Börn og menning - 01.04.2002, Blaðsíða 14
BÖRN OC /v\ENN|N6
Seinna leiddi Tolkien hugann að því hvað Hobbiti
væri, hvemig holu hann byggi í og af hverju hann lifði í
holu í jörðinni. Ur þessu urðu margar sögur um
Hobbitann sem Tolkien sagði bömum sínum.
Sögubrotin urðu smám saman að heilli bók,
Hobbitanum, sem kom út árið 1937 á Englandi. Eftir
útkomu bókarinnar hélt Tolkien áfram að spinna sögur
um þennan heim, Miðgarð, og bætti stöðugt við hann
nýjum vemm, fleiri stöðum, og flóknari atburðarás.
Stórverkið Hringadróttinssaga varð smám saman til en
seinni heimsstyrjöldin tafði útgáfuna. Hún kom loks út í
þremur bindum 1954 (hlutar I og II) og 1955 (hluti III).
Hringadróttinssaga hefur nú selst í um 50 milljón
eintökum um allan heim.
Lengi hefur menn dreymt um að gera kvikmynd um
Miðgarð Tolkiens og baráttu Hobbita, álfa, dverga og
manna við hin illu öfl Saurons. Fyrir nokkrum ámm
síðan var gerð teiknimynd eftir Hringadróttinssögu en
hún varð aldrei mjög vinsæl.
Peter Jackson fœr hugmynd
Nýsjálenski leikstjórinn Peter Jackson (f. 1961) sló í
gegn árið 1994 með kvikmyndinni Heavenly Creatures
en það tók hann þrjú ár að gera myndina. Einn
sunnudagseftirmiðdag árið 1995 lágu hann og Fran
Walsh í rúminu og veltu því fyrir sér hvaða mynd þau
ættu að gera næst. Þau höfðu unnið saman í tólf ár og þar
af búið saman í tíu. Þennan dag vora þau hálfnuð með að
taka þriðju samvinnumynd sína, The Frighteners, og
langaði að gera eitthvað sérstakt. Þá ræddu þau
Hringadróttinssögu, hversu spennandi verkefni það
gæti orðið, og fóm að velta því fyrir sér hvernig fara
mætti að þessu. Margar ástæður lágu fyrir því að enginn
hafði ráðist í að gera mynd um
þessa 1.100 blaðsíðna fantasíu,
meðal annars lengdin og sú
staðreynd að Tolkien hafði gefið
náttúmnni líf og lund sem
erfitt væri að túlka á hvíta
tjaldinu.
Það tók skötuhjúin heilt ár að
tryggja sér framleiðsluréttinn
og langan tíma til viðbótar að
fínna kvikmyndaver sem vildi
leggja allt að veði til að gera
kvikmynd í flokki fantasía -
en þær hafa yfirleitt ekki fyllt
kistur framleiðenda af fé.
Hversu margar kvikmyndir
þyrftu þau að gera til að koma
sögunni allri á mynd? Og hver
gæti skrifað handritið?
Jackson og Walsh leituðu til Philippu Boyens til þess
að skrifa með þeim handritið að kvikmyndinni, sem
reyndist engan veginn létt verk. Einhver líkti því við að
gera kvikmyndahandrit að Biblíunni eða Infemo eftir
Dante. Félagarnir þurftu að kynna sér álfamál og
ímynda sér Miðgarð sem áþreifanlegt land með talandi
trjám og framandi landslagi. Þau ákváðu að skipta
verkinu í þrjár myndir eftir hinum þremur bindum
Hringadróttinssögu: Föruneyti hringsins, Tveggja
turna tal og Hilmir stiýr heim.
Miögarður, álfar og Hobbitar
Fram að þeim tíma sem kvikmyndin var framleidd
hafði Miðgarður einungis verið til í hugum lesenda
Tolkiens og þær hugmyndir vom að einhverju leyti
byggðar á hinum fáu en smágerðu og fullkomnu
teikningum úr bókunum. Hobbitaholur og neðanjarðar-
hellana í Moríu þurfti að skapa frá gmnni. Jackson gerði
sér grein fyrir því að til þess þyrfti óhemju nákvæmni
þar sem hvert smáatriði skipti máli. Hann hafði samband
við Alan Lee og John Howe sem myndskreyttu
Hringadróttinssögu svo eftirminnilega, og bað þá að
skapa, teikna og móta landslagið, skepnumar, byggingar
og menninguna sem felst í heimi Tolkiens. Þetta gerðu
þeir og skiluðu af sér miklu magni af teikningum,
skúlptúrum og þrívíddarverkum er lýstu Miðgarði. Lee
segist hafa verið hrifmn af þeim fyrirætlunum Peter
Jacksons að vera tmr anda bókanna og hafa landslagið
eins raunvemlegt og mögulegt væri. „Þá vissi ég að ég
væri rétti maðurinn í þetta verk,“ segir Lee.
Jackson gerði síðan samning við WETA, nýsjálenskt
fyrirtæki sem sérhæfír sig í gerð sviðsmynda, og fól
Richard Taylor og Taniu Rodger að skapa Miðgarð frá