Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 43

Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 43
þess. Öllu þessu fólki færir Erlingur þakkir sínar og blaðsins. „Hugsjónir rætast“ nefnir Stefán Valgeirsson kveðju sína í afmælis- blaðinu, og segir m.a.: „Og nú hefur Dagur þjónað sam- vinnumönnum í sex áratugi og er þess albúinn að heija nýja sókn til eflingar norðlenskum byggðum. Hann var og er rödd byggðanna, málsvari uppbyggingar og eflingar landsins alls. Hann mun hér eftir sem hingað til, hvetja til samvinnu og samhjálpar, jöfnunar launa og lífsaðstöðu. Hann hefur ætíð verið reiðubúinn að veita öllum góðum málum lið eftir megni, en gagnrýnt það, sem miður hefur farið og ámælisvert er. Og nú er Dagur að flytja í nýtt húsnæði, þar sem starfsmönnum eru búin betri starfsskilyrði en áður. Um leið og ég óska þeim velfarnaðar í störfum vil ég þakka gott og ánægju- legt samstarf á liðnum árum með þeirri ósk, að ekki líði mörg ár þang- að til Dagur verður dagblað, hið fyrsta á Norðurlandi, til að halda enn hærra á lofti merki samvinnumanna og ungmennafélaganna, sem höfðu að kjörorði: íslandi allt.“ Svo sem áður hefur komið fram, flutti Prentverk Odds Björnssonar starfsemi sína í Tryggvabraut á árinu 1977, ogþarvar offsetprentvél Dags sett niður, það var því mjög umhendis að hafa skrifstofur blaðs- ins áfram inni í Hafnarstræti, og í rökréttu framhaldi af því var hús- næði fyrir blaðið keypt í Tryggva- braut, og þangað flutt 12. febrúar 1978. Þá varð stutt að hlaupa á milli höfuðstöðva blaðsins og prentsmiðj- unnar og létt verk fyrir ungan, nýráðinn blaðamann, Askel Þóris- son. En einmitt þegar Áskell er ráðinn, er fyrst talað um blaðamann hjá Degi. Til þess tíma hafði það ver- ið aðalreglan, að einn maður (rit- stjórinn) annaðist öll störf á skrif- stofu blaðsins, en kæmi það fyrir, að hann hefði fasta aðstoðarmenn, nefndust þeir meðritstjórar eða aðstoðarritstjórar. Árið 1978 líður, og það ár kom Dagur út í 81 skipti, og á árinu 1979 kom blaðið 88 sinnum. Árið 1980 heilsar, og þá verða rit- stjóraskipti. Erlingur Davíðsson kveður eftir að hafa þjónað blaðinu af miklum dugnaði og trúmennsku í nærfellt 30 ár, þar af 24 ár sem rit- stjóri. Hann skilar af sér góðu búi og vaxandi blaði. Við ritstjórninni tekur Hermann Sveinbjörnsson, ungur lögfræðingur, sem um skeið hafði starfað sem fréttamaður hjá Ríkisút- varpinu. Næstu tvö ár líða án þess að stór- breytingar verði á útgáfu Dags. Blað- ið kemur nokkuð reglulega tvisvar í viku, farið er í ríkara mæli en áður að nota fleiri liti en svart við prent- unina til að gæða blaðið auknu lífi, íjölbreytni í efnisvali fer vaxandi og það gerist æ oftar, að blaðið er meira en átta síður, oft 12 síður og stöku sinnum meira. En þótt ekki sjáist neinar stökk- breytingar á blaðinu, er samt ýmis- legt að gerast, sem bendir til þess að stórtíðindi séu í nánd. „Dagur festir kaup á húsi - auglýst eftir starfsmönnum á skrifstofu og í prentsmiðju" Þannig var ein fyrirsögnin á forsíðu blaðsins 7. maí 1981, og síðan gat að lesa eftirfarandi frétt: „Samningar hafa verið gerðir milli Útgáfufélags Dags og eigenda Strandgötu 31, þar sem Smjörlíkis- gerð Ákureyrar var til húsa, um makaskipti á þeirri eign og Tryggva- braut 12, þar sem Dagur er nú. Stefnt er að því að flytja skrifstofur blaðsins í hið nýja húsnæði fyrir haustið, þegar lokið verður innrétt- ingum á því. Frá miðjum maí og til þess tíma verða skrifstofur blaðsins í Hafnarstræti 90, þar sem Dagur var áður en hann flutti að Tryggvabraut. Frá og með áramótum er ætlunin að hefja rekstur prentsmiðju í húsinu við Strandgötu, sem er samtals rösk- lega 600 fermetrar að gólfflatarmáli. * Verður prentvél Dags flutt þangað úr POB og keypt nauðsynleg viðbótar- tæki. Pessar fjárfestingar tengjast fyrir- hugaðri útgáfuaukningu blaðsins og af sömu ástæðu hefur verið ráðinn nýr blaðamaður, sem tekur til starfa í sumar. Hann heitir Gylfi Kristjáns- son og kemur frá Vísi. Þá er í blaðinu í dag auglýst eftir fjórum starfs- mönnum í prentsmiðjuna og auglýs- ingastjóra. Einnig er í ráði að við blaðið muni starfa sérstakur dreif- ingarstjóri.“ Þetta þarf ekki skýringa við. Meiri stækkun er á næsta leiti. í blaðinu 12. nóvember eru marg- ar myndir af „prentvél Dags á ferða- lagi“. Verið er að flytja hana í hin Dagsprent hf. var stofnað árið 1981, gagngert til þess að annast prentun blaðsins. í dag er Dagsprent h.f. aihliða prentsmiðja með mikinn og góðan tækjakost, þótt Dagur sé enn viðamesta verkefnið. Þegar þessi mynd var tekin var verið að flytja prentvél Dags, King press, úr P.O.B. í höfuðstöðvar Dags og Dagsprents hf. að Strandgötu 31, haustið 1980. Dagur 70 ára 43

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.