Studia Islandica - 01.07.1982, Blaðsíða 45
43
tjáð honum að það jafngilti lífi konu hans ef hún yrði barns-
hafandi á ný. Síðan höfðu þau ekki haft mök saman. Þessi
ófullnægja í einkalífinu var olía á eld efasemdanna og gróf
undan trausti prestsins á gæfuríka forsjón. En þrátt fyrir
efann hélt hann þó alla tíð trúartilfinningu sinni vakandi.
Þennan dag finnst séra Sturlu að hann hafi verið á villi-
götum. „Sannleikurinn" lýkst upp fyrir honum. Að kvöldi
gerir hann upp reikningana við sitt fyrra líf, ásetur sér að
breyta um lífsstefnu og
... sætte al sin Lid til det himmelske Forsyn, - al sin Lid. I al sin
Vandel og al sin Færd, - i smaat som i stort. Det andet var Halvhed, -
Mangel paa sand Tro, - Mangel paa sand Tillid .. . Mangel paa den
absolute Tillid, som det forst af alle tilkom Herrens Tjenere at vise
ham, den almægtige . . . den algode. Ja netop - den algode. Man burde
i alle Forhold stole paa hans Godhed, - hans uudtammelige Naade og
altovervældende Kærlighed. Og desuden, - alting skulde jo ske som det
var hans Vilje. Det var formasteligt, naar den kortsynede Menneske-
forstand vilde sætte sig til at forandre og forbedre hans Anordninger.
Thi i Liv og Dod var der - og burde der kun være - én Vilje, - hans
Vilje, - Herrens Vilje. (26)
Séra Sturla hefur ofurselt sig röklausri ástríðu. Maður-
inn skal treysta Guði í einu og öllu af því að allt er háð
vilja Hans sem stjómar ferli himintungla og vexti smæstu
blóma! Kjaminn í trú prestsins er sannfæring um yfirskil-
vitlega algæsku Drottins: allt sem gerist er manninum fyrir
bestu, ógæfan er ekki til. Mannaskýringar eru einungis til
bölvunar og öll hálfvelgja í trúnni er synd. Maðurinn gerist
sekur um hroka ef hann tekur skynsemi sína fram yfir
kærleiksríka forsjón. Hann verður að lifa í trúnni og fylgja
fordæmi lærisveinanna: „Ef þú vilt verða fullkominn þá
far þú og sel allt sem þú átt /. . . / og kom og fylg mér.“
Hann verður að fóma öllu fyrir trú sína, jafnvel afmá sjálf-
an sig sem sjálfstæða veru.
1 upphafi bókar er náttúrumynd notuð á táknrænan hátt
til að undirbyggja og endurspegla samræmiskennd séra