Studia Islandica - 01.07.1982, Blaðsíða 126
124
IV. 8. Þrátt fyrir ailt . . .
Upplausnin er ekki algjör þegar komið er á leiðarenda.
Sögumaður lifir „heimslitin" og staðfestir lífið með því að
vera til og vilja vera til - þrátt fyrir allt.
Sögumaðurinn Jón Oddsson er ein þýðingarmesta per-
sóna sögunnar þótt hann standi fyrir utan hin eiginlegu
átök. Hlutverk hans er ekki einvörðungu að tengja atburði
og persónur saman í eina heild. Sjálfslýsing hans er ekki
síður mikilvæg, enda bendir margt til að hann sé málsvari
höfundar. Hugleiðingar Jóns um einsemdina og þjónustuna
eru t. a. m. athyglisverðar.
Hvað eftir annað upplifir Jón takmarkanir vináttunnar.
Ráðþrota stendur hann frammi fyrir vinum sínum, Grími
og Vigdísi, angist þeirra og kvíða. Hann fær ekki hjálpað
þeim þrátt fyrir hugboð um aðsteðjandi ógæfu, og gerist
jafnvel „sekur“ um aðgerðaleysi þegar hans íhlutunar hefði
verið þörf. Hvers vegna að þegja um heimsókn Páls til
Vigdísar? Ýmist hnítur samábyrgðin honum að hjarta eða
hann reynir að kasta af sér allri ábyrgð þeirra atburða sem
gerast fyxir sjónum hans:
Hold du dig stille, Jón Oddsson, og sorg blot for saa godt du kan
ingen Urede at forvolde. Bagefter kan du saa - som hidtil - skrive videre
paa din evige Disputats og den Del af Monsteret, du faar at se .. .
Havde jeg den Gang anet hvor brat og bogstaveligt dette sidste vilde
gaa i Opfyldelse, havde jeg kunnet forudse hvilke Smertens Tegn
Nornernes Fingre var i Færd med at danne — ja, hvad saa! . . . Thi
jeg anede det jo netop, omend jeg tildækkede mit Aasyn og ikke turde
se. - (209)
Jón er margþætt persóna sem sveiflast á milli raunsæis
og sjálfsblekkingar, björtustu vonar og myrkustu örvænt-
ingar. Hann verður þess áþreifanlega áskynja að mann-
eskjan er ein, að hún lifir, þjáist og tortímist í einveru:
Jeg var meget trist til Mode. Og mit Hjerte var fyldt af uendelig
Ensomhed, - Menneskets eneste uadskillelige Falgesvend, - Menneskets
bedste Ven og frygteligste Fjende . . . (152-3)