Börn og menning - 01.04.2002, Blaðsíða 19

Börn og menning - 01.04.2002, Blaðsíða 19
BÖRN OC /vaENN|N6 sem verður frumgerðin að ffamtíðinni. “Hvort það verður samfélag ffamtíðarinnar er vafasamt, því að eins mikið og er um ævintýri í Disney World þá er skortur á slíku í íbúðarhugmyndum Disneys: Þar er að fínna falleg hús í sveitasælu og íbúamir em þrautprófaðir einstaklingar til að fyrirbyggja frávik. Enginn Kobbi kló eða Svarti Pétur þar. En þetta fellur vel að tvöföldu lífi Disneys sem ijölskylduföður annars vegar sem var alltaf nálægur og hins vegar sem skapbráðum yfírmanni. Dálítill geðklofí eins og í aðalhetjunum hans tveimur, dúxinum Mikka mús og skaphundinum Andrési önd. Það kostaði sitt að breyta heiminum og að sviðsetja það sem var meira virði en peningar: „Það em meiri fjársjóðir í bókum en í öllum ijársjóðum Gulleyjarinnar samanlagt eða á hafsbotni, og það besta er að maður getur notið þeirra á hverjum einasta degi.“ Walt Disney fann báða þessa ijársjóði og jós af þeim. Peningar hafa alltaf verið aðalvandmálið í lífí mínu, á hann að hafa sagt. En burtséð frá fyrstu ámnum vom peningar ekki vandamálið því ffá og með Mjallhvíti þénaði hann stórfé en það nægði samt ekki til að gera áform hans að vemleika. Tekjumar af Mjallhvíti fóm beinustu leið í að fjárfesta í risavöxnu kvikmyndaveri og árið Í940 unnu þar eitt þúsund manns. Einmitt þegar hann var á hátindi ferils síns, bæði hvað varðar sköpunargáfuna og í viðskiptum og við gerð meistaraverka eins og Gosa (1940), Fantasíu (1940), Dúmbó (1941) og Bamba (1942) setti síðari heims- styrjöldin strik í reikninginn. Yfír 90% af starfs- mönnunum fóm að starfa við verkefni sem herinn pantaði: Áróðursmyndir, kynningarmyndir o.þ.h. Þá dró Disney sig út úr sköpunarferlinu og lét aðra um verkin. Fram að því hafði Disney stýrt sínu fólki. Hann gerði fyrstu teiknimyndina með hljóði árið 1928, fyrstu teiknimyndina eingöngu í lit 1932 og fyrsta teiknimyndin í fullri lengd var líka hugmynd hans. En hann gat meira en þetta, hann átti einnig hugmyndina að fígúmnum Mikka mús, Andrési önd og öllum hinum (nema þeim sem Carl Barks fann upp á: Georg gírlausa og Jóakim frænda). Meðan á ffamleiðslu myndanna stóð vakti hann yfir öllu með haukfránum augum og skipti sér endalaust af. Þegar myndin um Mjallhvíti var á lokasprettinum ákvað hann að setja klaufalega dverginn Álf inn, svo það varð að teikna allar senumar með dvergunum aftur. Starfsfólkið var á mörkum þess að gera uppreisn gegn honum. Hann þjálfaði teiknarana frá grunni, setti þá á skólabekk, svo þeir gætu rannsakað hvemig fólk hreyfði sig með því að skoða módel, fann upp aðferðir til að gefa teikningunum dýpt o.fl. Kvikmyndaver hans vom ekki síður menntasetur en framleiðslustaðir, og þess vegna spratt fram teiknimynd um Mjallhvíti og dvergana sjö fullsköpuð og það hefur ekki þurft að bæta miklu við síðan. Okkur þykir það sjálfsagt mál en þegar Disney gekk með hugmyndina í maganum árið 1934, var rætt um verkefnið sem Disney's Folly, kjánaskap Disneys. Aðeins fáir trúðu á það og athugasemdimar vom margar: Fólk gat ekki setið svo lengi bara við að horfa á teiknimynd, augun myndu ekki þola svona sterka liti í langan tíma og hvemig ætti maður að geta fundið upp á svona mörgum brellum? Disney var ofur gagnrýninn og mikill fúllkomnunar- sinni, sem auðvitað hefúr tryggt þau miklu gæði en auðvitað getur maður ergt sig yfir því sem heyrst hefur að hann hafi látið róa. Til dæmis senunni þar sem dvergarnir syngja og dansa, sem er alveg stórfín. Disney samþykkti að sýna hana í sjónvarpsdagskrá en maður skilur ekki að henni hafí verið hafnað. Skýring hans sjálfs var að hún hefði ekki haft áhrif á framvindu sögunnar og væri þess vegna ofaukið. Einnig sena, þar sem dvergamir smíða rúm handa Mjallhvíti, er klippt burt eins og deilan milli Gláms og Naggs hvort Mjallhvít skuli vera eða fara. í anda kalda stríðsins, sem geisaði á öld Walt Disneys, hefur hann verið álitinn annars vegar siðspilltur og skrítinn kapítalisti eða hins vegar einn af mestu snillingum 20. aldarinnar. Eg stend algjörlega fastur á því síðamefnda - sama hversu mikið aðrir kunna að hneykslast. Greinin er birt með leyji höfundar. 17

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.