Studia Islandica - 01.07.1982, Blaðsíða 71
69
lifa í ævintýraheimi eins og bömum er títt. Sölvi þráir að
verða mesti maður í heimi og reynir að sanna draum sinn
með því að yfirgnæfa hávaða brimsins. Hann vill öðlast
vissu um takmarkalausa möguleika sína með því að sigrast
á náttúruöflunum, verða meiri en náttúran.
Fyrst í stað hverfur rödd Sölva í drunum brotsjóanna,
drukknar í þeim „som en Mus i en Vandtonde", (284) en
skyndilega sér hann
/---■/ en Balge, hnjere og vægtigere end de to foregaaende, komme
rullende og - med haanlig Overlegenhed, ligesom triumferende, syntes
han - smide sin tunge Vægt med frygtelig Kraft mod Klippesiden. I
samme Nu dens Larm dronede gennem Luften, satte han hegge Hænder
som en Tragt for Munden - og skreg .. . af alle Kræfter, lige imod den.
(285)
Rödd hans heyrist, hann hefur sigrað þessa hrokafullu
bylgju. En bylgjan er „lævís“ og ekki er allt sem sýnist.
Sigurinn er náttúrlega blekking því að mannlegur máttur
má sín einskis gagnvart náttúrunni. Sjálfshlekking Sölva
tortímir honum og leiksystur hans. Sjálfsöruggur og fullur
hroka ögrar hann hafinu - tilverulögmálinu - og öslar of
langt út frá ströndinni. tJtfallið villir honum sýn og hann
drukknar ásamt Blíði. Veruleikinn tortímir drauminum og
manninum með.
Mynd mávsins speglar tragiska lífssýn höfundarins líkt
og táknmyndir hafs og strandar. Hún kemur fyrir tvisvar
sinnum í skáldsögunni. t fyrra skiptið magnar óhugnanlegt
væl vargsins fólki ótta á dimmum vetramóttum þegar
dauðinn ríður yfir isa:
Nu og da hævede en Maage sig fra sit ensomme Skær, og floj skrig-
ende bort. Dens Skrig lad saa uhyggelige i den dode Stilhed, - hvor
de skar sig frem til et vaagent 0re, virkede de som en Uhyggens Gift-
draabe, der fik Hjertet til at krympe sig i Vaande. (273)
Mávurinn er eins konar tákn þessara hungurnótta yfir „et
Land, der syntes uddodt“ (273) og fyllir feigar manneskj-
uraar kvíða og angist.
Mávurinn tengist einnig ógn og fári í siðara skiptið. Þá