Börn og menning - 01.04.2002, Blaðsíða 31

Börn og menning - 01.04.2002, Blaðsíða 31
BÖRN 06 mENN|N£ Samtíðarskáld Að þessu sinni kynnum við barnabókahöfundinn Helga Guðmundsson sem sendi frá sér hina bráðskemmtilegu bók Marsibil um síðastliðin jól. JJpplýsingarnar hér fyrir neðan eru fengnar frá Helga sjálfum og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Helgi Guðmundsson Helgi Guðmundsson er fæddur á Staðastað á Snæfellsnesi haustið 1943 en ólst upp á Norðfírði, þó með nokkrum og mis- löngum hléum, til átján ára aldurs. Hann nam trésmíði í Reykjavík og starfaði við húsbyggingar á annan áratug. Eftir það tóku við ýmiskonar félagsmálastörf sem í tímans rás urðu að fullri atvinnu, á vegum verkalýðssamtakanna og Alþýðubandalagsins sáluga. Hann var meðal annars ritstjóri Þjóðviljans síðustu árin sem hann kom út. Ég er stundum spurður að því hversvegna ég skrifi fyrir börn, af hverju ég snúi mér ekki að „alvöru skáldskap“. Ég svara: ég fæst einmitt við „alvöru skáldskap“ og meira að segja gamni mínu! Ég er afskaplega jarðbundinn en hef áhuga á andstæðum af öllu mögulegu tagi - ég hika ekki við að tefla saman mönnum og dýrum, að gefa dýrunum mannamál og mönnunum færni til að tala við dýr eins og í Markúsi Arelíusi. Það heillar mig líka að að taka álfa, og þess vegna tröll og forynjur, og setja þau inní nútímann eða væri ekki gaman að sjá tröllskessur sem dagað hafa uppi í gömlum þjóðsögum og gefa þeim líf á 21. öld? Útgefin verk Marsibil (2001) Leópold sirkusljón hrellir borgarbúa (1998) Markús Árelíus flytur suður (1993) Markús Árelíus hrökklast að heiman (1992) Markús Árelíus (1990) Að auki hefur Helgi skrifað tvö sagnfræðirit: Þeir máluðu bæinn rauðan og Með framtíðina að vopni. Viðurkenningar Viðurkenning úr verðlaunasjóði Gjafar Jóns Sigurðssonar2001 Viðurkenning Bókasafnssjóðs höfúnda 2001 Helgi Guðmundsson MARSIBIL 29

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.