Börn og menning - 01.04.2002, Side 7
BÖRN OG mENN|N6
GUÐMUNDUR ÓLAFSSON
sögunni samt að langmestu leyti. Hann lætur til dæmis
söguna byrja á Ólafsfírði hjá afanum. Þetta gerir hann til
þess að áhorfendur fái að kynnast báðum persónum í
einu, bæði Emil og afa. „Bókarhöfundar eiga ekki að
koma nálægt handritsgerð, þeir eru of háðir sögunni og
vilja ekki sleppa einhverju sem þeim þykir vænt um
hvort sem það hentar bíómynd eður ei. Annars er ég
nokkuð sáttur við myndina. Auðvitað er ýmislegt sem ég
hefði viljað hafa öðruvísi en við því er ekkert að gera.
Það er ákvörðun leikstjórans að hafa myndina svona.“
Úr bók í mynd
Það getur gengið á ýmsu við að koma bók í mynd. Til
gamans má nefna hér eitt atriði. Það tengist hvolpinum,
honum Skunda. „í bókinni er ekkert mál að taka hann
upp og setja í köríu á hjóli Emils og svo er hjólað af
stað. Þegar þetta atriði var myndað vildi litli hvolpurinn
alls ekki láta setja sig í neina hjólakörfu svo menn tóku
á það ráð að binda hann niður með beisli eins og lítið bam
í kerm. Það er ýmis svona smáatriði sem geta komið upp
þegar hugmynd er færð úr bók í kvikmynd, úr kyrrstöðu
orðanna í hreyfíngu á hvíta tjaldinu.“
Að kvikmynda á íslandi fyrir íslenska áhorfendur
getur verið nokkram vandkvæðum bundið. Fullorðnir
áhorfendur þekkja þjóðveg eitt, sumir eins og lófann á
sér, og vita nákvæmlega hvaða fjall kemur næst og í
hvaða röð firðimir era. Leiðin norður í myndinni er ekki
alveg rökrétt og það er Guðmundur ósáttur við. En
leikstjórinn er auðvitað að velja fallegt landslag, fallegt
myndefni og raðar saman því sem honum fmnst henta.
Svona atriði trafla íslendinga en útlendingum er alveg
sama!
„Þetta er eins og að skrifa leikrit. Sýningin verður
aldrei eins og þú sérð hana fyrir þér meðan þú situr og
skrifar. Fólk kemur á sviðið sem talar öðravísi en
höfundur hafði hugsað sér, lítur öðravísi út en sagan
segir til um. Þannig er þetta líka með bók sem breytist í
kvikmynd. Kannski eru persónumar allt öðravísi en
höfundurinn hefur hugsað sér þær.“ Guðmundur segist
ekki hafa verið sáttur við hvemig foreldramir vora
gerðir. Ekki vegna þess að leikaramir væra ómögulegir,
fjarri því, heldur vegna þess að leikstjórinn valdi að hafa
foreldrana eldri en þeir ættu að vera samkvæmt
sögunni. Röksemd leikstjórans fyrir þessu vali var að
börn sæju fullorðna alltaf eldri en þeir væru.
Guðmundur tekur fram að í sögunni er sögumaður sem
fylgir Emil og lesendur fá ýmislegt að vita með augum
sögumannsins.
Guðmundur er ánægður með hvað hægt er að leika sér
með kvikmyndavélina. „Það er hægt að búa til sérstakan
heim í bíómyndinni. Þegar maður stendur og virðir fýrir
sér landslagið þá sér maður vítt og breitt. En
kvikmyndavélin hefur svo þröngt sjónsvið, nær að
einangra kringumstæður, þannig að hún getur búið til
nýjan heim án þess að áhorfendur veiti því athygli að
þar fari Ólafsfjöröur. Myndin gæti verið tekin alls staðar
annars staðar.“ Hann hafði mjög gaman af því hversu
trúr leikstjórinn var staðnum og vildi að myndin væri
tekin þar.
GUÐMUNDUR ÓLAFSSON
Meira af nafngiftum
Sagan um Emil og Skunda var gríðarlega vinsæl
þrátt fyrir ósköp „venjulegt" nafn. Bíómyndin fékk allt
annað nafn, Skýjahöllin. Guðmundur varð var við að
margir krakkar höfðu ekki hugmynd um að þessi mynd
væri gerð eftir bók hans. Myndin hefði ekki tapað á því
að halda sama nafni og bókin. En leikstjórinn réð nafni
myndarinnar, Guðmundur fékk ekkert að segja neitt til
5