Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 29

Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 29
Þessi móhraukamynd úr Svarfaðardal, sem tekin var fyrir allmörgum árum, minnir á gamla timann, er þetta eldsneyti var grafið úr jörð. urinn var stofnaður 24. febrúar 1924, og frá 25. maí 1929 heitir hann Sjálfstæðisflokkur. En líf flokka á þessum tíma og löngum síðan var undir því komið, að þeir ættu sér málgögn. Blöðin voru einu flölmiðlarnir í landinu og því ómissandi tæki til að kynna flokk- ana, foringja þeirra og baráttumál. Án þess að hafa yflr blaði að ráða var útilokað að ná nokkrum árangri. Aðalmálgögn flokkanna voru að sjálfsögðu á sama stað og höfuð- stöðvar þeirra, þ.e.a.s. í Reykjavík. En vegna þess hve lélegar samgöng- ur voru lengi vel, lögðu flokkarnir áherslu á að gefa út blöð víðar til að eiga auðveldara með að ná sam- bandi við fólk í dreifðum byggðum landsins. Einnig kom það til, að fólk keypti oft fremur þau blöð, sem jafn- framt landsmálunum Qölluðu að ein- hverju leyti um sérmálefni heima- sveitar. Hinir nýju flokkar eignuðust allir sín málgögn í Reykjavík, en jafn- framt lögðu flokkarnir áherslu á að eiga aðild að útgáfu blaða sem víðast, og þá ekki síst í næststærsta bæ landsins, Akureyri. Blaðið fslendingur hóf göngu sína 9. apríl 1915 sem málgagn Sjálf- stæðisflokksins eldra, varð síðan málgagn íhaldsmanna og hins nýja Sjálfstæðisflokks eftir að hann var stofnaður. Þegar íslendingur kom til sögunnar var eitt blað eldra gefið út á Akureyri, Norðurland, og var málgagn Heimastjórnarflokksins. Það hætti að koma út 1920. Þann 14. nóvember 1918 sá blaðið Verkamaðurinn fyrst dagsins ljós og varð málgagn Alþýðuflokksins, en eftir klofning Alþýðuflokksins 1930 studdi blaðið kommúnista og komst í eigu Sósíalistaflokksins, þegar hann var stofnaður. Alþýðuflokksmenn á Akureyri hófu því útgáfu á nýju blaði, Alþýðumanninum, 10. janúar 1931. Dagur hóf sinn lífsferil 12. febrúar 1918 og hefur frá upphafi stutt Framsóknarflokkinn. Þessi Qögur blöð, Alþýðumaður- inn, Dagur, íslendingur og Verka- maðurinn, voru lengi gefin út nokk- uð reglulega og voru um áratuga- skeið fastur þáttur í andlegu lífi og þjóðmálabaráttu á Norðurlandi. En nú má segja, að þau séu úr sögunni, öll nema Dagur. Verkamaðurinn kom síðast út 1974, og síðustu árin má svo kalla, að Alþýðumaðurinn og íslendingur hafi einnig yfirgefið sviðið, aðeins hafa komið út skraut- útgáfur fyrir kosningar og á stundum auglýsingablöð fyrir jól. Dagur einn hefur haldið velli, og raunar gert meira en það. Hann hef- ur vaxið frá því að vera fjórar síður í smáu broti aðra hvora viku í það að koma út fimm sinnum í viku hverri í algengasta dagblaðabroti og vera 12 til 20 síður hverju sinni. Það er vaxtar- og þroskasaga þessa blaðs, sem ætlunin er að rekja hér á eftir í stórum dráttum, líta til baka á sjötugsafmæli og athuga hvernig ferðalagið hefur gengið. Upphafið Framsóknarflokkurinn var stofnaður árið 1916. Árið eftir hófst útgáfa Tímans, sem varð aðalmálgagn hins nýja flokks. Á engan mun hallað, þó að sagt sé, að enginn einn maður átti stærri hlut að stofnun hins nýja flokks né heldur að því, að útgáfa Tímans hófst en Jónas Jónsson frá Hriflu, þá kennari við Kennaraskól- ann og ritstjóri Skinfaxa, tímarits ungmennafélaganna. Veturinn eftir að Tíminn hóf göngu sína á svo Jón- as leið norður í land og færir það í tal við nokkra menn, að allillt sé, að framsóknar- og samvinnumenn hafi ekkert málgagn í Norðlendingaíjórð- ungi. Voru haldnir nokkrir fundir um málið á skrifstofu Sigurðar Kristins- sonar kaupfélagsstjóra og Jónas leit- aði eftir því við Ingimar Eydal, kennara, að hann tæki að sér að rit- stýra slíku málgagni, en Ingimar hafði árin 1915 og 1916 verið með- ritstjóri íslendings, svo að Jónasi og fleirum hefur verið það ljóst, að þar var maður, sem gat valdið því verk- efni að ritstýra væntanlegu blaði. Og niðurstaðan varð sú eftir fund- ina á skrifstofu kaupfélagsstjóra, að stofnað var félag til útgáfu blaðs, sem valið var nafnið Dagur og Ingimar Eydal ráðinn ritstjóri þess. Ritstjórn- ina hafði hann að sjálfsögðu sem aukastarf en hélt áfram kennslu- starfi sínu. Annar kennari, Lárus J. Rist, tók að sér að annast afgreiðslu blaðsins og innheimtu áskriftar- gjalda. Og fyrsta blaðið kom út 12. febrúar 1918, íjórar síður í syipuðu broti og þetta afmælisblað. Á forsíðu hins nýja blaðs eru ávarpsorð til lesenda, og þeim lýkur á þessa leið: „Þó að „Dagur“ sé nú lítill vexti, þegar hann hefur göngu sína, má þó vel svo fara að á honum sannist það fornkveðna: „Mjór er mikils vísir“.“ Þar reyndist Ingimar Eydal sann- spár. Við upphaf árs 1919 er broti blaðsins breytt í þá stærð, sem síðan hefur haldist. í orðsendingu til les- endanna í fyrsta blaði árgangsins segir m.a.: „Þegar Dagur hóf göngu sína, var honum spáð skammlífi. Sá spádóm- ur kom frá þeim mönnum, er var í nöp við stefnu blaðsins og vildu það feigt. Þess skal nú getið, að engar horfur eru á því, að þessi feigðar- Dagur 70 ára 29

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.