Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 25

Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 25
Ritstjórar Dags frá upphafi Ingimar Jónatansson Eydal var ritstjóri Dags fyrstu tvö œviár blaðsins og síðan aftur 1927 til 1945. Ingimar Eydal fœddist að Stekkj- arflötum í Saurbœjarhreppi 7. apríl 1873, sonur hjónanna Sigríðar Jóhannesdóttur og Jónatans Jóns- sonar, er þar bjuggu. Hann lauk prófi frá Möðruvallaskóla 1895 og tíu árum síðar stundaði hann einn vetur nám við lýðháskólann íAskov. Strax eftir nám sitt í Möðruvalla- skóla tók hann að stunda kennslu í sveitum Eyjafjarðar og 1908 varð hann kennari við Barnaskóla Akur- eyrar og starfaði þar samfellt í 30 ár, þar af einn vetur settur skóla- stjóri. Samhliða kennslunni sinnti hann fjölmörgum aukastörfum, auk ritstjórnar Dags. Hann var ritstjóri íslendings 1915-17, sat í stjórn Kaupfélags Eyfirðinga 1917-51, í bœjarstjórn Akureyrar í 17 ár og forseti hennar mörg ár. Sinnti leik- list á yngri árum, og fleira mœtti telja. - Kona hans var Guðfinna Jónsdóttir - Ingimar lést 26. des- ember 1959. Jónas Þorbergsson var ritstjóri Dags 1920-27. Jónas fœddist að Helgastóðum í Reykjadal 22. janúar 1885. Sonur hjónanna Þóru Hálfdánardóttur og Þorbergs Hallgrímssonar. Lauk gagnfrœðaprófi á Akureyri 1909. Eftir það fluttist Jónas um skeið til Vesturheims og stundaði þar ýmis störf til ársins 1916, en fluttist þá aftur heim í Þingeyjarsýslu. Eftir að hann lét af ritstjórn Dags varð hann ritstjóri Tímans 1927-30, en þá varð hann fyrsti útvarpsstjóri hins nýstofnaða Ríkisútvarps á íslandi. Því starfi gegndi hann til 22. janúar 1953. Jafnframt sat hann eitt kjör- tímabil, 1931-33, á Alþingi sem þingmaður Dalamanna. Eftir að Jón- as lét af stórfum sem útvarpsstjóri fékkst hann við ýmis störf og skrifaði m.a. nokkrar bœkur. - Fyrri kona Jónasar, Þorbjörg Jónsdóttir, varð berklunum að bráð eftir stutta sambúð þeirra. Síðari kona hans var Sigurlaug Jónasdóttir. Þórólfur Sigurðsson var ritsljóri Dags veturinn 1927-28. Þórólfur fœddist í Baldursheimi í Mývatnssveit 6. maí 1886, sonur hjónanna Solveigar Pétursdóttur og Sigurðar Jónssonar. Hann varð gagnfrœðingur frá Akureyrarskóla 1909. Tók við búi í Baldursheimi 1911 og stundaði búskap þar með móður sinni allt til dauðadags, 14. júní 1940. Jafnframt búskapnum stundaði hann ýmis önnur störf heima og heiman. Hann stofnaði tímaritið Rétt 1915 og var ritstjóri þess og útgefandi í 10 ár. Var einn af stofnendum Tímans og Framsóknar- flokksins og ritstýrði Tímanum löngum, þegar Tryggvi Þórhallsson var bundinn við önnur störf. Var um skeið þingritari á vetrum og átti mjög lengi sœti í miðstjórn Fram- sóknarflokksins og gegndi fyrir hann fleiri störfum en hér hafa verið talin. - Tveimur árum fyrir andlát sitt kvœntist Þórólfur Hólmfríði Hemmert, kennara. Dagur 70 ára 25

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.