Studia Islandica - 01.07.1982, Blaðsíða 137
135
er heil og stendur á traustum grunni, skapgerð hans óveil,
heimur hans tilgangsríkur. Hinir heilu menn Gunnars
skiptast í þrjá meginflokka. Samræmisvitund sína sækja
þeir ýmist í virka og kærleiksrika trú sem herst hefur
í raunum og mótlæti, bamslegt sakleysi eða skapandi fóm-
fúst starf. Oft á tiðum skarast þessir þrír þættir. Hér á eftir
verður gerð grein fyrir þeim hverjum um sig.
1. Gestur eineygði í Sögu Borgarœttarinnar er fram-
mynd hins heila manns í verkum Gunnars. Að hluta til
liggja kristileg siðgæðisviðhorf persónugerð hans til gnmd-
vallar: þjáning, kærleikur og sjálfsfórn era leið hans til
endurlausnar og náðar. Gestur finnur dýrð friðlanda hand-
an mannlegrar neyðar og angistar með því að fóma sjálfum
sér og ganga píslarvegirm að dæmi Krists. Hann krossfestir
sjálfan sig og hlýtur með því blessun og fyrirgefningu.112
Vissulega húa mótsagnir í sál Gests. Heilög auðmýktin á í
stríði við efasemdir sem stundmn jaðra við guðlast; því að
hann er:
/... / den til Deden fortvivlede og af Livet mærkede og mishandlede
Sjæl, der tvivlede paa alt, selv sine egne Tvivl, splittet til sine Hjerte-
radder, et blodigt Raab mod Himlen.113
Hann biður til Guðs, sem hann veit ekki hvort er til, en er
jafnframt sundurtættur af eitri háðs og guðlasts. Gestur er
náskyldur hinum gamla Job Biblíunnar sem vonar þrátt
fyrir útlegð sína. Hann greinir mátt guðdómsins þrátt fvrir
fjarvist hans:
- Gud i Himmelen, jeg foler din Nærhed ... Eller er det din Fjera-
hed, jeg faler? .. . Jeg véd ikke, om det er Tilgivelse eller Fordommelse,
jeg foler omkring mit Væsen. Tilgiv mig, min Gud, hvis det er muligt.
— O Herre, din Vilje ske.114
Gestur afplánar synd sína og skírist til hreinleika og friðar
með þvi að helga lif sitt ástinni og mannkærleikanum.
Þannig tekst honum að upphefja samræmisleysið og vaxa
saman við sjálfan sig og veröldina: ná sáttunum margeftir-
sóttu.