Börn og menning - 01.04.2002, Blaðsíða 20

Börn og menning - 01.04.2002, Blaðsíða 20
BÖRN OC /AENN|N6 IBBY FRETTIR Nýr formaður Barna og bóka Eins og frá er greint í Tíðindum varði Anna Heiða Pálsdóttir nýverið doktorsritgerð sína í bama- bókmenntum en í kjölfar þess var henni snarlega kippt í formannssæti félagsins okkar, Böm og bækur, en í það var hún kosin á aðalfundi síðastliðið vor. Iðunn Steinsdóttir sem stýrt hefur félaginu farsællega síðastliðin Ijögur og hálft ár tekur sæti varaformanns og verður þannig hægri hönd Önnu Heiðu á meðan hún tekur fyrstu skrefin í þessu mikilvæga embætti. N) öðmm formönnum ólöstuðum verður ekki á móti mælt að Iðunn hefur rifið upp starfsemi félagsins þannig að það hefur aldrei verið öflugra. Fjárhagsstaða félagsins er sterkari en oft áður og tala félagsmanna er nú komin í tvö hundmð sextíu og níu. Bókakaffi Að venju var tvívegis haldið bókakaffi í vetur á vegum Bama og bóka í samstarfi við SÍUNG. Samkomumar vom báðar í Súfistanum, fyrir fullu húsi og rúmlega það, enda fátt notalegra en sitja yfir góðu kaffi og hlusta á umfjöllun um bamabækur. Fyrra bókakaffi vetrarins bar yfírskriftina Fesljós í myrkrinu og var haldið 14. nóvember. Þar sem liðið var nærri jólum voru gestir trakteraðir á upplestri úr nokkmm jólabókanna. Auður Jónsdóttir las úr bók sinni Algjört frelsi og Olga Guðrún Ámadóttir las úr bók Guðmundar Ólafssonar, Lísa og galdrakarlinn í Þarnæstugötu. Iðunn Steinsdóttir las kafla úr bók sænsku skáldkonunnar Moni Nilsson-Brannström, Tsatsiki og mútta, í þýðingu Friðriks Erlingssonar, Kristín Thorlacius las úr eigin þýðingu á bókinni Sannleikann eða lífið eftir Celiu Rees, Sigþrúður Gunnarsdóttir las úr Vefnum hennar Karlottu eftir E.B. White í þýðingu Helgu Soffíu Einarsdóttur og Vilborg Dagbjartsdóttir las eigin þýðingu úr bókinni Bestu vinir: skemmtilegar sögur um vináttu í ritstjóm Önnu Falk. Seinna bókakaffí vetrarins sem haldið var 27. febrúar var með gjörólíku sniði. Katrín Jakobsdóttir hóf leikinn og stiklaði á stóm um það sem henni fannst markverðast í bamabókaútgáfu síðasta árs. Nefndi hún tölu sína Gleði og glaumur en hvar eru öróttu illmennin. Næst steig Brynhildur Þórarinsdóttir í pontu og talaði um Vitið í vitleysunni. Ekki verður fjölyrt um viðfangsefni Katrínar og Brynhildar hér þar sem bæði erindin em prentuð í þessu blaði. Að loknu stuttu hléi birti Anna Heiða Pálsdóttir gestum sýnishom af efni doktorsritgerðar sinnar en einnig er fjallað um hana á öðmm stað í þessu blaði. Ráðstefna Eaugardaginn 23. mars var hin árlega bamabóka- ráðstefna í Gerðubergi haldin á vegum eftirtalinna aðila: Menningarmiðstöðin Gerðuberg, Börn og bækur, SÍUNG, Skólasafnamiðstöð Reykjavíkur, Félag skólasafnskennara og Þöll. Yfirskrift ráðstefnunnar var Út um víðan völl og vom haldin fjögur fróðleg og skemmtileg erindi um ólík efni. Unnur Hjaltadóttir, skólasafnskennari við Hlíðaskóla, reið á vaðið með tölu sem hún nefndi Með rætur í fortíðinni. Greindi hún ráðstefnugestum frá því hvemig hún segir nemendum Hlíðaskóla sögur á hálfsmánaðar- fresti. Nemendur skólans höfðu vanist því hjá Ármanni Kr. Einarssyni, forvera hennar, að sagðar væm sögur en ekki lesnar og sá hún sig knúna til að halda þeim sið. Sagðist hún einkum hafa notað þjóðsögur þar sem henni fyndist nemendur sækja í þær styrk auk skemmtunar. Böm á gmnnskólaaldri þurfa að takast á við alls konar vanda í daglegu lífi og em oft full af óöryggi. Með því að setja sig í spor söguhetja þjóðsagnanna geta þau verið viss um að allt fari vel að lokum því í þessum sögum sigrar hið góða ævinlega. Á eftir Unni hélt Úlfhildur Dagsdóttir, bókmennta- fræðingur og bókaverja, erindi um myndasögur undir heitinu Af hetjum, skrímslum og skattborgurum. Lýsti hún með dæmum á glæmm nokkmm einkennum myndasagna og sýndi muninn á evrópskum, bandarískum og japönskum myndasögum. Einnig spunnust nokkrar umræður um stöðu þessarar bókmenntagreinar hér á landi en staðreyndin er sú að þær örfáu tilraunir sem gerðar hafa verið hér til að gefa út myndasögur, frumsamdar eða þýddar, hafa ekki gengið upp. Auk þess eru íslendingar illa læsir á myndir þar sem sagnahefð okkar byggist eingöngu á hinu ritaða orði. Ekki er heldur laust við að myndasögur hafi verið litnar homauga hér á landi og jafnvel taldar geta spillt lestrarkunnáttu bama. Að þessum tveimur erindum loknum var tekið hádegisverðarhlé þar sem ráðstefnugestir, u.þ.b. 40 talsins (nær eingöngu konur!), fengu kærkomið tækifæri til að spjalla saman yfir ágætum veitingum. Þriðji íyrirlesturinn bar titilinn Saga og arfleifð en hann flutti dr. Anna Heiða Pálsdóttir. Eins og frá er 18

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.