Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 32

Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 32
teygja fyrirsögn yflr þvera síðu. Sam- tímamönnum Matthíasar hefur verið það ljóst, að þeir voru að kveðja stór- skáld og mikilmenni. Eins og áður segir, tóku almennar fréttir ekki ýkja mikið rúm í blaðinu á þessum tíma. Stuttar fréttir frá Akureyri voru þó yfirleitt í hverju blaði og oftast var birt símskeyti frá Reykjavík, þar sem var að íinna er- lendar fréttir og fréttir úr Reykjavík í mjög samanþjöppuðu formi. En rit- stjóranum finnst skorta fréttir úr sveitunum, og hefur nokkrum sinn- um orð á því. En þess ber að gæta, að á þessum tíma bjó enn yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar í sveitum landsins. 12. nóv. 1921 er fjallað um þýð- ingu þess, að fá fréttir úr sveitunum, og segir m.a.: „Án slíkrar aðstoðar ná blöðin ekki þeim tilgangi sínum að verða fræð- andi fyrir alla alþýðu um innanlands atburði og málefni. Þau geta aldrei án þess vitað hvernig þjóðinni vegn- ar í raun og veru. I sveitunum býr kjarni þjóðarinnar. Þar hreyfast þær undiröldur, þar er sá aflvaki, sem hrindir stórum málum upp á yfir- borðið. Þar vaxa upp margir þeir menn sem síðar taka mál þjóðarinn- ar í sínar hendur... Nú eru það enn að nýju einlæg og mjög ákveðin tilmæli blaðsins, að lesendur þess víðs vegar sendi því fréttabréf. I þeim bréfum má tfna til það helsta um veðráttu, heyfeng, beitijörð, búQárhöld, aflabrögð, nýjungar og framfarir í búskap, félagsskap, íþróttir og hvers konar menningarviðleitni, slysfarir, dauðs- föll, giftingar, trúlofanir o.fl. o.fl. Æskilegt væri að þeir, sem tækju að sér fréttaritun fyrir blaðið, temdu sér stutta, samanþjappaða frásögn, en skýra. Gæti það um leið orðið þeim hinum sömu, æfing nokkurs verð. Og blaðið endurtekur spurn- inguna: HVAÐ ER AÐ FRÉTTA?" í upphafi var Dagur prentaður í Prentsmiðju Björns Jónssonar á Akureyri, en um áramótin 1920-’21 flutti blaðið sig um set og Oddur Björnsson prentmeistari tók að sér að annast prentun þess. Stóð þá jafn- an neðst á einhverri síðu blaðsins: Ritstjóri: Jónas Þorbergsson. Prent- ari: Oddur Björnsson. En í blaðinu 18. maí 1922 er frá því skýrt, að Oddur Björnsson prentmeistari hafi selt prentsmiðju sína þeim Sigurði syni sínum og Ingólfi Jónssyni stud. jur. Þess er jafnframt getið, að Oddur hyggist flytja úr bænum, og í blaðið 24. maí skrifaði ritstjórinn mjög vin- samleg kveðju- og þakkarorð, þar Lengst af var Dagur settur og prentaður í Hér sést Svavar Ottesen vélsetjari við iðju ingar í blaðið. Myndin er frá 1958. Konunglegur enibættis- maður Fréttir Dags 14. febrúar 1924: „Alþingi kemur saman á morgun. Esja smalaði saman þingmönnunum frá Hornafirði norður og vestur um land. Katrín Thoroddsen cand. med. & chir. hefir fengið veitingu fyr- ir Flateyjarlæknishéraði. Hún er dóttir Skúla Thoroddsens. Hún útskrifaðist úr háskólan- um árið 1921 og hefir dvalið erlendis síðan. Hún er fyrsta konan sem verður konunglegur embættismaður á landi hér.“ Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri. sína, en hann setti fyrirsagnir og auglýs- sem einnig er lauslega greint frá störfum Odds um dagana. Og síðan stendur neðst á síðu: Ritstjóri: Jónas Þorbergsson. Prentsmiðja Odds Björnssonar. Myndir voru ekki algengar í blöðum, síst utan Reykjavíkur, á bernskuárum Dags. Þó fór nokkuð snemma að bregða fyrir teiknuðum myndum (strikamyndum) í einstöku auglýsingu. En myndir með almennu lesmáli blaðsins voru óþekkt fyrir- bæri fyrstu árin. I október 1923 voru kosningar í aðsigi og ritstjórinn skrifar langa grein um Björn Líndal lögmann „frambjóðanda Akureyrarkaup- manna“. Með greininni fylgdi teikn- uð skopmynd, sem sýnir tvo prúðbúna menn sitja sitt hvorum megin við tunnu og lyfta glösum, en á tunnunni stendur flaska. Yfir mynd- inni stendur innan gæsalappa „Síld og samvinna". Þetta mun vera fyrsta myndin, sem birtist með grein í Degi. En 30. október 1924 gat að líta á forsíðu Dags mynd af Kristínu Sig- fúsdóttur skáldi og húsfreyju í Kálfa- gerði. Myndin fylgdi umsögn um bók hennar „Sögur úr sveitinni". Þarna var komin fyrsta myndin, prentuð eft- ir ljósmynd. 27. nóvember sama ár birti blaðið ítarlega frásögn af Klæðaverksmiðj- unni Gefjuni 17 ára og var tveggja dálka mynd af verksmiðjuhúsinu á 32 Dagur 70 ára

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.