Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 30

Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 30
spádómur rætist og verður ekki við því gert, þó að það kunni að valda einhverjum hugarangurs. Dagur vill styðja allt það með þjóð- inni, er til framfara og heilla horfir. Menntun þjóðarinnar, eíling at- vinnuveganna og öflug samvinna á sem flestum sviðum eru áhugamál blaðsins. Er þess vænst, að áhuga- samir fylgjendur þessara mála liggi ekki á liði sínu og sendi Degi ritgerð- ir til birtingar. Því fleirí góðir menn, sem birta hugsanir sínar í blaðinu, því ijölbreyttara verður það og skemmtilegra." Á árinu komu út 52 blöð, samtals 116 síður. Meirihluta af efni blaðsins er ljóst, að ritstjórinn hefur skrifað, en talsvert er þó af aðsendum grein- um. Litlu rými er eytt í fyrirsagnir miðað við það sem tíðkast hefur á síðari árum. Algengast er, að fyrir- sögn sé ekki meira en dálksbreidd. Aðsendar greinar og skrif ritstjórans ijalla um flest milli himins og jarðar, en það, sem er einkennandi fyrir greinar ritstjórans er, að þær eru áköf brýning til manna um að duga nú vel í þeirri framfarasókn, sem hafin sé. Hér fylgir sýnishorn úr greinabálki í janúar; en hann bar heitið: Framfarir á Norðurlandi. „Bóndinn, sem býr á stórri harð- balajörð, þarf að láta hendur standa fram úr ermum og neyta krafta sinna, ef honum á að auðnast að njóta þeirra gæða, sem jörðin hans hefir í sér fólgin. Langt er frá því að Norðurland sé eitt harðbalaflæmi, þó að það sé hrjóstrugt með köflum, víða er það vel grasi gróið og sums staðar ágætlega, en þó svo sé þarf grasræktinni að hrinda áfram risa- skrefum í nánustu framtíð, ef vel á að vera og nokkurn veginn viðunandi. Þessi hægfara og silalegi nurlarabú- skapur verður að umskapast hvað sem tautar." Síðar í sama flokki: „Það hefir verið sagt, að góðar samgöngur væru jafnnauðsynlegar fyrir þjóðarheildina og blóðrásin fyr- ir líkama mannsins. Það er eðli lífs- ins að vera á sífelldri hreyfingu. Allt það er hindrar þá eðlilegu hreyfmgu, er óheilbrigt. Allt, sem gert er til að greiða fyrir ferðum manna og flutn- ingum, miðar í rétta átt. Þess vegna á að leggja sterka áherslu á sam- göngubæturnar. Framfarir í búnaði og jarðrækt koma ekki að hálfum notum, ef samgöngurnar eru í ólagi.“ „Um leið og góðum, akfærum veg- um fjölgar, munu og flutningatækin taka breytingum og fullkomnun. Það er reynslan búin að sanna. Fyrir æði mörgum árum voru kerrur og vagn- ar sjaldséðir gripir. Nú eru þau tæki orðin algeng, þar sem flutninga- brautir eru akfærar. Við þetta má þó ekki og á ekki að láta staðar nema. Bifreiðarnar eru næsta stigið." I^uþnúl' festarlanst tapaðist á IVVCII US y leiðiíini frá »Hótel Goðafoss« upp að húsi Arna Jóhanns- sonar við Oddcyrargötu. Finnandi skiii til Frú Guðfinnu Jónsdóttur til héimilis þar í húsinu. Laukur fæst hjá Finni Níelssyni. Auglýsingar eru talsverðar í blað- inu á þessum fyrstu árum, og það vekur eftirtekt hve stórar þær eru oft. Ýmislegt sem nú myndi sett með venjulegu letri í smáauglýsingadálk, er á þessum tíma auglýst með feikna- stóru letri. Gefur það óneitanlega vísbendingu um, að auglýsingaverð hafi á þessum tíma verið mjög lágt miðað við það, sem síðar hefur orðið. Lárus J. Rist lét af störfum af- greiðslumanns eftir fyrsta árið, en við afgreiðslunni tók Jón Þ. Þór og annaðist þau störf lengi. I blaðinu á gamlársdag 1919 kveð- ur svo Ingimar Eydal og segir ritstjórn sinni við Dag endanlega lokið, enda hafl hann fyrir hartnær tveimur árum aðeins tekið starfið að sér til bráðabirgða og gegnt því sem aukastarfi. Nú hafi orðið að ráði að fresta útkomu Dags í bili, þar sem nýr ritstjóri sé ófenginn. Kveðju sinni lýkur Ingimar Eydal með þessum orðum: „Að svo mæltu óskar Dagur öllum vinum sínum nær og fjær gleðilegs nýárs, og óvinum sínum líka, ef ein- hverjir eru.“ En þótt Ingimar Eydal kveddi á gamlársdag 1919, áttu þó leiðir hans og Dags eftir að liggja saman um langan tíma, eins og síðar verður að vikið. Tímabil Jónasar Porbergssonar I blaðinu á gamlársdag 1919 er það tilkynnt, að nú hafi orðið að ráði að fresta útkomu Dags í bili vegna þess að nýr ritstjóri sé ekki fenginn, en jafnframt látin í ljósi sú von, að Dag- ur muni sem fyrst geta hafið útkomu að nýju. Fresturinn varð tæpir fjórir mán- uðir. Fyrsta blað ársins 1920 kom út 27. apríl. Austur í Laxárdal í Þingeyj- arsýslu fannst álitlegt ritstjóraefni, Jónas Þorbergsson. Hann tók nú við stjórn blaðsins, en Jón Þ. Þór annað- ist afgreiðslustörf sem áður. I ávarpsorðum til lesenda segir m.a.: „Dagur vill ekki frekar en verið heflr samþýðast þeim mönnum, sem líta svo á, að einstaklings framtak hljóti alltaf að verða háð einstaklings hagsmunum. En hann vill skipa sér undir merki þeirra manna, sem líta Fremsta húsið er Norðurgata 2. Við það standa hestvagnar til fólksflutninga og Ford-bíll Soffaníasar Baldvinssonar ökumanns, sem hann eignaðist árið 1914. Hann fór til Reykjavíkur og tók bílpróf fyrstur manna á Akureyri og fékk ökuskírteini nr. 1. Mynd: Hallgrímur Einarsson. 30 Dagur 70 ára

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.