Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 18

Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 18
Steingrímur Hermannsson: Mannkynssagan geymir ótal dæmi því til sönnunar. Hún skiptir um sig liði í gersamlega aðgreindar sveitir. Vinsældir og óvinsældir skiptast í tvö horn og því meir sem meira kveður að manninum. Petta er mjög skiljan- legt. Þeir, sem eru sannfærðir um, eða af einhverjum ástæðum telja sér trú um, að afburðamaðurinn sé á skakkri leið, óttast hann því meira sem meiri aðgerða má af honum vænta. Hinir, sem eru gagnstæðrar skoðunar, reisa á honum því meiri vonir og aðhyllast hann því meir, sem meira er í hann spunnið. Vin- og óvinsældir afburðamannsins standa í beinu hlutfalli við hæflleika hans. Jónas frá Hriflu fellur inn undir þessa umgerð. Enginn maður á um sig jafn þéttskipaða sveit dáenda og ótrauðra fylgismanna. Æska lands- ins sprettur upp til fylgdar meðfram götu hans. Engan mann óttast and- stæðingarnir jafn mikið. Yfiraustur- inn, sem hann verður fyrir frá þeirra hendi, er ekki annað en hálfkveðnar vísur við það, sem þeir vildu vera láta. Aldrei munu þeir þykjast geta, né heldur geta, upphugsað nógu sterk ráð til þess að koma honum á kné. Jafnvel þó Jónas sæti þessum óvinsældum, þó hann hafi jafnan átt við mikla fátækt að stríða og sé lík- legur til að eiga við hvorttveggja að búa til æviloka, mun hann ekki verða talinn ólánsmaður. Að yfirsýn kom- andi alda verður sá maður talinn lánsmaður, sem hefir átt jafn ríkan þátt í að auka lífsdjörfung þjóðar sinnar. Og sá sem á líkan hátt slöngvir geislastaf á hamravegg tóm- lætis og svefnþyngsla, svo að fram spretta lífslindir hugsjónanna, mun eiga svip sinn og minningu geymda í huggróðri síungrar þjóðar. Jónas Þorbergsson. Dagur Eitt af því, sem einkennt hefur Fram- sóknarflokkinn, er víðtæk blaðaút- gáfa honum tengd í kjördæmun landsins og landshlutum. Framsókn- arflokkurinn er byggður á félagsleg- um grunni. Með slíkri útgáfu hafa framsóknarmenn leitast við að styrkja þau bönd, sem nauðsynleg eru í slíkum flokki á milli flokks- manna. Dagur var á meðal fyrstu slíkra blaða. Það er eðlilegt því á Norðurlandi stóð vagga stórs hluta þeirrar félagsstarfsemi, sem Fram- sóknarflokkurinn rekur uppruna sinn til. Þar hófst samvinnuhreyfmg- in í landinu fyrir meira en 100 árum. Þar voru ungmennafélögin hvað sterkust og samtök bænda efldust fljótt. Dagur hefur nú í 70 ár haldið uppi merki félagshyggjunnar, merki hins frjálsa manns, sem kýs að leysa stóru verkefnin og ryðja brautina með samstöðu og samvinnu, hönd í hönd. Þótt ýmsum þyki, að hinu íslenska þjóðfélagi hafi vaxið svo fiskur um hrygg, að nú muni óhætt að leysa öll bönd, hygg ég að reynsla síðustu ára sýni, að félagslegur þroski og sam- vinna eru ekki síður nauðsynleg nú en fyrr. Ég er reyndar í engum vafa um að einstaklingurinn er í raun hamingjusamastur og frjálsastur, þegar saman er unnið að velferðar- málum þjóðfélagsins í heild, urn leið og gætt er hagsmuna hvers og eins. Fátt eru meiri ijötrar en blind ein- staklingshyggja, þótt boðuð sé í nafni frelsis. Dagur hefur lengi flutt slíkan boð- skap og blaðið hefur eflst með árum. Það nær betur en önnur blöð til íbúa Norðurlands og á augljóslega mikið erindi, reyndar ekki aðeins til þeirra, heldur til landsmanna allra. Dagur hefur einnig orðið málsvari æskilegrar og skynsamlegrar byggða- þróunar, þess jafnvægis í byggð landsins, sem hinir mætustu forystu- 70 ára Steingrímur Hermannsson. menn af Norðurlandi eystra urðu kunnir fyrir að boða af festu og fram- sýni. Það er einlæg von mín, að Dagur megi lengi áfram verða merkisberi samvinnu og samstöðu, hófsemi og skynsemi, hins frjálsa einstaklings sem styrkir sjálfan sig og þjóðfélagið með því að vinna af heilindum með öðrum þjóðfélagsþegnum að fram- faramálum. Fyrir hönd allra framsóknar- manna þakka ég Degi staðfestu og málefnalegan flutning á liðnum árum og óska blaðinu langra lífdaga og velgengni. 18 Dagur 70 ára

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.