Dagur - 12.02.1988, Page 45

Dagur - 12.02.1988, Page 45
króki). Breytingar verða líka smám saman á blaðamannahópnum, sum- ir hverfa til annarra starfa, aðrir koma í staðinn. Yrði það of langt mál upp að telja. í mars 1983 er fyrst skráður sérstakur fréttastjóri. Sá heitir Gísli Sigurgeirsson. 1. júlí sama ár tekur Hafdís Freyja Rögn- valdsdóttir við starfl útbreiðslu- stjóra. Fréttastjóranafnið stóð stutt við og öðlaðist Gísli eftir það titilinn ritstjórnarfulltrúi. Dagblaðið Dagur Þann 26 september 1985 er svo stóra stökkið tekið. Á forsíðu stendur stórum stöfum: VIÐ VERÐUM DAG- BLAÐ. Blaðið er 16 síður og í opnu er greinarstúfur, merktur Gísla Sigurgeirssyni, þar sem því er lýst, hvernig blað verður til. Með fylgja margar myndir frá rit- stjórnarskrifstofu og úr prentsmiðju. Á forsíðu er mynd frá ritstjórnarfundi. Inni í blaðinu er ávarp frá formanni blaðstjórnar, Vali Arnjaórssyni, og þar segir: „í dag er brotið blað í sögu dreifbýlisins. Þetta blað er brotið með því að Dagur verður að dagblaði, hinu fyrsta í dreifbýlinu, sem eitthvað kveður að. Þetta fel- ur í sér merkt framfaraspor fyrir alla þá sem unna sam- vinnuhugsjón, jafnrétti og bræðralagi, jafnvægi í byggð landsins og hafa áhuga á al- hliða framfarasókn þjóðar- innar. Dagur hefur verið í mikilli sókn á undanförnum árum. Hann hefur eflst að stærð og efnisúr- vali og bætt aðstöðu sína á allan hátt. Áskrifendum hefur íjölgað og lausa- sala hefur aukist. Dagur hefur verið helsti málsvari dreifbýlisins og þeirra málefna sem vísað er til í orð- um hér að framan. Framfarasókn Dags á undanförn- um árum rennir stoðum undir þá ákvörðun sem hefur verið tekin og er nú hrundið í framkvæmd - að hann verði að dagblaði. Sem slíkur mun hann vonandi geta enn betur gegnt þýðingarmiklu hlutverki sínu.“ í blaðinu daginn áður hafði rit- stjórinn, Hermann Sveinbjörnsson, gert grein fyrir því, hvað til stæði, að Dagur myndi framvegis koma út alla virka daga vikunnar eða flmm blöð í viku, verða dagblað, hið eina utan Reykjavíkur. Draumsýn Hauks Snorrasonar frá því fyrir 27 árum er orðin að veru- leika. Enn lifa 15 ár af öldinni. Merk- um áfanga er náð, en endanlegt tak- mark í blaðaútgáfu er ekki til. Á þessum tímamótum eru starfs- menn Dags og Dagsprents 34 talsins. í blaðhaus er þessara getið: Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hermann Svein- björnsson. Ritstjórnarfulltrúi: Gísli Sigurgeirsson. Fréttastjóri: Gylfi Kristjánsson. Blaðamenn: Áslaug Magnúsdóttir, Bragi V. Bergmann, Gestur E. Jónasson, Ingibjörg Magn- úsdóttir (Húsavík), Yngvi Kjart- ansson, Kristján G. Arngrímsson, Kristján Kristjánsson, Margrét Þ. Þórsdóttir. Auglýsingastjóri: Frí- mann Frímannsson. Utbreiðslu- stjóri: Hafdís Freyja Rögnvaldsdóttir. Framkvæmdastjóri: Jóhann Karl Sigurðsson. Á einni síðu tímamótablaðsins eru svo myndir af öllu starfsfólkinu. Það eru yfirleitt ungleg andlit. Nokkrar breytingar hafa orðið á starfsliði síðan Dagur breyttist í dagblað, blaða- menn hafa horfið til annarra starfa og nýir komið í staðinn og einnig ijölgað í starfshópn- um. Með breytingunni í sept- ember 1985 gerðist ekki aðeins það, að Dagur breyttist í dagblað, hann breyttist einn- ig í stórfyrirtæki undir öruggri stjórn Jóhanns Karls. Á ritstjórninni hafa þær breytingar orðið helstar, að Gísli Sigurgeirsson hætti hjá blaðinu snemma árs 1986, en Bragi V. Bergmann tók við starfi ritstjórnarfulltrúa um mitt árið. Þá hvarf Gylfi Krist- Gamlar svipmyndir frá Norðurlandi. Hvítserkur í Húnaþingi, Grenivíkurhöfn og Sauðárkrókskirkja. Væntanlega mun Dagur seint opna skrifstofu á Grenivík, enda stutt að fara frá Akureyri. Hins vegar er Dagur með skrifstofu á tveimur stöðum á Norðurlandi vestra, þ.e. á Sauðárkróki og Blönduósi. Dagur 70 ára 45

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.