Börn og menning - 01.04.2002, Blaðsíða 30

Börn og menning - 01.04.2002, Blaðsíða 30
BÖRN OC MENN|NG Val barna á barnabók ársins 2001 í bamadeildum Borgarbókasafns Reykjavíkur er nýafstaðin kosning á bamabók ársins 2001. Kosningin var fólgin í því að böm og unglingar, 6-12 ára, gátu kosið þá bók (allt að þrjár bækur) sem þeim fannst best bóka á íslensku útgefín 2001. Kjörseðlar lágu frammi í öllum söfnum og í bókabíl Borgarbókasafns og stóð kosningin yfír til 15. apríl. Urslitin vora gerð kunn síðasta vetrardag þann 24. apríl í viku bókarinnar. Tólf heppnir þátttakendur fá bókaverðlaun. Einnig fær höfundur eða þýðandi þeirrar bókar sem vinnur viðurkenningu. Áreiðanlegar ffegnir herma að þátttaka í kosningunni hafi verið mjög góð. Tilgangur kosningarinnar var að: • Örva lestur og lestraránægju bama og unglinga. • Sýna bókvali ungs fólks virðingu. • Efna til bamabókaverðlauna þar sem ungir lesendur sitja í dómarasæti. A slóðum netsins Það hlaut að koma að því að íslenskir höfundar færðu sér tölvutæknina í nyt til að koma bókmenntaverkum sínum á framfæri við lesendur. Tveir framtakssamir bamabókahöfundar hafa riðið á vaðið og sett fram efni á netið úr bókum sínum og þróað út frá því leiki og gagnvirkt efni sem böm geta glímt við og haft gaman af. Auður Jónsdóttir og Þórarinn Leifsson eru með vefsíðuna www.trassi.is en hún fór í loftið í kjölfar útgáfu bókarinnar Algjört frelsi sem kom út um síðustu jól. Ólafur Gunnar Guðlaugsson heldur úti vefnum www. alfheimar.is en hann tengist bókum hans urn Benedikt búálf. Ólafur hefur búið þarna til heilt ævintýraland sem bömin geta heimsótt, náð sér í efni til að lita og skrifað Benedikt búálfi. Annar vefur sem er mikið sóttur af bömum jafnt sem fullorðnum er Harry Potter vefúr Önnu Heiðu Pálsdóttur www.mmedia.is/ah/harry.htm en þar er að fínna mikinn fróðleik um Harry Potter og fleira. Fyrir fullorðna sem fræðast vilja um efni sem tengist bamabókmenntum skal bent á vefínn bamung.khi.is sem og á bókmenntavef Borgarbókasafnsins, www.borgarbokasafn.is þar sem fmna má skemmtilegt efni og upplýsingar um rithöfunda. Nýr og spennandi hvalavefur Vissuð þið að hvalir geta haldið niðri í sér andanum í 20-40 mínútur? Og vissuð þið að hvalkýr ganga með hvem kálf í allt frá 8 til 18 mánuði? Eða vissuð þið að heilinn í búrhval getur vegið allt að 10 kílóum? Barnaþátturinn Vitinn, nettengdur útvarpsþáttur hóf göngu sína á Rás 1 í Ríkisútvarpinu haustið 1999. Heimasíða þáttarins varð strax vinsæl og varla hefúr liðið sá dagur að íslensk böm hafi ekki tjáð sig um hin og þessi málefni í gestabók Vitans. Fljótlega bar á að bömin bæru fram óskir um leiki á síðuna og föstudaginn 22. mars rættust þær því þá var opnað vefsetur um hvali. Á hvalavefnum er að finna mikinn fróðleik um þessi risavöxnu spendýr sjávarins, hvalina. Einnig er hægt að hlusta á hljóðin sem þeir gefa frá sér og skemmta sér við leiki sem tengjast hvölum. Hægt verður að fara inn á hvalavefmn frá upphafssíðu Vitans; www.mv.is/vitinn Bókavikan 20. -27. apríl Bókavikan var að þessu sinni tileinkuð bamabókum. Þema vikunnar var Börn og bækur og Guðrún Helgadóttir rithöfundur flutti ávarp Dags bókarinnar. Hin árvissa bók sem Félag íslenskra bókaútgefenda gaf út í tilefni vikunnar heitir Töfraafliö og aðrar sögur og hefur að geyma ellefu smásögur fyrir böm. Sunnudagskvöldið 20. apríl stóð SÍUNG fyrir sjónvarpsdagskrá í ríkissjónvarpinu undir yfirskriftinni: Er ormur í bókinni? Þar var rætt við rithöfunda, ritstjóra, myndhöfunda og sálfræðing um ýmislegt sem viðkemur bamabókum og framtíð þeirra. Einnig var farið í heimsóknir í skóla og á bókasöfn þar sem böm vom tekin tali og þau lásu upp og skemmtu á ýmsan hátt. Eins og komið hefur fram veitti Borgarbókasafnið í fyrsta sinn verðlaun fyrir bestu bamabókina að mati 6-12 ára bama en ekki lá fyrir hver hlaut þau þegar blaðið fór í prentun. Víða um land vora sögustundir í bókasöfnum og sums staðar veittu bamabókaverðir ráðgjöf um val á lesefni fyrir böm. Þá var Amtsbókasafnið á Akureyri með sýningu á gömlum bamabókum og sérstök athygli var vakin á íslenskum bamabókum.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.