þar sem mikið hefur verið unnið úr þjóðlegum menningararfi, þjóðsögum og dultrú, hefur staðið í nokkur ár og hefúr verið bendluð við póstmódemisma. Fantasíubækumar em færri í ár og má segja að bamabókaárið 2001 hafi verið nokkuð tjölbreytt. Hér verður stiklað á stóm og ýmsir straumar gaumgæfðir. Fyndni, spaug og spé eiga sína fúlltrúa í bókunum B 10 eftir Yrsu Sigurðardóttur sem hefur getið sér gott orð fýrir farsa sína og hins vegar Algjörtfrelsi eftir Auði Jónsdóttur en þetta er fyrsta bamabók hennar. B 10 er 200 síðna saga og fjallar um fermingamndirbúning Hallgerðar sem ætlar að reyna að vinna keppni í kristilegri hegðun þar sem verðlaunin em Parísarferð. Hallgerður ákveður að kristilegasta hegðunin hljóti að 30

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.