Börn og menning - 01.04.2002, Side 36
BÖRN OC mENN|N6
Kveðja
Astrid Lindgren, 1907-2002
Astrid Lindgren lést 28. janúar í Stokkhólmi, 94 ára gömul. Hún var einn af stofnendum
IBBY-samtakanna og var annar rithöfundurinn sem hlaut H.C.Andersen verðlaunin en hún
veitti þeim viðtöku á heimsþingi IBBY í Flórens 1958. Til þess að minnast Astrid leitaði
ritnefnd blaðsins til Vilborgar Dagbjartsdóttur sem þekkir vel verk þessa ástsæla rithöfundar
enda hefur hún þýtt nokkur þeirra. Kaus Vilborg að senda okkur pistil sem hún sbifaði fyrir
leikskrá Hafnarjjarðarleikhússins þegar Emil í Kattholti var sýndur þar fyrir nokkrum árum.
Astrid Lindgren fæddist í nóvember 1907.
Æskuheimili hennar var lítill, fallegur bóndabær.
íbúðarhúsið var rauðmálað og á bæjarhólnum uxu eplatré
og dísarunnar. Umhverfís breiddu sig akrar og engi og
hagar og vatn og stór, stór skógur.
Þetta er reyndar lýsingin á Kattholti en hún á ekki
síður við um bæinn Nes þar sem Astrid Lindgren ólst
upp. Hún var annað bam bóndans, Samúels Ágústs
Eiríkssonar, og konu hans Hönnu. Fyrr á tímum var
þama prestsetur en það lagðist af. Þau leigðu býlið.
Samúel tók við því af föður sínum og sonur hans átti
eftir að taka við því af honum. Bömin urðu fjögur:
Gunnar, Astrid, Stína og Ingegard. Þau áttu yndislega
æskudaga í gamla, rauða húsinu. Það stóð rétt utan við
smábæinn Vimmerby í Smálöndunum, þau gátu sótt
skóla í bænum, þangað var ekki nema kortersgangur.
Eins og nærri má geta gjörþekkti Astrid Lindgren
lífið í sveitinni og smábænum. Hún hefúr skrifað margar
skemmtilegar bækur sem gerast á æskuslóðunum og em
byggðar á minningum hennar. Hæst ber þar bækurnar
þrjár um Emil í Kattholti.
Að lokinni skólagöngu lá leiðin til Stokkhólms.
Astrid Lindgren lærði til ritara, hún vann nokkur ár á
skrifstofu, gifti sig og eignaðist tvö böm.
Hún hefur sjálf sagt ffá því að hún hafi snemma tekið
þá ákvörðun að skrifa aldrei bækur: „Flestir sem skrifa
bækur taka alls ekki formlega ákvörðun um það, ég tók
sem sé ákvörðun. Þegar ég var í skóla var alltaf sagt við
mig: ,Þú verður áreiðanlega rithöfundur þegar þú verður
stór.‘ Einstaka sinnum var ég í gamni kölluð Selma
Lagerlöf Vimmerbæjar. Ég held þetta hafí hrætt mig.
Ég þorði ekki að reyna þótt ég innst inni tryði því að það
gæti verið gaman að skrifa."
Astrid Lindgren var komin hátt á fertugsaldur þegar
hún lét undan löngun sinni og fór að semja sögur handa
börnnnum. Fyrsta bókin hennar kom út árið 1944,
dæmigerð stelpnabók. í þá daga var enn gerður mikill
greinarmunur á því hvort bækur áttu að vera handa
strákum eða stelpum. Eitt virtasta útgáfufyrirtæki
Svíþjóðar (Rabén & Sjögren) efndi til verðlauna-
samkeppni um góðar bækur handa stelpum. Astrid
Lindgren fékk önnur verðlaun. Árið eftir hélt sama
forlagið aftur samkeppni nú um bamabækur og þá fékk
hún fyrstu verðlaun fyrir söguna um Línu langsokk sem
átti eftir að verða langfrægasta sögupersóna hennar.
Sögurnar um rauðhærðu stelpuna skrítnu, sem var
sterkari en löggan og gat jafnhattað hest og munaði
ekkert um að háma í sig heila rjómatertu, hafa verið
þýddar á 57 tungumál. Bækur Astrid Lindgren hafa
reyndar verið þýddar á fleiri tungur en bæði bækur
Selmu Lagerlöf og Augusts Strindbergs.
Ekki er ástæða til að telja upp öll þau verðlaun og
viðurkenningar sem Astrid Lindgren hefur hlotið, því
eftir þetta hefur hún haldið áfram óslitið að semja
skemmtileg verk handa bömum heimsins. Hún hefur
skrifað yfir 30 sögubækur síðan, þar að auki nokkur
leikrit og texta í fjöldann allan af myndabókum. Fáir
bamabókahöfundar hafa náð annarri eins útbreiðslu í
gegnum nútíma ijölmiðla: hljóðvarp, sjónvarp,
kvikmyndir, plötur, snældur og teiknimyndaseríur.
Á ámnum 1946 - 1970 stjómaði hún bamabókadeild
hjá forlaginu Rabén & Sjögren. Hún hefur kannski
34