Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 37

Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 37
Dagur hefur gífurlega útbreiðslu á Norðurlandi, og þá sérstaklega á Akureyri og Eyjaijarðarsvæðinu. Nýir menn koma til sögu Fyrsta janúar 1944 birtist Dagur les- endum í nýjum og nokkuð breyttum búningi. Leturílötur er aukinn í fimm dálka á síðu og blaðið verður 8 síður í hverri viku, stækkar um helming. Sérstök forustugrein í hverju blaði og yfir henni blaðhaus, svo sem haldist hefur síðan. Ritstjórar eru þrír: Ingi- mar Eydal, Jóhann Frímann og Haukur Snorrason. Afgreiðslu og innheimtu annast Sigurður Jóhann- esson. „Ný þáttaskil“ heitir ritstjórnar- greinin í fyrsta blaði ársins, og þar segir í upphafi: „Þegar „Dagur“ hóf göngu sína hér í bænurn fyrir röskum aldarijórðungi síðan, var hann harla smávaxinn og fátæklega til fara, svo sem við var að búast um nýtt smábæjarblað á afskekktu landshorni. Enn er hann að vísu ekkert stórblað orðinn, en duglega hefir þó úr honum tognað á þessu tímabili. Er nú svo komið, að „Dagur“ er orðinn langstærsta viku- blað, sem gefið er út hér á landi ann- arsstaðar en í Reykjavík. Þó munar hitt enn meiru, að hann á nú orðið lesendahóp á borð við mörg höfuð- staðarblöðin og fer lesendum hans og stuðningsmönnum um land allt ört ijölgandi með degi hverjum að kalla.“ Og síðar í greininni segir: „Dagur mun enn hviklaust halda fram þeirri stefnu, sem hann hefir jafnan fylgt, að leita ráða og úrlausna í hverjum vanda - og þá einnig í þjóðmálaátökunum - á vegum vax- andi samvinnu og bróðernis, hófs, sanngirni og frjálslyndis. Það mun DAGUR vill stefna að þvi, að verða frjálsiynt og viðsýnt samvinnumálgagn fyrir alt Norðurtand. Hann v e r ð u r þvi, að leita sér liðsinnis margra góðra rilfœrra framsöknarmanna og sam- vinnumanna. Góð kvæði eru honum og iiið b e z t a hnossgœti. Stutia og kjarnyrta bréf- kafla og fréttir úr öllum áttum þarf hvert b 1 a ð að flytja, setn vill verða útbreytt og vin- sœlt blað Norðurlands. margra mál, að þjóðarnauðsyn beri til, að dreifbýlið sé eflt til holls jafn- vægis gegn reginvaldi höfuðstaðar- ins. „Dagur“ vill eiga sinn þátt í þeirri viðleitni. Dreifbýlið verður að þekkja sinn vitjunartíma og eíla sín eigin málgögn til viðnáms og varnar. Þeirri varnarbaráttu er þó ekki stefnt gegn Reykvíkingum, því að þeim er og fyrir bestu, að þjóðin öll nái eðli- legum og samræmdum þroska." Dagur tékur miklum breytingum um þessar mundir, og er næsta víst, að þar hefur Haukur Snorrason átt stærstan hlut að. Jóhann Frímann leggur blaðinu einnig til margt gott efni og mun oft hafa veitt blaðinu góðan stuðning bæði fyrir og eftir þann tíma, sem hann var skráður ritstjóri. Fyrirsagnir stækka nú og mikið verður um fasta þætti, sem margir hverjir héldust um langt árabil, aðrir skemur. Þar má t.d. nefna: Útilíf og íþróttir, Úr erlendum blöðum, Fok- dreifar, Móðir, kona.meyja (kvenna- þáttur), Út um hvippinn og hvapp- inn, Um víða veröld, Af sjónar- hóli Norðlendings, Að norðan, Sunn- an frá sundum, Frá bókamarkaðin- um, Laust og fast, Úr bæ og byggð. Farið er að gefa út sérstök jólablöð og framhaldssaga er í blaðinu. Haukur tekur öll völd í síðasta blaði ársins 1944 kveður Ingimar Eydal eftir að hafa saman- lagt verið ritstjóri Dags í 18 og hálft ár. Hann segir: „Um leið og ég hverf nú frá rit- stjórn Dags, ber ég fram þá hugheilu ósk, að honum megi auðnast um all- Dagur 70 ára 37

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.