Börn og menning - 01.04.2002, Blaðsíða 18

Börn og menning - 01.04.2002, Blaðsíða 18
BÖRN oc /v\ENN[N6 Snilldarbragð Greinina skrifaði Bo Bjornvig, bókmenntagagnrýnandi Weekendavisen í tilefni hundrað ára frá fæðingu Walt Disneys í desember 2001. Halldóra Jónsdóttir og Oddný S. Jónsdóttir þýddu. Þegar öld er liðin frá fæðingu Walt Disneys (1901- 66) fmn ég til mikils þakklætis - eins og allir foreldrar ættu að gera. Með verkum sínum, allt frá Mjallhvíti sem var hans fyrsta mynd, lagði hann grunninn að mjög vönduðum myndum sem hægt er að horfa á aftur og aftur án þess að tapa glórunni. Því böm láta sér ekki nægja að sjá myndir einu sinni eða tvisvar. Þau nota myndir eins og tónlist sem maður hlustar á þangað til maður getur ekki meir. Og böm hafa miklu meira úthald en foreldrar þeirra, sem eru oft við það að ærast af að hlusta eða horfa á það sama aftur og aftur. Sígildar Disney-myndir eru því hugsvölun, já og miklu meira en það. Þær bjarga manni frá því að sökkva í algert þunglyndi þegar endurtekningaræði bamanna nær yfírhöndinni. Það er neínilega ekki hægt að standast myndir á borð við Mjallhvíti, Gosa, Fantasíu, Dúmbó, Bamba, Öskubusku, Lísu í Undralandi, Pétur Pan, Hefðarfrúna og umrenninginn, Þymirós, 101 Dalmatíu- hund, Skógarlíf Hefðarkettina, Litlu hafmeyjuna og Konung Ijónanna. Það má líkja þessum myndum við tónverk þar sem maður bíður eftir uppáhaldsköflunum og fær sér sæti þegar þeir koma, baminu til ómældrar ánægju. Þetta gildir um veisluna í húsi dverganna, skjóina sem hæða Dúmbó og allar senumar með kanínunni Skelli, heimsókn Grimmhildar, strákinn sem breytist í fisk og dáleiðsluslönguna Karínu. Gæði myndanna hafa haldist í gegnum tíðina þótt það séu fyrstu myndimar, frá ámnum 1937 til 1942, sem em taldar til sígildra mynda. Meðal síðustu verkanna er líka að fmna nokkur misheppnuð sem ég sleppi í þessari upptalningu svo ekki sé minnst á framhaldsmyndir og styttri myndir. En kjarninn, fyrmefndar fímmtán sígildar kvikmyndir, lifir og mun gera það um ókomna tíð. Walt Disney vissi hvílíkt snilldarbragð hann hafði fundið upp - að semja fyrir böm og foreldra: „Þetta er dauðadæmt, ef maður miðar aðeins við bömin enda eru fullorðnir bara stór böm.“ En veröld hans átti ekki aðeins að ná til bama og fullorðinna, hún átti að ná til „heimsins“, sem hvorki var nógu góður, nógu hugmyndaríkur né nógu spennandi: „Þegar ég er einhvers staðar hugsa ég alltaf um hvað sé að hlutunum og hvemig væri hægt að bæta þá.“ Það endaði með því að hann breytti heiminum í bókstaflegri merkingu og ekki bara inni í höfðinu á okkur, hann keypti líka landsvæði þar sem hann gat skapað sinn eigin heim: Þar á meðal Disney World, hótel með afþreyingarmöguleikum, iðnaðarhverfi, „framtíðar- flugvöll“ og íbúðahverfi framtíðarinnar. „Það þýðir ekki að lækna kvilla gömlu borganna. Nauðsynlegt er að byrja frá gmnni á ósnortnu landi og byggja samfélag, 16

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.