Studia Islandica - 01.07.1982, Blaðsíða 79
77
Honum finnst lífið hégóminn einber; grafarklukkumar
klingja í sál hans.
III. 2. Píslarvotturinn
í öðrum kapítula sögunnar er greint frá draumi Margrét-
ar Thorgeir, unnustu tJlfs. Þessi draumur er merkilegur
fyrir ýmissa hluta sakir. f fyrsta lagi er hann dæmi um
„frásagnarfyrirhyggju“, þ. e. hann endurspeglar framvindu
og merkingu sögunnar i heild sinni. Hann er eins konar
sjálfsmynd skáldsögunnar. Gunnar Gunnarsson notar
reyndar drauma á þennan hátt víðar í verkum sínum. f
öðru lagi upplýsir táknmál draumsins þá merkingu sem
höfundur virðist leggja í örlög Úlfs.
Draumurinn skiptist í fjóra hluta og hefur hver um sig
ákveðna skírskotun:
Ferst havde hun kun set en rruark Hoj med et Kors paa. Hun havde
staaet med en sviende Folelse af Ensomhed i sit Hjerte og stirret paa
det hoje hældende, lidt skæve Kors, der tegnede sig sort mod en regn-
graa Himmel. (17-18)
Margréti finnst hún nauðbeygð til að fara upp á hæðina
með krossinn skelfilega þar sem biða hennar þjáningar verri
en dauðinn:
Saa var Hbjen med én Gang bleven til et Skibsskrog, med Master
og Rig, _ og Skihet duvede og duvede, - og alting duvede og duvede, -
og hun svimlede, greb for sig - og faldt. (18)
Hún fyllist skelfilegum kvíða fyrir „einhverju örlög-
þrungnu“ sem hún getur ekki breytt og hlýtur að koma.
Síðan breytist myndin og aftur er hún stödd á píslarveg-
inum:
Saa pludselig, uden nogen Overgang, stod hun midt i en stejende
Skare, der under Latter og Skraal forte et bastet og bundet Menneske
af Sted mod den morke Hoj, hvor der nu knejste en Galge, mens de
uafladelig slog ham og spyttede paa ham. /--/ Rundt omkring sig
saa’ hun adskillige hun kendte, - deres Ansigter var forvrængede i
hæslig skadefro Munterhed. Nogle havde fraadende Dyresnuder, andre