Börn og menning - 01.04.2002, Blaðsíða 21

Börn og menning - 01.04.2002, Blaðsíða 21
BÖRN oc /v\ENN|N6 greint á öðrum stað í þessu blaði varði Anna Heiða nýverið doktorsritgerð sína en fyrirlesturinn fjallaði um einn kafla ritgerðarinnar. Síðasta erindið á ráðstefnunni hélt Rakel Pálsdóttir, þjóðffæðingur, sem hefur að undanfomu verið að rannsaka flökkusögur. Nefndi hún erindi sitt Hárin á höfði mér rísa; Hryllingssögur meðal barna og unglinga. Flökkusögur meðal bama og unglinga hafa fram að þessu aðeins verið lítill hluti af rannsóknum Rakelar en hún hyggst nú einbeita sér að þeim. Sagði hún ljóst að böm byija að segja sögur nánast um leið og þau byrja að tala. Megineinkenni sagna þeirra taka síðan breytingum á mismunandi aldursskeiðum. Sögur yngri barnanna enda ævinlega vel en þetta breytist á unglingsárunum en á þeim aldri telur Rakel að sagnamennskan rísi hæst. Norrœnn fundur Dr. Anna Heiða Pálsdóttir sótti sameiginlegan fúnd norrænu IBBY deildanna í Stokkhólmi 15.-17. mars. Svíar greindu frá því að komið hefði verið á sérstökum Astrid Lindgren verðlaunasjóði sem úthlutað verður úr árlega 5 milljón krónum sænskum. Verðlaunin geta hlotið jafnt einstaklingar sem félög er vinna bamabókmenntum brautargengi. Þar sem Guðlaug Richter gengur úr stjóm IBBY samtakanna á heimsþinginu í haust var á dagskrá umræða um hvort Norðurlönd ættu að koma sér saman um tilnefningu fulltrúa sem yrði sérstakur tengiliður landanna við stjóm samtakanna. Var samþykkt að löndin styddu Danann Vagn Plenge í stjómarkosningunum í Basel í haust. íslandsdeildin sér um útgáfu Nordisk blad á þessu ári og var samþykkt tillaga deildarinnar um að hafa þemað húmor í bamabókum. Fundinum lauk með því að fulltrúar hvers lands kynntu barnabókaútgáfu síðasta árs. Alþjóðlegu samtökin IBBY Vorfundur stjómar IBBY-samtakanna var haldinn í Bologna 8. og 9. apríl í tengslum við hina árlegu bamabókamessu. Guðlaug Richter fulltrúi íslands í stjóminni sat fundinn. Á dagskrá fundarins vom hinir ýmsu þættir í starfsemi samtakanna en þar að auki fór mikill tími í að ræða undirbúning fímmtíu ára afmælisþings IBBY-samtakanna sem verður haldið í Basel í Sviss 29. september til 3. október 2002. Þingið er öllum opið en hámarksþátttaka er þó bundin við 450 manns. Síðasti skráningardagur er 31. maí nk. Á þinginu verður litið yfir farinn veg í starfsemi samtakanna en einnig verður horft til framtíðar. Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér dagskrá heimsþingsins í Basel eða hvaðeina í starfsemi IBBY-samtakanna er bent á að skoða ágæta heimasíðu þeirra, www.ibby.org I kjölfar stjómarfundarins var haldinn blaðamanna- fúndur á vegum samtakanna. Fundurinn var á fyrsta degi bókamessunnar og var hann fjölsóttur enda var þá tilkynnt hver hlýtur H.C. Andersen verðlaunin á þessu ári. Það ríkti dauðaðögn í salnum þegar Jay Heale frá Suður-Afríku, formaður dómnefndarinnar, greindi frá því að það væm rithöfundurinn Aidan Chambers frá Bretlandi og landi hans, myndskreytirinn Quentin Blake. Bmtust þá út mikil fagnaðarlæti og fór ekki á milli mála að þeir áttu báðir heita aðdáendur í salnum. Þeir taka við verðlaununum við hátíðlega athöfn á heimsþinginu í Basel í haust. Vorvindar 2002 Á sumardaginn fýrsta veitti félagið okkar, Böm og bækur, hinar árlegu viðurkenningar sínar í Norræna húsinu. Þær hlutu að þessu sinni: Guðjón Sveinsson sem hlýtur Vorvinda fyrir ritstörf sín í þágu bama og framlag sitt til bamamenningar. Guðjón Sveinsson gaf út sína fyrstu bók árið 1967 og hefúr síðan þá skrifað á fjórða tug bóka fýrir böm. Sérstaka athygli vakti bók hans Ört rennur œskublóð (1972) sem lýsir af einstöku innsæi lífi ungs manns í sjávarþorpi úti á landi og átökum hans við umhverfið og sjálfan sig. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir hlýtur Vorvinda fyrir bama- og unglingabókina Niko er kom út haustið 2001. Niko er fyrsta bók Önnu Gunnhildar og fjallar um dreng sem alist hefúr upp í Sarajevo en flytur til íslands ásamt foreldmm sínum eftir að ófriður í heimalandi hans hefur hrakið fjölskylduna á brott. Með þessu framlagi sínu hefúr Anna Gunnhildur sannarlega minnt á tilgang hinna alþjóðlegu IBBY-samtaka sem stofnuð vom til þess að brúa bil á milli ólíkra menningarhópa með bamabókum og efla þannig skilning á milli þjóða. Leikfélag Kópavogs hlýtur Vorvinda fyrir áhugaverða leikgerð sína á Grimms-ævintýrum. Leikfélagið var stofnað af áhugamönnum um leiklist árið 1957. Það hefúr sérstaklega beitt sér fýrir að vinna með unglingum og stofnaði sérstakan unglingaleikhóp 1994. Leikritið Grimm er kraftmikil og fjörug sýning sem byggir á nýstárlegum spuna og höfðar einstaklega vel til barna. í leikskrá segir: „Ævintýrin endurspegla að einhverju leyti lífið. Þar er gleði og þar er sorg, þar er ótti og kátína, ríkidæmi og örbirgð.“ 19

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.