Börn og menning - 01.04.2002, Blaðsíða 13

Börn og menning - 01.04.2002, Blaðsíða 13
BÖRN OG /v\ENN|N6 The London Sunday Express tilkynnti þann 13. mars 2000 að komið hefði til „hugmyndafræðilegra árekstra“ milli hans og hennar: hún vildi hafa mjög mikið að segja um gerð myndarinnar og hann sætti sig ekki við það. Þá auglýstu framleiðendur eftir leikstjóra og boðuðu nokkra af þeim í viðtal. Meðal þeirra sem sóttu um hlutverkið var Chris Columbus, sem þekktastur er fyrir leikstjóm sína á Home Alone og Mrs. Doubtfire. Columbus var mikið í mun að hljóta verkefnið og fannst engin minnkun í því að koma í viðtal eins og óþekktur leikstjóri. Hann fékk að funda með Rowling. „Til að byrja með var ég taugaspenntur, þar sem ég er svo mikill aðdáandi bókanna,“ segir Columbus. „En mér leið strax vel í nærvem Jo. Ég útskýrði að ég vildi vera trúr bókinni til hins ítrasta. Ég sagði henni að ég vildi halda dulúð og spennu bókanna óskertum. Ég held að Jo hafi líka verið hrifin af því að ég vildi hafa hana með í framleiðsluferlinu. Og hún reyndist ómetanlegur samstarfsmaður. Innblástur hennar og hugmyndir vom hreinlega stórkostlegar.“ Heyman heldur því fram að það sé einhver ástæða fyrir því að milljónir bama og fullorðinna hafa fallið fyrir Harry Potter bókunum. Ef grundvallarhugmyndin að baki þessum heimi hefði verið eyðilögð yrði þessi tryggi lesendahópur æfur. „Þess vegna var mér mikið í mun að vera trúr bókunum í einu og öllu en í því fólst m.a. að taka myndina á Englandi og hafa alla leikarana breska," segir Heyman. Ákveðið var að myndatökur færa fram á Englandi og þekktir og óþekktir leikarar ráðnir í hlutverkin. Enginn efast um að val á leikuram geti varla verið betra. Þar sem Steve Cloves hafði skrifað handritið frá sjónarhomi Harry Potter var hlutverk hans mikilvægast, því hann tekur þátt í næstum hverri einustu senu, Daniel Radcliffe sem áður hafði birst í breska sjónvarpinu sem David Copperfield og leikið í kvikmyndinni The Taylor of Panama sem David Heyman lék einnig í, var kvaddur í prufu-upptöku og stóð sig svo vel að enginn var í vafa um að hann gæti leikið galdrastrákinn Harry. Hann fylgist með öllu sem gerist í tveimur heimum, bæði leyndardómsfullur og varkár á svip. Rupert Grint þótti nógu „fyndinn“ og sérstakur til að leika Ron, og Emma Watson reyndist nógu greindarleg og ráðrík til að taka að sér hlutverk bókaormsins Hermione. Steve Kloves segir um Emmu að hún sé „10 ára að verða 25,“ og á það ágætlega við stelpuna sem þarf lítið að hafa fyrir því að leika gáfnaljós þar sem hún er vel gáfum gædd. Robbie Coltrane þykir einna bestur leikaranna í hlutverki hins íturvaxna Hagrids - risans með gullhjartað - er þeysist um himininn á mótorhjóli og sparkar upp hurð til að tilkynna Harry að hann eigi að koma til Hogwartskóla í nám. Kvikmyndin sjálf í nútímafantasíum era menn famir að treysta mjög mikið á „special effects" eða tæknibrellur, og stundum fara þær úr böndunum. Heimurinn þar sem Hogwartskóli og Skástræti era hluti af daglegri tilvera nýtur aðstoðar nokkurra tækniatriða til að verða „trúanlegur“ en samt fara þau ekki út í öfgar. Margir hafa hrósað því hversu vel hefur tekist að gera sumar brellumar „gamaldags“, til dæmis þegar Harry og aðrir nemendur á fyrsta ári sigla á báturn til skólans og sviðsmyndin minnir á „gervilega“ hryllingsmynd frá 1930 eða um það bil. Kertin sem svífa í lausu lofti í Hogwartskóla veita matsalnum ævintýralegt yfirbragð með gamaldags blæ og flokkunarhatturinn bætir um betur. Lord of the Rings Á árum fyrri heimsstyrjaldar dvaldist ungur breskur maður í blautum og köldum skotgröfum í Frakklandi og velti fyrir sér grimmd heimsins og hugsanlegum örlögum hans. Ungi maðurinn, John Ronald Reuel Tolkien, sneri aftur heim til Englands með ótal rissblöð og hugmyndir að heilum nýjum heimi þar sem ill öflreyna að ná yfirráðum. Hann gerðist háskólakennari, fékk mikinn áhuga á norrænni goðafræði og eyddi mörgum kvöldum í umræður um Eddukvæði og íslendingasögur með vini sínum, C. S. Lewis. Kvöld eitt, þegar Tolkien var að lesa yfir ritgerðir nemenda sinna, sá hann að einn þeirra hafði skilið eftir auða síðu í prófbókinni. Hann skrifaði á blaðið þessu fleygu orð: „In a hole in the ground there lived a Hobbit.“ 11

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.