Börn og menning - 01.04.2002, Side 25
BÖRN OC MENN|N6
skemmtilegri eru þau og þeim mun meiri kátínu vekja
þau hjá krökkunum. Þama birtist heimur sem er handan
alls sem við þekkjum en er þó líka alveg ofur-
hversdagslegur, tungumálið er orðið að leik og venjulegir
hlutir lifna við í vitlausu samhengi.
Kynnst hef ég bænheitum bor
og blaðlús með hor,
hitt hef ég staurblankan staur
og stórstígan maur.
í bókinni þakkar Þórarinn Æra-Tobba fyrir arfínn
með orðalagi afa unglings: Agara gagara Æri-Tobbi /
áfram held ég þínu djobbi... sem auðvitað minnir okkur
á að bull og vitleysa er ekkert nýtt fyrirbæri í
bókmenntum, síður en svo, og væntanlega hefur alla tíð
verið amast eitthvað við því.
Þegar ég var krakki var það ekki Æri-Tobbi heldur
Ólafur Haukur sem hélt uppi merkjum vitleysunnar
viturlegu, en Olga Guðrún söng: Bullumsull og
sullumbull og súkkatí, búkkatí, og eniga, meniga. - Og
Ólafur Haukur getur vissulega flokkast með fyndnu
höfundum síðustu jóla með Fólkið í blokkinni. Vitleysan
er ekkert nýtt fyrirbæri í bamabókum þótt ég hafi hér
rétt áðan amast út í skandinavíska raunsæið. Ef ég man
rétt hlustaði ég bæði á Línu Langsokk og Emil í
Kattholti syngja öfugmælavísur þar sem ótrúlegustu og
kjánalegustu hlutir gerðust sem fyrir vikið vom
óstjórnlega fyndnir. Astrid Lindgren, Ole Lund
Kirkegaard og Guðrún Helgadóttir, þessir miklu
snillingar bamabókanna, hafa öll skrifað viturlega
vitlausar bækur og öðlast fyrir þær mikla
viðurkenningu, það nægir að nefna Línu langsokk, Fúsa
froskagleypi og Palla.
Gegn ferköntuðu hugarfari
Lína langsokkur glímir við svipuð vandamál og
persónur bæði Kristínar Helgu og Auðar Jóns.
Vandamálið er fullorðið fólk sem er óendanlega
ferkantað í hugsun, heldur að sín heimsmynd og lífssýn
sé sú eina rétta og vill troða henni upp á bömin.
Lína þarf að kljást við fulltrúa bamavemdarstofunnar
sem vill koma henni á bamaheimili svo hún verði eins
og öll önnur böm en Tinna trassi glímir við tískulöggu
sem vill að útlit alls fólks sé sniðið eftir stöðluðu formati.
Silfurberg þríburarnir kljást ekki við einstaklinga heldur
hugsunarhátt. Þeir em fastir í klóm efnishyggjunnar og
þurfa að losa sig undan lífssýn foreldra sinna - réttara
sagt fóður síns því móðirin nær líka áttum - og læra að
meta mjúku hliðamar á lífinu.
Rétt eins og Lína og Tinna trassi þurfa þríburamir að
standa föstum fótum í tilverunni til að geta lagt
sjálfstætt mat á hlutina, þeir þurfa að tileinka sér
sjálfstraust, nægjusemi og æðmleysi.
Fremst í Mánaljósi skrifar Kristín Helga:
„Ég held að það sé til fólk sem á helling af fötum
en er samt alltaf kalt.
Kannski er líka til fólk sem á dót í haugum
en leiðist alltaf.
Svo gæti einhvers staðar verið til fólk
sem býr í höllum
en finnst samt alltaf þröngt og
jafnvel fólk sem græðir og græðir
en á samt aldrei nóg.
Ef það eru til svona manneskjur
þá er þessi saga handa bömunum þeirra.“
í byijun desember birtist viðtal við Guðberg Bergsson
í Lesbók Moggans þar sem Guðbergur óð á súðum að
vanda og kom meðal annars við í bamabókunum. „Mér
finnst íslenskar barnabókmenntir vera bull,“ sagði hann.
„Þetta eru bara fíflalæti. Stundum örlar á leifum af
kristilegri hugsun sem hefur reyndar alltaf verið mjög
fátækleg hér á landi. Annars skortir alveg hugsun í
íslenskar bamabækur.“
Sjálfur setur Guðbergur fram skýra hugsun í sinni
bók - sem er dýrasaga og í raun ekki ein af fyndnu
bókunum að rnínu mati. Ég nefni hana bara út af þessu
viðtali því það spaugilega er að Guðbergur setur fram
sömu hugsun í sinni bók og þær Kristín Helga og Auður
þó svo að hann agnúist út í hugsunarleysi íslenskra
bamabóka. Hann fjallar eins og þær um sjálfstraust og
umburðarlyndi.
Speki hænunnar hjá Guðbergi er þessi: „Ef einhver
gæti allt væri engin þörf fyrir aðra. ... Vegna þess að sá
sem gæti allt gerði það auðvitað sjálfúr... En sem betur
fer er það þannig í þessum heimi að sumir geta sumt,
aðrir annað og allir eitthvað. Fyrir bragðið em menn og
dýr mörg og margvísleg."
Mér sýnist Guðbergur reyna að vekja upp gamlar
andstæður í viðtalinu, þ.e. hugtökin skemmtilegt vs.
innihaldsríkt. Rétt eins og gamla klisjan að allt sem er
gott sé óhollt (sem rannsóknir á bæði rauðvíni og
súkkulaði hafa fyrir löngu afsannað).
Ég held að þessi uppstilling sé misskilningur. Ég
held að það sé alls ekki þannig með bamabækur að þær
þurfi að reyna á þolrifin til að teljast góðar. „Það sem
ekki drepur mann það herðir mann,“ er setning sem alls
ekki ætti að hafa til hliðsjónar þegar valið er lesefni fyrir
unga fólkið. Það getur einmitt verið gott fyrir krakka að
geta sökkt sér ofan í lesefni sem vekur hlátur. Bam sem
23