Börn og menning - 01.04.2002, Side 28

Börn og menning - 01.04.2002, Side 28
BÖRN OC /A ENN|N6 ■ lísa og ^aicfrakaTÍinn í ^rnæstM^ötn Guðmundur Ólafsson kápunni og við fáum tilfinningu fyrir ferðalaginu framundan. Að baki hennar er drengur með harmónikku en tónlist gegnir hlutverki í bókinni. Hún er táknmynd lífsgleðinnar. í bakgrunni er húsaþyrping og yfír henni svífúr fígúra í ætt við Mary Poppins. Þessi sjónræna tenging við þekkta persónu bamabókmenntanna kætir þann sem kveikir á pemnni. Hún gefur fyrirheit um stíl bókarinnar og söguþráð. Titillinn stendur vel út úr dökkum bakgmnni og fjörlegt letur og skærgulur litur minna á gleði og leik. Er það í takt við framvindu sögunnar því áform hins illa galdrakarls em að eyða allri ánægju fólks til að auka eigið vald. Myndskreytingar inn í bókinni og allur frágangur á texta er í anda kápunnar. Þessi bók er gott dæmi um það hvemig útlit getur bætt við verkið og skapað sterka heildarmynd. Bókin Niko fjallar um venjulegan unglingsstrák í Sarajevo á átakaámnum 1991 til 1992. Hann lendir í ógnvænlegum kringumstæðum stríðs sem hann skilur ekki og getur ekki haft áhrif á. Það á vel við að hafa ljósmynd á bókarkápunni því bakgmnnur sögunnar átti sér raunvemlega stað. Þetta færir okkur nær Niko og við finnum til samkenndar með honum. í forgrunni er drengur, einangraður og fióttalegur að sjá í fátæklegu umhverfi. Fyrir ofan hann er hálfgerður kross. Hann minnir okkur á trúarleg átök er tengdust stríðinu. Ur andliti drengsins má lesa óöryggi, áhyggjur og vanmáttarkennd. Þó horfir hann upp á við og gefur það tilfinningu fyrir von. Þessar vísanir styðja allar við innihald bókarinnar. Titillinn situr neðst til hægri á kápunni eins og nokkurskonar undirskrift hennar. Hann er handskrifaður og á sér hljómgrunn í bókinni því sendibréf gegna þar mikilvægu hlutverki. Kápan er formsterk og sker sig frá öðmm í samræmi við efnivið bókarinnar. Bókakápur þessara þriggja verka em gott dæmi um það hvernig hönnun og texti bóka geta haldist í hendur við að skapa eftirminnilega heild. Ekki má heldur gleyma að útlit bamabóka er mikilvægur þáttur í sjónrænu uppeldi ungs fólks. Það er jafngott að vandað sé til verka því listmenntun hefur orðið útundan í íslenska skólakerfinu. Höfundur er grqfiskur hönnuður. Sagan af Pomperipossu með langa nefið Axel Wallengren, Guðrún Hannesdóttir þýddi og myndskreytti. Hönnun Hunang. Útgefandi Bjartur, Reykjavík 2001 Lísa og galdrakarlinn í Þarnæstugötu Guðmundur Ólafsson, teikningar og kápumynd Halldór Baldursson. Kápuhönnun Björg Vilhjálmsdóttir Útgefandi Vaka-Helgafell, Reykjavík 2001 Niko Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, kápumynd Thomas Dworzak. Kápuhönnun Björg Vilhjálmsdóttir. Útgefandi Mál og menning, Reykjavík 2001 26

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.