Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.03.2021, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 13.03.2021, Qupperneq 70
Það gekk á ýmsu til að byrja með. Jakob Einar Jakobsson Alla munar um að fá gefins 5000 kall til að krydda aðeins tilveruna í mat og drykk, afþreyingu, gistingu, menningu, óvæntri upplifun eða góðu dekri fyrir líkama og sál. Jakob Einar Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar og sonur stofnand- ans Jakobs Jakobssonar, stendur í stórræðum ásamt samstarfs- fólki sínu þessa dagana, þar sem Jómfrúin fagnar 25 ára afmæli á þessu ári. Jómfrúin var stofnuð í janúar 1996 af föður Jakobs og eiginmanni hans, Guðmundi Guðjónssyni. „Pabbi lærði smurbrauðsfræðin hjá Idu Davidsen í Kaupmannahöfn og hafði lengi gengið með þann draum að opna sinn eigin veitingastað. Til- viljun réði því að þessi staðsetning varð fyrir valinu og hefur Jómfrúin verið hér við Lækjargötu allar götur síðan í þennan aldarfjórðung,“ segir Jakob. Byrjuðu með tvær hendur tómar „Það gekk á ýmsu til að byrja með og það er ekki ofsögum sagt að pabbarnir mínir hafi byrjað með tvær hendur tómar og báru fyrstu árin svolítið merki þess. Peningar voru hvorki settir í glæstar innrétt- ingar né íburð og til að mynda var opnunartíminn bara til 18 og lokað á sunnudögum. Þannig gátu þeir unnið alltaf sjálfir á lúsarlaunum og haldið launakostnaði í lágmarki. Ég held að menn opni almennt ekki staði í dag með þessum hætti. Eftir 2-3 ár í rekstri var hins vegar orðið brjálað að gera, það tók þann tíma fyrir orðróminn um Jómfrúna að berast út, segja má að þannig hafi það haldist síðan.“ Rauðsprettan allra vinsælust Þegar Jakob er inntur eftir því hvaða smurbrauð hafi verið vinsælast frá upphafi, stendur ekki á svari: „Rauð- sprettan – ingen over. Ingen ved siden. Danir sem hingað hafa komið segja hana mikið mun betri en heima fyrir. En svo verður að nefna puru steikina með sýrðu grænmeti og soðsósu af heitu réttunum svona sögulega séð. Af nýjum réttum á matseðlinum okkar er hægt að nefna Roastbeef Bernaise sem er með stökkum „kartoffelchips“, sult- uðum rauðlauk og bernaise-majó- nesi, en einnig get ég sagt frá reyktri andarbringu með piparrótarrjóma og kryddjurtum sem slegið hefur í gegn. Hún er soldið jólaleg en aðventan á líka stóran sess í hjarta Jómfrúarinnar sem okkar mesta háönn ársins, svo það má segja að það sé viðeigandi að hafa einn svona „jólarétt“ allt árið um kring.“ Lengsti ákavítislisti landsins Hafa orðið breytingar á rekstrinum? „Já, ég segi stundum að við höfum breytt öllu en samt engu. Enda var ekki um að ræða breytingar breyt- inganna vegna. heldur endurbætur í víðasta skilningi. Við pabbi vorum sammála um að margt í innrétt- ingum og andrúmsloftinu sem ríkti á Jómfrúnni mætti „modernisera“, enda eðlilegt að hlutir láti á sjá á 20 ára tímabili. Það var leiðarljósið í þeim fram- kvæmdum sem við fórum í. Að gera hluti þannig úr garði að gestir, og ekki síður starfsfólk. gæti fengið meira út úr veru sinni á Jómfrúnni. Við bjuggum til bar, gerðum hlýlegra innanhúss með efnisvali, lýsingu og bættri hljóðvist, auk þess sem við bættum starfsmanna- aðstöðu og vinnuaðstöðu okkar starfsmannanna. Opnunartíminn var lengdur og matur og drykkir þróaðir samhliða því, við erum til dæmis með lengsta ákavítislista landsins og þó víðar væri leitað. Ég er líka svo heppinn að hafa Óla bróður minn með mér í þessu öllu sem veitingastjóra og þar að auki sem menntaðan framreiðslumann. Við vinnum mjög vel saman ásamt okkar góða fólki. Oft er sagt að tölurnar tali sínu máli og þær segja okkur að við höfum gert rétt. Auka alúð á afmælisári Margt spennandi er fram undan á afmælisárinu og aðspurður segir Jakob að fyrst og fremst verði hlúð að því sem vel hefur verið gert. „Það eru vissulega áskoranir í því að halda árslangt afmæli á tímum þar sem strangar skorður eru settar á gestafjölda. Það er jú grundvöllur farsæls veitingarekstrar að fólki sé heimilt að koma saman og sem betur fer horfir til betri vegar í þeim efnum. Jómfrúin í 25 ár Skálað fyrir afmælinu með kampavíni fá Kampavínsfjélaginu, sem boðið er upp á hjá Jóm- frúnni og parað með smurbrauði. Stefán Einar Stefánsson, formaður Kampavínsfjélagsins, Brynjólfur Óli Árnason veitingastjóri (Óli bróðir) og Jakob Einar Jakobsson.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ákavítis- og rauðbeðu- grafinn lax á súrdeigsbrauði með með lár- peru og krydd- jurtum. Brauð sem við köllum bara „vegan smörrebröd“ sem er sólkjarnarúg- brauð með edamame hummus, lárperu og radísuspírum. Roastbeef bernaise með stökkum „kartoffelchips“, sultuðum rauð- lauk og bernaise-majónesi. Senn kemur vorið og ekki seinna vænna að njóta lífsins og lands- ins gæða, nú þegar helgarfrí gefst og dagarnir kalla á nýjar og kátari minningar eftir hvimleiðan COVID-vetur. Því er tilvalið að nota ferðagjöfina sem allir Íslend- ingar eldri en átján ára fá notið til 31. maí og er liður í að styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu í heimsfaraldrinum og hvetja lands- menn til að eiga góðar stundir víðs vegar um landið. Alla munar um að eiga 5.000 króna ferðaávísun til að gera sér dagamun og dekra við sjálfan sig, hvort sem það er að fara út að borða og panta sér dýrindis steik á uppáhaldsveitingahúsinu sínu, gista á rómantískum stað í íslenskri náttúru, sækja menn- ingarviðburði eða upplifa eitthvað ævintýralegt eins og bátsferð, hvalaskoðun, fara á hestbak, vélsleðaferð, útsýnisflug eða annað óviðjafnanlegt í minninga- bankann. Ferðagjöfin er sótt á Ísland.is og til að nýta hana í eitthvað dásam- lega skemmtilegt þarf að ná í smá- forritið Ferðagjöf í App Store eða Play Store og í framhaldinu er hægt að skanna strikamerki við kaup á þjónustu. Þeir sem eru ekki með snjallsíma geta nýtt ferðagjöfina beint inni á Ísland.is og á ferdalag.is er hægt að sjá hvaða fyrirtæki taka á móti ferðagjöfinni og þrengja leitina við tiltekin landsvæði. Allir eru hvattir til að nýta gjöfina í tæka tíð og aldeilis kjörið að nota tímann fram til 31. maí til að lifa og leika sér með gefins 5.000 krónur upp í gamanið. Heimilt er að gefa ferðagjöfina í smáforritinu Ferðagjöf, sem og beint af Ísland. is. Smellt er á „Sækja Ferðagjöf“ og þá opnast gluggi með valmögu- leikunum að nota ferðagjöfina eða „Gefa áfram“. Þannig getur ferða- ávísunin orðið öðrum til gleði og alveg frábær tækifærisgjöf. Með ævintýri og dekur upp á vasann Það væri synd að nota ekki ferðaávísunina góðu til að njóta með sjálfum sér, vinum eða fjölskyldunni í mat eða menningu, ferðalögum eða fjöri. Sjöfn Þórðardóttir sjofn@torg.is Við höfuð því ekki blásið í stóru lúðrana til að fagna afmælinu okkar og ætlum ekki að gera það. Við viljum og ætlum í staðinn að leggja bara auka alúð við það sem við teljum okkur hafa gert vel alla tíð, það að vera gestrisin og góð heim að sækja. Þó get ég nefnt það að við ætlum að hafa djassprógramm sumarsins einkar veglegt og stefnum á útgáfu bókar fyrir árslok, sem verður jólagjöfin fyrir sælkerann og „veitingaspe- kúlantinn“. Einnig höfum við hafið sölu á frábæru kampavíni sem við höfum í einkasölu hér á landi og þannig viljum við bjóða landsmönnum að skála saman á Jómfrúnni við sig og sína og fyrir Jómfrúnni.“ 6 kynningarblað A L LT 13. mars 2021 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.