Fréttablaðið - 13.03.2021, Side 26

Fréttablaðið - 13.03.2021, Side 26
um og geri í raun enn, enda er það besta leiðin til þess að gera plön,“ segir hún og bendir á að það sé hollt að láta sér leiðast. „Það lætur sér enginn leiðast lengi.“ Steinunn segir auðvelt að hverfa inn í störf eins og hún hefur verið í en hún noti píanóið til streitulosun- ar enda sé það góð leið til að gleyma stað og stund. „Ég spila á hverjum degi og harðneita að fara úr formi.“ Þó að Steinunn hafi verið í mikl- um ábyrgðarstöðum undanfarinn áratug hefur hún ekki sagt skilið við píanóleikarann og í 20 ár hefur hún leikið á píanó með Karlakórnum Fóstbræðrum. „Það er alveg ein- stakt,“ segir hún og grínast með að guð hafi loks bænheyrt hana enda hafi hún beðið heitt um bróður sem ung stúlka. „Ég bauðst meira að segja til að hætta að bora í nefið ef það mætti f lýta fyrir því að ég yrði bænheyrð sem var mikil fórn þegar ég var fimm ára.“ Steinunn hefur tekið að sér eitt og eitt spilaverkefni en það hefur ekki verið mikill aukatími frá þessum störfum. „Píanóleikur er mín nær- ing, lífsfylling og innri fínstilling.“ Ólýsanlegur tími í Hörpu Talið berst að því þegar Steinunn var ráðin fyrsti tónlistarstjóri þá óopnaðrar Hörpu; stuttu eftir hrun og Búsáhaldabyltingu. „Ekkert í mínu lífi mun nokkurn tíma toppa það að standa í stafni við opnun Hörpu á sínum tíma. Það var ólýsanlegt á allan hátt, eins og að nema nýtt land, ótrúlega spenn- andi en á sama tíma mikil áskorun.“ Eins og fyrr segir voru uppi gagn- rýnisraddir úr ýmsum áttum og segist Steinunn hafa lært mikið á mótlætinu. „Fólk átti erfitt, það var að missa eignir og störf og sá þetta stórkost- lega hús byggt fyrir fé sem þjóðin kannski átti ekki. Þjóðfélagið var ekki komið í jafnvægi og fólk ekkert endilega á því að við þyrftum tón- listarmusteri. Því blossaði upp reiði sem er svo eðlilegt en í stað þess að beina reiðinni að húsinu beindist hún meðal annars að mér,“ rifjar hún upp og segist þarna hafa lært að setja hlutina í víðara samhengi. „Maður getur ekki leyft sér að hvíla í egóinu þegar maður er stjórn- andi. Þarna lærði ég tæknina við að taka egóið úr sambandi og setja mig í spor þeirra sem í hlut áttu og sjá samhengið.“ Skilur erfiða stöðu söngvara Með þennan lærdóm í farteskinu tók Steinunn við stöðu óperustjóra árið 2015. Nýverið féll dómur í máli söngkonunnar Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni og var hann óperunni í vil. Í framhaldi gaf Fag- félag klassískra söngvara út van- traustsyfirlýsingu á hendur stjórn Óperunnar. „Það er auðvitað leiðinlegt þegar mál fara í þennan farveg en þegar það gerist verður það að hafa sinn gang,“ segir Steinunn sem nú bíður eftir ákvörðun Landsréttar. „Það þarf að vinna úr stöðunni og finna samhljóm til framtíðar og ég mun beita mér fyrir því. Ég skil erfiða stöðu söngvara á Íslandi vel. Þetta er mjög erfið starfsgrein þar sem mikið er lagt á sig án tryggingar um að fá tækifærin sem þér finnst þú verðskulda og hafa hæfni til að takast á við. Það er mikið um hafn- anir enda margir sem sækjast eftir hverju hlutverki. Svo ég skil mjög vel að það fylgi þessu frústrasjón og get sett mig í þeirra spor.“ Ágreiningur hefur staðið um laun og vinnutíma og fannst söngvurum í uppsetningu Óperunnar á Brúð- kaupi Fígarós á sér brotið. Dómur- inn staðfesti þó að svo hefði ekki verið. „Kjarabarátta á þó alltaf rétt á sér og við styðjum hana heils hugar. Það er mikilvægt fyrir okkur að fólk sé sátt enda er hér um að ræða mannauð stofnunarinnar, fólkið sem stendur uppi á sviði og gerir galdurinn. En það þarf að vera sam- hljómur um það hvernig sú nálgun er. Lagalega þarf þetta að vera rétt. Þetta eru tvær umræður, kjarabar- áttan sem við styðjum og svo hins vegar þessi deila sem kom upp um hvort væri hægt að taka upp verk- samning og leiðrétta valda liði eftir á en dómurinn skar úr um að væri ekki. Ekki allir söngvarar ósáttir Það þýðir aftur á móti ekki að við séum á móti því að söngvarar sam- einist um að bæta sín kjör innan þess fjárhagslega bolmagns sem við höfum sem hefur verið takmarkað,“ segir Steinunn og bendir á að ekki séu allir söngvarar ósáttir. „Margir söngvarar hafa sent mér hvetjandi skilaboð og sagt að þetta sé ekki í þeirra nafni og að þeir séu ósáttir við hvað umræðan hefur orðið per- sónuleg, ófagleg og rætin og finnst það ekki í lagi. Það þykir mér mjög vænt um. Við höfum því líka fundið mikinn stuðning.“ Steinunn bendir jafnframt á að söngvararnir séu ekki fastráðnir og því hver og einn handhafi síns samningsumboðs. „En auðvitað þarf ramminn að vera skýr og því þarf að hugsa upp á nýtt hvernig við viljum gera þetta og ég er viss um að söngvarar vilja hafa þessa hluti í lagi rétt eins og við. Næsta skref er því að bjóða til sam- tals og koma á sameiginlegri sýn sem við gerum með því að heyra þeirra sjónarmið og semja okkur að því innan þess ramma sem við getum. Við viljum láta á það reyna hvort það sé ekki besta leiðin til að lægja þessar öldur. Ég get ekki verið annað en bjartsýn um að það takist en hagsmunir Óperunnar eru þeir sömu og íslenskra söngvara. Því hlýtur það að vera allra hagur að finna leiðir til að ganga í takt.“ Umdeilt starf Persóna Steinunnar hefur oftar en ekki verið dregin fram þegar stofnanirnar sem hún hefur farið fyrir hafa verið gagnrýndar og þó hún viðurkenni að það geti tekið á er engan bilbug á henni að finna. „Maður tekur ekki að sér svona stöðu ef maður þolir ekki hnjask. Listrænir stjórnendur verða alltaf umdeildir enda hefur fólk mismun- andi sýn og áherslur í verkefnavali. Því sitja listrænir stjórnendur alltaf tímabundið, annað væri ekki hollt fyrir þá né stofnunina sem þeir starfa fyrir,“ segir Steinunn sem er ráðin út árið 2023 og mun ekki sækjast eftir endurráðningu. Aðspurð hvað taki við að þeim tíma liðnum svarar Steinunn: „Þegar ég starfaði sem ráðgjafi fyrir írsku ríkisstjórnina þegar þeir voru að móta sína óperustarfsemi og einnig fyrir menntamálaráðherra Lettlands nýverið kynntist ég því hversu gefandi slík störf eru. Mér finnst spennandi tilhugsun að geta miðlað af þeirri reynslu sem ég hef tileinkað mér á þessum þremur áratugum sem listrænn stjórn- andi. Mig langar sérstaklega til þess að valdef la ungar konur sem hallar talsvert á sem stjórnendur. Kannski gæti ég bara orðið ágætis þrautseigjuþjálfari eftir þetta allt saman?“ Sterkt orðspor Óperunnar Nú er undirbúningur hafinn fyrir nýtt leikár Óperunnar en vonir standa til að hægt verði að opna dyrnar í haust. „Nú bíða allir í ofvæni eftir að komast upp á svið og á óperu- sýningu en við vorum að taka ákvörðun um að taka aftur upp sýninguna La Traviata sem hætti fyrir fullu húsi 2019. Sýningin hefur síðan verið leigð til Kanada og í þrjú óperuhús í Frakklandi. Það er mikill heiður fyrir okkur og mikil- vægt fyrir okkar orðspor auk þess sem þetta er nýr tekjustofn. Því fannst mér liggja beint við að taka upp þessa f lottu sýningu og ég er að vinna að því að við getum farið með hana út á land enda viljum við standa undir nafni sem Ópera allra landsmanna.“ Íslenska Óperan er sannarlega komin á kortið erlendis og koma erlendir óperuunnendur gagngert á sýningar hennar í auknum mæli sem er eitt af markmiðum Íslensku óperunnar í síðustu stefnumótun. „Það gera sér ekki allir grein fyrir því hversu sterkt orðspor Íslensku óperunnar er erlendis. Hingað koma mest ferðamenn frá Svíþjóð og þýskumælandi löndum en við höfum auk þess merkt aukinn áhuga frá hinum Norðurlöndunum og Bandaríkjunum og erum í sam- starfi við öflugar menningarferða- skrifstofur. Það er gott að finna að við höfum ekki gleymst þó eyða hafi myndast undanfarið ár,“ segir Steinunn að lokum. Harpa hefur nánast verið annað heimili Steinunnar undanfarinn áratug en áður en hún varð óperustjóri var hún tónlistarstjóri Hörpu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Steinunn segist vel skilja erfiða stöðu söngvara á Íslandi og vill leita sátta. MARGIR SÖNGVARAR HAFA SENT MÉR HVETJANDI SKILABOÐ OG SAGT AÐ ÞETTA SÉ EKKI Í ÞEIRRA NAFNI OG AÐ ÞEIR SÉU ÓSÁTTIR VIÐ HVAÐ UM- RÆÐAN HEFUR ORÐIÐ PERSÓNULEG, ÓFAGLEG OG RÆTIN OG FINNST ÞAÐ EKKI Í LAGI. 1 3 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.