Börn og menning - 01.04.2002, Page 17
BÖRN 06 MENN|N6
til að berjast gegn þeim illu öflum sem ásælast hringinn:
hann er hetja vegna mannlegra eiginleika, ekki galdurs.
Myndirnar mala gull
Það er ævintýri líkast hversu vel almenningur hefur
tekið fantasíumyndunum tveimur. Myndin um Harry
hefur stokkið upp fyrir Stjömustríð og er nú orðin önnur
stærsta mynd allra tíma meðal Mugga - aðeins
stónnyndin Titanic hefur gert betur. í febrúar 2002 voru
komnar in 926 milljónir Bandaríkjadala (138.900
milljónir ÍSK). Hringadróttinssaga er á topp tíu
listanum en tekjur vegna hennar eru „aðeins“ komnar í
250 milljónir Bandaríkjadala svo hún á enn langt í að ná
Harry.
Ekki fara ætíð saman gæfa og gjörvileiki. Enda þótt
Harry hafí galdrað töluvert fé upp úr vasa aðdáenda
sinna hefur honum ekki farnast eins vel á öðrum
sviðum. Föruneyti hringsins virðist bera höfuð og herðar
yfír Harry Potter hvað listrænt gildi varðar og hefur
myndin sópað til sín verðlaunum á meðan Harry situr
með tómar hendur. Hin fyrmefnda fékk fimm verðlaun á
bresku BAFTA hátíðinni; hún var meðal annars valin
besta myndin, og Peter Jackson fékk sérstök verðlaun
sem leikstjóri. Harry Potter og viskusteinninn var
tilnefnd til átta BAFTA-verðlauna en aðstandendur
hennar fóru hins vegar tómhentir heim.
Hringadróttinssaga hlaut alls 13 tilnefningar til
Óskarsverðlauna, m.a. sem besta myndin, besti
leikstjórinn, besti karlleikari í aukahlutverki (lan
McKellen í hlutverki Gandalfs), búningahönnun o.fl.
Harry Potter og viskusteinninn var tilnefnd til þrennra
verðlauna: besta frumsamda tónlistin, búningahönnun
og listræna stjórnun. Sagan endurtók sig: Hringa-
dróttinssaga fékk fem verðlaun og Harry Potter og
viskusteinninn engin.
Enn hafa framleiðendur Harry Potter tækifæri til að
slá keppinautinn út. Önnur myndin um Harry, Harry
Potter og leyniklefinn verður fumsýnd í nóvember nk.
en framhald Föruneytis hringsins, Tveggja turna tal,
verður fmmsýnd þann 18. desember nk. Varla er þó
hægt að tala um keppinauta, þar sem fyrirtækin sem
framleiða myndimar, Wamer Bros. og hið nýsjálenska
New Line, heyra bæði undir sama risann: AOL-Time-
Wamer. Aðdáendur myndanna geta þó skemmt sér við
það í millitíðinni að metast um gæði þeirra og við getum
öll hlakkað til meira góðgætis á fantasíumynda-
markaðinum, þar sem von er á kvikmyndinni um Gyllta
áttavitann frá New Line innan skamms - en hún verður
sú fyrsta af þremur um þríleik Philips Pullman.
Höfundur er bókmenntafrœðingur.
Myndin. Hann naut hverrar sekúndu, gerði
ekkert til þótt hann væri búinn að sjá hana, hver
sentímetri eins og talaður út úr hans hjarta. Frank
Sinatra er maður Grace Kelly en er vonlaus
fyllibytta þótt hann rauli laglega. Súsanna
Heyworth, eiginkona Bing Crosbys er
eiturlyfjasjúklingur þrátt fyrir yndislegt heimili
og mentaðargjöm böm. Grace og Frank bjóða til
veislu. Louis Armstrong og hljómsveit leika fyrir
dansi. Bing vill lyflta Súsönnu upp og fer með hana
i veisluna. Snemma kvölds dettur Frank í laugina
og þjónarnir hlaupa með hann í rúmið. Bing
dansar við Grace, þau labba út í garð, tunglið treður
marvaðann og Bing syngur: Frá mér til þín. Þegar
varir þeirra snertast em áhorfendur hættir að vera
þeir sjálfír og runnir samanvið söguhetjurnar.
Þegar Bing og Grace kysstust notaði Andri
tækifærið og tók um hendi Möggu sem hrökk við
eins og hún hefði snert krullujám. Þyngdarpunktur
lífsins færðist af tjaldinu yfír í handtak þeirra.
Þetta risavaxna Teknikólor-Sínemskópsamhengi
streymdi úr fingurgómum annars yfír í lófa hins.
Hann þrýsti, og þegar hún þrýsti á móti, hoppaði
eitthvað upp í háls - hjartað?
Pétur Gunnarsson: punktur punktur komma
strik, bls. 123-124.
15