Studia Islandica - 01.07.1982, Blaðsíða 46
44
Sturlu. Fjörðurinn glitrar í dýrðarljóma og speglar himin
og jörð. En að kvöldi sama dags hefur hann breytt um svip.
Hann skírskotar ekki lengur til samruna Guðs og manns
heldur er hann „sort, som havde den sænket i sig al Nattens
dybeste Morke, - stille, som rugede den londomsfuld over
Morkets kolde Gru og klamme Uhygge.“ (25) Fjörðurinn
hefur tekið á sig mynd leyndardómsfullrar ógnar. „Spegill-
inn“ var einungis svipul ásýnd, blekking skynfæranna.
Undir yfirborðinu, í djúpinu, er annar og kaldranalegri
veruleiki. Þessi ömurlega mynd er váboði og speglar það
sem á eftir kemur. Hún bendir til þess að trúarlegt algleymi
séra Sturlu sé sjálfsblekking til dauða en ekki lífsspeki. 1
ljósi hennar verður gleði prestskonunnar þennan dag grát-
brosleg: „. . . Livet, — ja, ja! hun vilde sige det, selv om det
maaske var Synd! - Livet var vendt tilbage.“ (11)
Séra Sturla telur sig hafa leyst lífsgátuna. Áður hafði
hann reynt að staðfesta sjálfan sig samtímis Guði - á skyn-
samlegan hátt. En rökvit hans hafði steytt á skerjum og hon-
um ekki auðnast að samræma guðdóm og mannlíf eftir
leiðum þess. Séra Sturla hafði aldrei til lengdar getað sætt
sig við þá skýringu að rök Guðs væru yfirskilvitleg; hann
hafði krafist skýringar sem væri af þessum heimi. Stundum
hafði hann þó flúið á náðir hins „yfirmannlega“:
Nok havde han ofte beroliget sig med, naar Tvivlen overfaldt ham
og der var Ting han ikke med sin redeligste Vilje kunde forstaa, at det
var noget, han - med sin kortsynede Menneskeforstand - hverken skulde
eller burde forstaa. Fordi det var noget, som Gud havde forbeholdt
Menneskene til senere Erkendelse, - med fuldkomnere Sanser. (26-27)
Þessi skýring hafði aldrei orðið honum töm því að hún fyllti
ekki tómarúmið, svæfði ekki þrá hans eftir skilningi og
merkingu. Hann fann sig afskiptan að ástæðulausu og kom
ekki gæsku Guðs heim og saman við reynslu sína. Hugar-
farshreyting séra Sturlu felst í því að hann gerir efann að
sönnun fyrir veruleika Guðs. Efinn, þessi mannlega frekja,
hafði verið þrándur í götu jafnvægis og sátta milli hans og
Drottins. Sálarkvalirnar stöfuðu af því að hann hafði beint