Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 8

Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 8
þagnarinnar, sem þykir svo mikil nauðsyn að rjúfa um þessar mundir. - Dagur mun hafa verið öðruvísi í útliti en hann er nú. Fyrsta tölublað Dags 12. febrúar 1918 var helmingi minna í broti en hann er nú og aðeins íjórar síður. Hann kom út tvisvar í mánuði og kostaði tvær krónur árgangurinn. Ein lítil auglýsing var í fyrsta blað- inu. Ritstjóri var Ingimar Eydal, afgreiðslumaður Lárus J. Rist. - Dagur mun fyrir löngu hafa skipað sér í öruggan sess meðal íslenskra blaða þegar þú tókst við honum. Já, hinir mætustu menn lögðu traustan grunn að þessari útgáfu og nefni ég þar sérstaklega þá Ingimar Eydal, Jónas Þorbergsson og Hauk Snorrason. Skamman tíma var Þór- ólfur Sigurðsson í Baldursheimi rit- stjóri. Meðritstjóri Ingimars Eydal um skeið var Friðrik Á. Brekkan og Sigfús Halldórs frá Höfnum og Jó- hann Frímann skólastjóri voru einn- ig meðritstjórar blaðsins um skeið. Allir voru menn þessir gáfaðir og rit- færir í besta lagi og ber blaðið því vitni. Grunnurinn var því traustur til að byggja á meiri útgáfu og láta hinn gamla draum um dagblað rætast. — Er það satt sem heyrst hefur, að það hafi verið nokkrir reimleikar í Hafnarstrœti 90, þar sem Dagur var lengi til húsa? Eitthvað heyrði maður um það. Húsið var gamalt timburhús og munu hitabreytingar hafa orsakað brak og bresti, svo sem títt er í þeim húsum. Auk þess heyrðu menn umgang og sitthvað fleira. Sjálfur varð ég aldrei var við neitt af því tagi, en þó kom einkennilegt atvik fyrir eitt sinn, sem ég hef ekki fengið skýringu á. Ekki voru það þó neinir reimleik- ar, eins og algengast er nefnt. Við lét- um mála skrifstofurnar og ég fékk þá aðsetur á efri hæðinni, þar sem áður var íbúð en var það ekki lengur. Nú sat ég þar og handskrifaði fréttagrein. Allt í einu hvarf mér penninn, sem ég skrifaði með og þótti mér það einkennilegt. Gerði ég leit að honum en án árangurs og hlaut hann þó, samkvæmt öllum skynsamlegum ályktunum að vera í vasa mínum eða á skrifborðinu, en var þar ekki. Greip ég þá til annars Fyrsta blaðið, sem prentað var í nýju prentvélinni í P.O.B. árið 1977, skoðað gaumgæfilega. Sú vél markaði tímamót í útgáfunni að því Ieyti að möguleikar til myndprentunar margfolduðust. Talið f.v.: Ríkarður B. Jónasson, Trausti Haraldsson, Arnald Reykdal, Bjarni Sigurðsson, Sigurður Vatnsdal, Erlingur Davíðsson og sérfræðingur frá bandarísku verksmiðjunum, sem setti upp vélina. penna sem ég hafði við höndina og hélt áfram með fréttagreinina. Ekki hafði ég lengi skrifað þegar ég tók eftir því að ég var að skrifa með þeim pennanum sem týndur var. Varð ég þá undrandi og skildi hvorki upp né niður. Á handritinu fyrir framan mig sá ég hvar pennaskiptin höfðu orðið, því annar var með svartri fyllingu en hinn blárri. - Manst þú Geysisslysið á Vatnajökli? Já, það slys varð 14. september 1950. Geysir, millilandaílugvél Loft- leiða, var á leið frá Lúxemborg til Reykjavíkur með sex manna áhöfn þegar slysið bar að höndum á Dyngjujökli, norður úr Vatnajökli vestan Kverkíjalla. Flugstjóri var Magnús Guðmundsson. Farangurinn var 16 hundar, sem fara áttu vestur um haf, líkkista, vefnaðarvara, skrautmunir og íleira. Áhöfn vélar- innar komst öll lífs af, en þurfti að þrauka á jöklinum í flugvélarflakinu í fimm sólarhringa áður en björgun barst. Hjálparleiðangrar víða að lögðu af stað þegar fréttist hvar flug- vélin var niður komin, meðal annars tólf manna leiðangur undir stjórn Þorsteins Þorsteinssonar ferðagarps og formanns Ferðafélags Akureyrar. Unnt var að komast að jöklinum á fjallabílum en gangan á jöklinum að flakinu tók sjö klukkustundir. Öllum var bjargað norður af og til byggða og þótti það þrekvirki. Öll þjóðin fylgdist með Geysisslysinu á Vatna- jökli, síðan leitinni og björguninni. Þann dag er leitarferðin var undir- búin á Akureyri spurði Haukur Snorrason mig hvort ég vildi fara með leiðangrinum sem fréttamaður, en ég var þá nýbyrjaður að vinna hjá blaðinu. Ræddum við þetta um stund og varð niðurstaðan sú, að hann færi sjálfur. Varð hann samferða Eðvarði Sigurgeirssyni ljósmyndara. Þeir náðu leiðangrinum, Eðvarð kvik- myndaði ferðina en Haukur Snorra- son skrifaði blað af Degi, helgað þessum atburði, er selt var á götum 8 Dagur 70 ára

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.