Börn og menning - 01.04.2002, Side 23

Börn og menning - 01.04.2002, Side 23
BÖRN OG mENN|N6 frumleg hugsun samviskubit, maður verður ragur og þorir ekki að leita að nýrri reynslu. Og það eru ekki þannig manneskjur sem við viljum ala upp, þröngsýnar, hræddar og þjakaðar af innprentuðu samviskubiti. Vitleysan er þannig viturleg til að opna augu ungra lesenda og kenna þeim að skapa sér eigin lífssýn og nýta tækifærin, hjálpa þeim að losna undan aðkasti og samviskubiti sem þeir gjaman fá sem leyfa sér að hugsa öðruvísi, vera öðmvísi eða líta öðmvísi út en fjöldinn. Þess vegna held ég að vel fram sett vitleysa geti verið nauðsynlegur undanfari umburðarlyndis og víðsýni. Vitleysan eykur víðsýni í þeim bókum sem hægt er að flokka sem fyndnu bækumar úr síðasta jólabókaflóði er þessi boðskapur Línu og Nietzsches afar skýr: boðskapur umburðarlyndis, víðsýni, sjálfstrausts, fmmleika, bjartsýni og atorku. Boðskapurinn er gjarnan í búningi viturlegrar vitleysu, þar sem áherslan er lögð á galsa, leikgleði og sköpunarkraft, söguhetjumar em áræðnar og kotrosknar og bæði jákvæðir og spennandi einstaklingar. (Það er nefnilega ekki alveg sama hvemig vitleysan er fram borin, við þurfum að geta hlegið með sögupersónunni, og helst svolítið að fullorðna fólkinu eða vondu köllunum). Kristínu Helgu Gunnarsdóttur tekst einkar vel að skrifa fyndnar og skemmtilegar bamabækur sem hafa nokkuð skýra hugmyndafræði. I nýju bókinni Mánaljósi ræðst hún gegn lífsgæðakapphlaupi og efnishyggju fullorðinna íslendinga. Það eru hinir lífsglöðu og afslöppuðu hippar í Danmörku sem bjarga málunum þegar vinnuþjakaðir foreldrar geta ekki sinnt bömunum - sem þeir þó þurftu að láta búa til fyrir sig í glasi þar sem þeir höfðu skotið bameignum á alltof langan frest. Söguhetjurnar þurfa að dvelja sumarlangt í hippakommúnu, era tregar til að fara en komast að því að með því að kúpla sig frá hefðbundnum venjum sínum og mæta heiminum með opnum huga þá verður dvölin að sannkölluðu ævintýri. Hin viðteknu nomi lífs þeirra, allt tæknidótið og allt skipulagið, skiptir sífellt minna máli. í lokin er móðirin búin að læra þetta líka. Frú Silfurberg er flutt úr risastóm einbýlishúsi í úthverfi í lítið og huggulegt blátt bámjámshús og þar eyða saman jólunum nýfrjálsu þríburarnir, tveir unglingsstrákar frá Filipseyjum, tveir danskir hárgreiðslumenn, hjón frá Filipseyjum, þýskur málari, dönsk hjólreiðakona og frú Silfurberg og móðir hennar sem er nýkomin úr afvötnun. Samtímis eru ólöglegir sómalskir inn- flytjendur í hippahöllinni Mánaljósi. Eftirbragð bókarinnar er að lífið er óútreiknanlegt; nauðsynlegt er að taka því sem að höndum ber með æðmleysi og gefa öllum manneskjum tækifæri. Þetta er saga um frjálslyndi og fordómaleysi sem er svo nauðsynlegt í samfélagi nútímans. Saga Kristínar Helgu ber líka áhugavert vitni um viðhorfsbreytingu í bókum fyrir böm og unglinga. Viðfangsefni sem fýrir um 20 áram hefði orðið óhemju raunsætt og dramatískt er orðið litríkt, spennandi og fyndið. í mínum ungdómi hefði svona saga um böm sem enginn hefði tíma til að sinna af því að foreldramir væm að skilja og með ranga forgangsröðun í lífinu, böm sem yrðu að flytja og venjast lífi með einstæðri móður, orðið allt öðmvísi. Slík saga hefði kallast: Lyklabarn, Aróra í blokk, Elvis Karlsson, Himnaríki fauk ekki um koll, eða hvað þær hétu nú allar sorglegu skilnaðar- bækurnar sem mín kynslóð las. Ég veit ekki hvort maður á að lesa of mikið út úr þessari breytingu en kannski ber þetta ekki bara vott um jákvæðari rithöfúnda heldur líka sterkari stöðu og viðurkenningu ákveðinna hópa í samfélaginu. íUöfis Uaiíin iVrimwitSniy Söguhetjur nútímans em kraftmiklar og hafa trú á að hægt sé að gera ævintýri úr öllu því sem að höndum ber. Það er einhvem veginn miklu meiri bjartsýni ríkjandi núna, heldur en í skandínavísku bylgjunni sem kaffærði mína æsku. (Guði sé lof fyrir teiknimynda- sagnaþýðingamar sem tóku að streyma á markað undir lok 8. áratugarins og lyftu munnvikunum á ný). Þrátt fyrir allt sprellið og skemmtilegheitin í sögu Kristínar Helgu, æsilegar uppákomur og ævintýri, er þetta sennilega raunsæjasta bamabókin sem gefin hefur verið út hér á landi lengi. - Ekki af því hún fjallar um peningahyggju og hjónaskilnaði heldur vegna þess hvemig fjölbreytni nútímasamfélagsins er undirstrikuð. í bókinni em innflytjendur, flóttafólk, alkóhólísemð 21

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.