Börn og menning - 01.04.2002, Side 35

Börn og menning - 01.04.2002, Side 35
BÖRN 06 /v\ENN|N6 eigur sem hugurinn getur gimst en skortir ást og umhyggju; foreldrar þeirra, sem eru að skilja, eru stressað nútímafólk. Þríburamir em glasaböm og virðast aldrei hafa komist úr glasinu en heimsóknin til Emelíu ömmusystur á svo sannarlega eftir að opna lokuðu skúffumar. í Mánaljósi er róttækur samanburður á tvenns konar lífsgildum; þ.e. efnishyggju þar sem allt snýst um veraldleg gæði og svo lífhyggju þar sem meiri áhersla er lögð á annars konar og andlegri verðmæti. Þessar andstæður em burðarvirki sögunnar en húmor er nýttur í þágu þjóðfélagsrýninnar þannig að sagan verður ekki boðandi eða predikandi, frernur töfrandi og nokkuð nostalgísk sýn á hippaárin og það góða sem þeim fylgdi. Tvœrgóðar að lokum Að lokum má nefna tvær bækur sem eiga það sameiginlegt að vera fremur flóknar að gerð; fyndnar en einnig harmrænar. Sú fyrri fellur hvergi auðveldlega í flokk og er það Hundurinn sem þráði að verða frœgur eftir Guðberg Bergsson. Þar segir frá hundi nokkmm sem fyllist skyndilega mikilmennskubrjálæði og vill verða vinsæll hjá eigendum sínum. Tilraunir hans til þess takast þó ekki betur en svo að húsbændum hans finnst hann leiðinlegri en nokkm sinni fyrr og stugga stöðugt við honum og skamma hann. Hundurinn gefst þó ekki upp en veitir því eftirtekt að lömbin á bænum virðast vinsælli en hann. Hann ákveður því að dulbúa sig sem lamb með því að setja á sig sauðskinnsgrímu og fara í ullarsokka- og vettlinga. Hin dýrin á bænum aðstoða hann við dulargervið og spretta upp miklar umræður um tilvistina og vandamálin sem fylgja því að vera til. Hundurinn vill sjálfúr gjama trúa því að hann sé í raun lamb eða eins og hann segir sjálfúr: „Mig gmnar að ég hafi alltaf verið lamb í líkama hunds og í fæðingunni fengið skott fyrir dindil, sagði hundurinn. Satt að segja hef ég aldrei kunnað við mig í hundslíkamanum eða þolað að þurfa að gelta en fá ekki að jarma.“(74) Hundurinn er minnipokamaður; líf hans snýst um að geðjast öðmm en ekki að rækta sinn eigin garð. Viðleitni hans er dæmd til að mistakast því að sá sem vill falla öllum í geð fellur auðvitað engum í geð. Hann ímyndar sér að með því að breyta líkamlegu atgervi sínu geti hann breytt sér og þar hittir Guðbergur naglann á höfuðið; er ekki nútímamaðurinn stanslaust að megra sig, lita á sér hárið, breyta útliti sínu og jafnvel kyni - iðulega til að geðjast öðrum eða óskilgreindu samfélagi? Þannig snýst sagan um hver við emm og hvemig hægt er (eða ekki hægt) að sætta sig við tilvistina. Og það sem sagan segir okkur er kannski það að grímur og dulargervi em ekki lifandi því að þau hafa enga sál. Það sem þau fela er það sem skiptir máli. Gervimennskan, hversu vel gerð sem hún er, er þegar öllu er á botninn hvolft ekkert annað en gervi. Kindin sem þykist vera djúpvitur hittir reyndar naglann á höfúðið: „Þegar okkur leiðist að vera það sem við emm þá fömm við að þykjast og látum á okkur grímu.“ (73) En allur þessi grímuleikur er á endanum tilgangslaus. Kannski er bókin hans Guðbergs bara bókin um tilgangsleysi allra hluta sem bísamrottan í Múmínálfunum sat og las löngum stundum. Hin bókin er athyglisverð, þýdd bók, Pobby og Dingan, ekki síður fyrir fúllorðna en böm. Sögumaður er ungur ástralskur drengur, Ashmol að nafni, og segir hann frá því þegar tveir ósýnilegir vinir systur hans, Kellyanne, hverfa en þau nefnast einmitt Pobby og Dingan. Við þennan vinamissi veikist Kellyanne og Ashmol skipuleggur í framhaldinu leit að Pobby og Dingan, sem allir bæjarbúar taka þátt í þó að þau séu ekki til. Ashmol er reyndar hálf uppsigað við þessa ímynduðu vini systur sinnar en er í raun meðvirkur; hann fer að láta eins og þau séu til, skipuleggur leit að þeim og sér um jarðarför þeirra þegar þau hafa verið úrskurðuð látin. Hann er nánast eins og maður sem reddar ástvini sínum eiturlyfjum vegna þess að hann elskar hann. Allt kemur hins vegar fyrir ekki; Kellyanne deyr úr harmi því að í ljós kemur að hún á líf sitt undir ímynduninni. Þegar Pobby og Dingan deyja deyr ímyndunarafl Kellyanne. Velta má fyrir sér hvort hún þoli ekki raunveruleikann og þarfnist hjáveruleikans; þegar hún er svipt honum deyr hún. Og þannig fáum við sögu um ósýnilegt fólk sem er jafnvel raunverulegra en fólk af holdi og blóði. Eins og sjá má tóku íslenskar barnabækur á alvörumálum árið 2001. Þær einkenndust þó ekki af einhæfri siðapredikun eða húmorslausum allegóríum, þvert á móti hafa ýmsir íslenskir bamabókahöfundar húmorinn í farteskinu án þess að gleyma boðskapnum og inntakinu. Þannig em ýmsar bestu bækur ársins margræðar og leyna á sér við fyrstu sýn. Greinarhöfundur er við háskólanám í íslenskum bókmenntum. 33

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.