Börn og menning - 01.04.2002, Blaðsíða 15
BÖRN OC mENN|NG
upphafí til enda eftir fyrirmyndum Lees og Howes.
Tölvudeildinni, WETA Digital, var falið að gera
tölvumyndir og vinna úr þeim. Taylor undirbjó
hemaðaráætlun: hann réði þegar 120 tæknimenn í vinnu
og skipti þeim niður í sex deildir. Þessar deildir unnu
með þau hundruð teikninga sem Lee og Howe höfðu
gert og hófu að smíða sviðsmyndir. Margar sviðsmyndir
vom skomar út úr „polystyrene" - glæru plastefni, sem
hefúr einstaka eiginleika og getur til dæmis líkst mörg
þúsund ára gömlum viði. Þetta efni var líka notað í
steinstyttumar við hliðið að MinasTirith.
Nýja-Sjáland hentaði vel sem sögusvið, enda eru þar
tignarleg fjöll, sléttur og skógar sem virðast ótrúlega
líkir þeim hugmyndum sem menn hafa gert sér um hinn
dularfulla Fangorn-skóg. Þetta landslag, ásamt
tilbúnum sviðsmyndum og tölvumyndum, þurfti að fylla
með ótrúlegustu vemm: álfum, dvergum og
kynjaskepnum. Álfarnir ollu Jackson heilabrotum, þar
sem Tolkien lýsti þeim á ljóðrænan hátt en sagði fátt um
líkamlegt útlit þeirra og viðbrögð. „Hann skrifaði að þeir
væm „gamlir og ungir, hryggir og glaðir“ sem kemur
vel út á prenti," segir Jackson og bætir því við að ekki
hafi verið auðvelt að ímynda sér þá. lllmennin voru enn
erfíðari segir hann. „Tolkien vekur upp ill öfl; hann
vekur upp Sauron. í næstum öllum bókunum er ímynd
Saurons bara logandi auga. Ég skal segja ykkur það, að
hafa illmenni sem logandi auga í þremur heilum
kvikmyndum er ekki auðvelt.“
Framleiðsla Hríngadróttinssögu
Loks gátu myndatökur hafíst. Leikarar og
aðstandendur myndarinnar ferðuðust í átta mánuði um
Nýja-Sjáland, upp og niður fjöll, um dali og sléttur,
skóga og hella. Leikaramir þurftu að læra skylmingar,
að sitja hest, að róa kajökum, tala álfamál og klífa háa
tinda. Út um allt lágu hlaðar af pappírskiljum
Hringadróttinssögu sem Jackson, Walsh og Boyen
lásu, merktu við og rifu í viðráðanlega búta. Boyens
hafði í fór með sér ferðaprentara og færði inn breytingar
að kvöldi hvers dags. í dögun var nýútprentuðum síðum
dreift meðal mannskapsins sem lifði og hrærðist í
Miðgarði og varð brátt hluti af þessum nýskapaða heimi.
Elijah Wood sem leikur Fróða, fannst auðvelt að lifa sig
inn í hlutverk sitt. Senumar voru að hans sögn svo
raunverulegar að leikaramir vom famir að trúa því að
Fróði og félagar hefðu í raun verið til. „Ég veit hvemig
tilfmning það var að vera Hobbiti,“ segir Wood.
Myndin hefst á stuttu yfirliti yfír sögu Miðgarðs og
hringanna, og einkennist að rniklu leyti af baráttusenum.
Hún tekur um þrjár stundir í sýningu og tæknibrellumar
13