Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 26

Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 26
Jóhann Guðmundsson Frímann var ritstjóri Dags 1942-44 ásaml þeim Ingimar Egdal og Hauki Snorrasgni. Jóhann Frímann fœddist 27. nóv. 1906 að Hvammi í Langadal. For- eldrar hans voru hjónin Valgerður Guðmundsdóttir og Guðmundur Frímann Björnsson. Lauk prófi frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri 1932 og stundaði síðan nám við Lýð- háskólann í Askov 1925-27. Var kennari við Iðnskólann á Akureyri 1927-28 og skólastjóri 1928-39 og 1942-55. Skólastjóri Héraðsskólans í Reykholti 1939-41. Jafnframt skólastjórn Iðnskólans kenndi Jóhann lengst af við Gagnfrœða- skóla Akureyrar og var síðan skóla- stjóri hans 1955-64. Hann sat í bœjarstjórn Akureyrar frá 1934 til 1939. Kona hans var Sigurjóna Páls- dóttir. — Hin síðari ár œvinnar hefur Jóhann átt við vanheilsu að stríða. Haukur Snorrason var ritstjóri Dags frá l.janúar 1945 til árs- loka 1955, en hafði áður starfað við blaðiðfrá ársbgrjun 1942. Haukur var fœddur á Flateyri við Önundarjjörð 1. júlí 1916, sonur hjónanna Guðrúnar Jóhannesdóttur og Snorra Sigfússonar skólastjóra. Til Akureyrar Jluttist hann 1930. Lauk gagnfrœðaprófi á Akureyri og stundaði síðan um skeið nám í Eng- landi. Varð að því búnu starfsmaður Kaupfélags Eyfirðinga. Var aðstoð- armaður Vilhjálms Þórs við að koma upp Islatidsdeild Heimssýningarinn- ar íNew York 1939. Gerðist aðstoð- arritstjóri Dags 1942 og tók að fullu við ritstjórninni 1945. Var jafnframt ritstjóri Samvinnunnar 1947 til 1950. Ritstjóri Tímans frá upphafi árs 1956 til dánardœgurs, 10. maí 1958. Átti sœti í Menntamálaráði frá 1954 og gegndi fleiri trúnaðar- störfum. Kona hans var Else Frið- finnsson. Erlingur Davíðsson var ritstjóri Dags frá upphafi ársins 1956 til ársloka 1979 eða samflegtt í 24 ár. Erlingur Davíðsson fœddist 11. apríl 1912 að Stóru-Hámundarstöð- um á Árskógsströnd, sonur hjón- anna Maríu Jónsdóttur og Davíðs Sigurðssonar. Hann stundaði nám í Laugaskóla, varð búfrœðingur frá Hvanneyri og stundaði ennfremur nám í Garðyrkjuskólanum við Hvera- gerði. Að námi loknu var hann um skeið bryti við Laugaskóla, en réðist síðan í þjónustu KEA og veitti for- stöðu kornræktarbúskap að Klauf í Eyjafirði og síðan rekstri gróður- húsa að Brúnalaug. Við þessi störf var hann um 11 ára skeið. Eftir það hófust störf hans hjá Degi. Nokkrum árum áður en hann hœtti ritstjórn- inni hóf hann útgáfu safnritsins Aldnir hafa orðið, og eftir að löngum ritstjóraferli lauk hefur hann alfarið helgað sig ritstörfum og sent frá sér mikinn fjölda bóka, bœði safnrita og frumsaminna verka. Þá er hann nú formaður Félags aldraðra á Akur- eyri. KonaErlings er Katrín Kristjáns- dóttir. 26 Dagur 70 ára

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.