Börn og menning - 01.04.2002, Page 12
BÖRN OG mENN|N6
Anna Heiða Pálsdóttir:
Hobbitinn Fróði og
Harry Potter: ungir
menn með hlutverk
Arið 2001 hefur verið nefnt ár fantasíukvikmyndanna, þar sem tvœr óhemju vinsælar og
umtalaðar kvikmyndir, Harry Potter og viskusteinninn og Hringadróttinssaga: Föruneyti
hringsins voru frumsýndar í nóvember og desember. Báðar kvikmyndirnar eru byggðar á
barnabókum sem náð hafa mikilli hylli meðal fullorðinna; í báðum er að finna galdramenn,
tröll, kastala og gripi með yjirnáttúrulegan mátt; báðar kostuðu hundruð milljóna íframleiðslu
og báðar voru kynntar með gríðarlegu markaðsátaki - enda hafa þær laðað til sín urmul
kvikmyndahúsagesta á öllum aldri. I þessari grein fjallar Anna Heiða Pálsdóttir um gerð
þessara tveggja mynda, vinnuna á bak við þær og viðbrögðin sem þœr hafa vakið.
Greinarhöfundur dregur saman ýmislegt sem sögurnar um Harry Potter og Hobbitann Fróða
eiga sameiginlegt og lítur í lokin á skiptar skoðanir um siðferðisleg gildi þeirra.
Harry Potter og viskusteinninn
Enda þótt fyrsta kvikmyndin um Harry Potter eigi
sér styttri sögu en fyrsta myndin í röðinni um
Hringadróttinssögu, var hún frumsýnd á undan, eða
þann 30. nóvember 2001. Hún byggir á fyrstu bókinni
af sjö um galdrastrákinn Harry. Vitað var íyrirfram að
myndin hlyti að verða vinsæl þar sem þegar hafa selst
yfir 100 milljón eintök af Harry Potter bókum. Einnig
gátu framleiðendur gert ráð fyrir því að myndin yrði
vinsæl um allan heim vegna þess að bækumar hafa
verið þýddar á meira en 46 tungumál.
Galdradrengurinn er sannarlega orðinn heimsþekkt
fyrirbæri sem hefur snert og heillað lesendur á öllum
aldri víðsvegar um heiminn.
Fyrsta bókin var varla komin á prent þegar breski
kvikmyndaframleiðandinn David Heyman varð
hugfanginn af henni. Heyman var áður stjómandi
kvikmyndavers í Hollywood en sneri aftur til London
frá Bandaríkjunum árið 1996 til þess að setja upp eigin
kvikmyndaframleiðslu, Heyday Films. Einn starfs-
manna hans las grein um nýútkomna bók eftir
óþekktan höfund sem kallaði sig J.K. Rowling og
Heyman nældi sér í eintak. Hann féll fyrir sögunni og
gerði sér strax grein fyrir því að hér væri eitthvert
sérstakt fyrirbæri á ferðinni.
Heyman hitti J.K. Rowling snernma árs 1997 og
opinberaði henni fyrirætlanir sínar um framleiðslu
kvikmyndar um Harry. Hann lofaði skapara galdra-
drengsins að vera trúr því sem hún hafði hugsað sér.
„Þessi ákvörðun hefur (þaðan í frá) verið sú
mikilvægasta í sambandi við alla framleiðsluna,“ segir
hann í viðtali á vefsíðu Wamer Bros. Ljóst var að sama
og engin bresk fyrirtæki hefðu Ijármagn til þess að
kosta gerð myndarinnar og árið 1999 keypti bandaríska
risafyrirtækið Wamer Bros. kvikmyndaréttinn. Steve
Kloves, sem skrifaði m.a. handritið að The Fabulous
Baker Boys, var fenginn til að skrifa handritið að fyrstu
myndinni um Harry.
Leikstjóri og leikarar
Leitin að leikstjóra sem gæti deilt ástríðu, trú og
hugsjón Rowlings og Heymans varðandi myndina var
alls ekki auðveld. Fyrst var leitað til Stevens Spielbergs
en hann hafði hugmyndir um framleiðsluna sem
stönguðust á við hugmyndir J.K. Rowling. Dagblaðið
10